mánudagur, júlí 06, 2009
Ég lagði af stað úr bænum um kl. 7:30 í morgun og ók upp í Borgarnes. Hitti Ingimund og fórum yfir á afleggjarann að Venusi. Gummi Sig og Haukur komu þangað áður en lagt var af stað. Gummi sá um bílinn fyrsta kastið svo Ingimundur gæti tekið dagstúrinn. Hann lauk 16 km fyrir ofan Hvanneyrarvegamót. Skömmu áður beið Unnur hótelstýra á golfhótelinu eftir okkur og tók nokkurn legg upp að afleggjaranum af hótelinu. Veðrið í Borgarfirði í dag var magnað, 20°C og logn. Nú var sólaráburðurinn notaður mikið. Ingimundur beið á svona 5 km fresti sem kom sér vel því nú þurfti oft að fylla á tankinn. Maður pjakkaði áfram upp Borgarfjörðinn í hitanum. Umferðin var þægileg og bílstjórar mjög tillitssamir. Margir veifuðu og flautuðu sem er mjög gaman. Neðarlega í Norðurárdalnum kom maður frá Depli (www.depill.is) með staðsetningartæki svo nú er hægt að sjá hvar maður er staddur hverju sinni. Mjög skemmtileg hugmynd sem þeir tóku upp hjá sjálfum sér og keyrðu upp í Borgarfjörð með tækið. Slóðin á staðsetninguna er á vef UMFÍ (www.umfi.is). Stefán Gíslason kom á eftir okkur neðarlega á Holtavörðuheiðinni og við hlupum saman síðustu 10 km. Mjög góður hlaupafélagi. Það var kominn dálítill mótvindur undir lokin sem var innlögnin frá Hrútafirðinum. Við hættum hlaupi í heiðarrótunum eftir 68 km. Það var plan dagsins og heldur betur. Á morgun er gert ráð fyrir að fara austur fyrir Hvammstangaafleggjara. Það er allt í fínu standi svo maður hlakkar bara til áframhaldsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sæll Gunnlaugur
takk fyrir hlaupatúrinn, ég var mjög ánægð með að hafa drifið mig og leið alveg óskaplega vel á eftir
Fór í sturtu og svo út á golfvöll og fór minn besta hring á ferlinum, 38 punktar,
Svona hefur þú góð áhrif á alla kanta og máta.
Gangi þér allt í haginn
kv
Unnur
Frábært framtak! Ég fylgist spennt með framvindu mála!
Kveðja,
Helga Þóra
Frábært framtak, gangi þér sem best alla leið. :-) Anna María
Það var nú alveg eftir þér að skella þér í hlaup til stuðnings Grensási endurhæfingastöð. Sýnir vel hjartalagið þitt.
Hlaup þú vel (varla hægt að segi gangi þér vel þar sem þú bara gengur ekki :-) )
Farðu vel með þig þar sem það er jú bara eitt eintak til af þér.
Bestu kveðjur,
Sólveig A.
Skrifa ummæli