Maður heyrði ekki svo mikið af fréttum eða öðru sem gerðist í kringum mann á leiðinni norður í síðsutu viku. Ég var ekki með útvarp eða annað í eyrunum. Bæði var það vegna umferðarinnar og einnig var það miklu skemmtilegra að fylgjast óskiptur með því sem gerðist í kringum mann. Fuglalífið var t.d. mjög góður félagsskapur. Í Húnavatnssýslum var það mjög öflugt, sérstaklega í þeirri eystri. Það vakti hins vegar athygli mína að í Öxnadalnum þar sem búseta er mjög dreifð eða engin þar sást ekki fugl. Það var ekki fyrr en maður kom ofan í byggðina sem mófuglinn fór að sjást. Líklega sækir hann í nálægðina við manninn.
Bruni Valhallar snerti mig ekki mikið. Húsið var lélegt og hafði ekkert sérstakt minjagildi. Hótelrekstur á þessum stað er ekki sjálfsagður. Hvaða nauðsyn ber á að reka hótel eða ráðstefnustöð þarna. Upplýsingamiðstöðin á Almannagjánni er fín. Sama má segja um hliðstæða starfsemi við Gullfoss. Hótel og ráðstefnusalir geta verið annarsstaðar. Ég skildi forsætisráðherra ekki almennilega þegar hún fór að tala um að þjóðin ætti að hafa sitt að segja um hvort yrði byggt upp á þIngvöllum. Á að fara að bera það undir þjóðaratkvæði?? Það er nú eins og hvert annað bull. Er ekki nóg að spyrja þjóðina sem hefur safnast saman á Austurvelli? Mér finnast önnur og mikilvægari málefni vera til umræðu í samfélaginu þótt kjörnir þingmenn geti ráðið fram úr svona smámáli án aðstoðar.
Furðulegar niðurstöður voru kynntar í fjölmiðlum í fyrri viku. Þar var fullyrt að um 25% allra kvenna hefðu orðið fyrir heimilisofbeldi af einhverju tagi. Það er ekkert smáræði ef satt er. Þegr maður fór að skoða hvað á baki þessum fullyrðingum lá þá kom eitt og annað gamaltkunnugt í ljós. Það er nefnilega mjög auðvelt að ljúga að fólki í gegnum fjölmiðla með tölfræðirugli. Það var sagt að 7000 konur hefðu verið spurðar og 3000 svarað. Þessi fjöldi á að gefa niðurstöðunum ákveðinn trúverðugleika. Það er alrangt að mjög stórt úrtak með lítilli svörun gefi betri niðurstöður. Það meir að segja er ákveðið veilæekamerki í svona könnunum að hafa úrtakið mjög stórt. Lítið en vandað úrtak með mjög háu svarhlutfalli gefur marktækustu niðurstöðurnar.
3000 af 7000 eru um 42%. Könnun með 42% svarhlutfalli gefur gjörsamlega ómarktækar niðurstöður. Við vitum ekkert um afstöðu þeirra 58% sem ekki svara. 25% af þeim sem svara segjast hafa orðið fyrir ofbeldi. Það eru 25% af 42% eða um 10% af heildinni. Maður getur leitt að því líkur að þær konur sem ekki svara hafi ekki haft áhuga á viðfangsefninu því þetta komi þeim ekki við. Alla vega er það sennilegt að þær svari frekar sem hafa ástæðu til að svara jákvætt. Ef eitthvað má lesa út úr mniðurstöðunum er það því að eitthvað um 10% af konum hafi orðið fyrir ofbeldi á heimili sínu. Það er líklega mjög nærri því sem normalkúrfan muni segja. Það er ákveðinn hluti í öllum samfélögum sem eru ofbeldismenn og vitleysingar.
Það er náttúrulega ekki sæmandi í upplýstu samfélagi að niðurstöður eins og í birtar voru í þessu dæmi séu bornar á borð fyrir mann án nokkurs fyrirvara. Slík vinnubrögð segja hins vegar mikið bæði um þá sem könnunina gera og birta svo og fjölmiðla.
Það kom hins vegar upp áhugaverður vinkill í þessu sambandi. Hve hátt hlutfall karla verður fyrir heimilisofbeldi af einhverju tagi? Það hafa hinir svokölluðu og sjálfskipuðu jafnréttissinnar ekki áhuga á að kanna. Það er ekki áhugavert. Karlarnir mega éta það sem úti frýs.
Þessu liði væri hollt að hugsa aðeins um það hvernig það sé fyrir venjulega stráka að alast upp við þessa síbylju ár eftir ár um hve obbinn af körlum séu andstyggilegir á alla kanta og þeir eigi ekkert gott skilið í augum ákveðinna aðila. Getur skeð að það spretti upp pirringur innra með ýmsum vegna þess. Spyr sá sem ekki veit.
fimmtudagur, júlí 16, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli