Ég var einhvern tíma snemma í vetur að tuða í starfsmönnum íþróttadeildar ríkissjónvarpsins um hvers vegna þeir hefðu ekki dug í sér til að taka myndir af Laugavegshlaupinu. Það væri hreint frábært myndefni í góðan þátt. Viðbáran var að það væri svo dýrt. Maður sá fyrir sér upptökugengi með starfsmönnum og jeppum á 38´dekkjum og ég veit ekki hvað. Jú, auðvitað myndi þetta kosta peninga. Pétur Helgason fór með litlu myndavélardolluna sína með í hlaupið á laugardaginn. Það eina sem var öðruvísi en vanalega að hann var með dálítið stór kort í henni. Hann fór frekar rólega yfir og kláraði hlaupið á 7.15 eða eitt hvað svoleiðis. Hann notaði hins vegar tímann vel og tók myndir á vélina sína í gegnum hlaupið. Hann náði meðal annars að mynda móttökurnar sem ég fékk í Emstrum og var ekki örgrannt um að hann yrði smá abbó. Afraksturinn af myndatökunum sást hins vegar í íþróttaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi. Þessar fínu myndir af Laugaveginum, teknar af Pétri Helgasyni á litlu dolluna hans. Skyldi ríkissjónvarpið vita af þessu? Alla vega hefur ekkert komið frá þeim um Laugaveginn það ég hef séð. Það er nefnilega ekkert mál með nútímamyndavélum að taka fínar myndir á svona leiðum án þess að kalla út her manns. Bara smá hugmyndaflug.
Mogginn á enn erfitt með að telja ultrahlaup með íþróttum. Alla vega var fréttin um úrslit hlaupsins einhversstaðar langt frá íþróttakálfinum. Ég held að fjölmiðlar hérlendis geri sér ekki grein fyrir hve þátttakendur í almenningshlaupum eru orðinn stór hópur. Alla vega er það ekki að sjá á umfjölluninni. Ég held síðan að þeir sem standa utan þessa hóps geri sér ekki grein fyrir hvaða afrek Þorbergur vann á laugardaginn þegar hann hljóp Laugaveginn á undir fjórum og hálfum tíma. Það væri gaman að sá þá íþróttamenn sem meir er látið með reyna að hlaupa Laugaveginn á skikkanlegum tíma. Ég efast um að þeir kæmust alla leið í einum rykk, hvað þá að þeir kæmust eitthvað í sjónmál við hraða Þorbergs. Svo var ósköp kauðalegt hjá Mogganum að hafa ekki dug í sér til að fletta því upp hvað þeir hétu sem voru í 2. og 3ja sæti í karla og kvennaflokki. Þetta eru engin vinnubrögð.
Það var svakalegt að heyra um brjálæðinginn sem stal bílnum í gær og ók síðan dauðaakstri með hóp lögreglubíla á hælunum um bæinn og síðan fyrir Hvalfjörð. Það er í lagi að svona meiníakkar drepi sjálfan sig en það er verra þegar þeir stofna öðrum í lífshættu í leiðinni. Ég heyrði viðtal við formann félags lögreglumanna í útvarpinu í morgun sem tekið var í tengslum við þetta og fleira. Honum fannst forgangsröðunin í samfélaginu nokkuð undarleg þegar ríkissjóður tók lán til að fjölga listamönnum á starfslaunum um nokkur hundruð á sama tima og fækkað er í löggunni. Maður getur ekki aannað en tekið undir þetta sjónarmið. Á þessum tímum verður að hafa forgangsröðun verkefna skýra og rökrétta. Eitt er að vilja en annað að geta.
Ég setti myndir frá hlaupinu frá Reykjavík til Akureyrar inn á myndasíðuna mina. (www.flickr.com/photos/gajul/sets) Ég heyrði í Sigurði hjá UMFÍ í dag. Við hittumst líklega í vikunni með hollvinasamtökunum og punkturinn verður settur formlega fyrir aftan verkefnið. Formaður Hollvinasamtaka Grensássdeildarinnar hringdi í mig í dag. Hann og aðrir í samtökunum voru mjög ánægðir með hvernig tókst til. Það er gott. Þá er tilgangnum náð.
þriðjudagur, júlí 21, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sæll Gunnlaugur og takk fyrir kveðjuna.
Við hér á þessu heimili erum mikið búin að pirra okkur yfir umfjöllun um hlaupið og gerðum það líka í fyrra. Okkar reynsla, sem er af skíðamótum, er sú að maður þarf að útbúa fréttina sjálfur og senda þeim. Eins og Pétur Helga gerði. Þeir gera þetta á Ísafirði með Fossavatnsgönguna (50km skíðaganga) og nú með Óshlíðarhlaupið og Vesturgötuna. Þeir fá verktaka til að mynda og hann sendir svo á fjölmiðla. Ég held að það megi skrifa þetta umfjöllunarleysi að hluta til á mótshaldara.
En svo spyr maður sig, afhverju er 55km hlaup ekki íþrótt í hugum Mbl manna?
kv. Hólmfríður Vala
Talandi um einkennilega flokkun fjölmiðla, þá var féttin um fyrstu íslensku járnkonuna flokkað sem "Innlent" (og líklega í undiflokknum "skrítið og sniðugt") á meðan auglýsing um landsmót bifhjólafólks fékk pláss í íþróttakálfinum. Þar eru taldar upp ýmsar keppnisgreinar eins og Dansleiki, kappleiki, "kúrekasúpu", leiki, bifhjólasýningar o.mfl. og klykkt út með setningunni: "Búast má við aukinni gæslu lögreglumanna á svæðinu vegna Landsmótsins".
Kannski var keppt í kappdrykkju ;)
Frábærar myndirnar hjá þér af Laugaveginum.
kv Jón Kr Har.
Skrifa ummæli