Ég les á bloggsíðum að það hafi komið upp þær aðstæður á Akureyri við markið í maraþonhlaupinu að það leiki vafi á því hver sigraði hlaupið í kvennaflokki. Það er miður því það skiptir ætíð máli í íþróttum að það sé óumdeilt hver sé sigurvegari og hver ekki. Sérstaklega á það við um hlaup eins og maraþon sem fara fram út um borg og by en ekki einvörðungu á hlaupabraut eða á öðru mjög afmörkuðu svæði. Nú sá ég ekki þessar aðstæður persónulega og ætla því ekki að dæma um þær. Á hinn bóginn er það morgunljóst að ef keppandi er leiddur, studdur, borinn, reiddur eða keyrður hluta leiðarinnar þannig að það létti undir með honum, flýtir fyrir honum umfram aðra keppendur eða gerir honum kleyft að ljúka hlaupinu þá skal hann dæmdur úr leik. Það skiptir ekki máli hvort það sé einn meter, tíu eða hundrað. Ef svo hefur verið gert þá hefur hann ekki lokið hlaupinu fyrir eigin orku. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða lengri eða styttri vegalengd. Frægt dæmi um svona uppákomu úr maraþonhlaupi er þetta dæmi hér frá 1908:
In London 1908, Italian Dorando Pietri needed to be helped across the finish line of the marathon, and was declared the winner before being disqualified in favor of Johnny Hayes of the U.S.
Spurningar hafa vaknað um hvort megi hjóla með hlaupara og rétta honum drykki. Það er vissulega á gráu svæði og í öllum virtum hlaupum er það bannað. Hérlendis hefur ekki verið bannað að gera það en það má á það benda að í Western States er mælt með því að hlaupari hafi meðhlaupara með sér í gegnum nóttina en aftur á móti stranglega bannað að meðhlauparinn haldi á nokkrum sköpuðum hlut fyrir hlauparann. Það er ekki tékkað sérstaklega á því en ef svo er gert og upp kemst er armbandið einfaldlega klippt af manni. Flóknara er það ekki. Í Spartathlon 2007 var kona Scott Jurek út um allt með brautinni á bíl og studdi bónda sinn eftir megni. Það fór fyrir brjóstið á mörgum og fyrir hlaupið 2008 var auglýst mjög rækilega að ef keppendur fengju utanaðkomandi aðstoð á öðrum stöðum en á formlegum drykkjarstöðvum þá yrðu þeir dæmdir úr leik.
Það má hlú að keppenda ef honum er kalt, lána honum föt, drykk, gel eða annað það sem leyfilegt er að hafa í hlaupinu. Menn verða hins vegar að ljúka hlaupinu á eigin vegum. Það að brjóta vind er alls ekki það sama og að leiða eða bera. Maður getur hangið aftan í öðrum þvert á móti vilja þess sem er á undan.
Annað vildi ég benda á við framkvæmd Akureyrarhlaupsins. Þegar ég kom í mark var bara vatn í markinu. Það er ekki boðlegt. Í hita eins og var fyrir norðan er hætta á sykurfalli veruleg og því verður að hafa kók eða aðra sykurdrykki til staðar. Ef þeir hafa verið búnir þá er það einfaldlega ekki nógu gott því það eru ekki síður þeir sem seinna koma í mark sem geta átt slíkt á hættu. Það setur einnig upp stemmingu að þulur kynni nafn þess sem kemur inn á brautina hverju sinni. Best er að hafa einhvern kunnugan til þess sem þekkir til flestra þeirra sem eru að hlaupa. Það er skemmtilegra fyrir áhorfendur og léttir síðustu sporin hjá keppendum.
Það er fróðlegt að goggla "marathon disqualified"
sunnudagur, júlí 12, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli