Ég á stundum í erfiðleikum með að hlusta á auglýsingarnar frá minningarsjóði Sonju sem sýndar eru í sjónvarpinu. Mér finnast þær svo átakanlegar. Þar er fólk að minnast barna sinna sem hafa látist vegna eiturlyfjaneyslu. Meginstefið er að það hefur enginn að markmiði að verða fíkill. Krakkar og unglingar feta hins vegar stundum inn á brautir sem þeir losna ekki út af. Sama hvað þeir reyna og vilja, í sumum tilvikum virðist það ekki vera hægt. Það er í sjálfu sér tilviljum hver það er sem lendir í þeirri stöðu að sitja og tala minningarorð um börnin sín inn á svona auglýsingar. Það gæti þess vegna verið maður sjálfur eða einhver manni nákominn. Það er nefnilega það átakanlega.
Ég las í dag viðtalið í Vikunni við konuna sem gekk fram fyrir skjöldu og upplýsti um brot biskupsins fyrrverandi gagnvart sér. Kirkjan hefur loksins viðurkennt ábyrgð sína í þessu máli og beðið hana og aðrar tvær konur, sem urðu fyrir samskonar brotum af hálfu hans, formlega afsökunar. Það var ekki gert fyrr en einhverjum áratugum eftir að brotin áttu sér stað. Það var hálf óhuggulegt aða lesa um viðbrögð samfélagsins við ásökunum hennar á sínum tíma. Í stuttu máli sagt va rhún flæmd burt af landinu. Hvorki meir eða minna. Þegar einstaklingar í stórum bilum sátu við húsið hennar langtímum saman þá var mælirinn fullur. Það getur enginn gert fjölskyldunni að búa við slíkar aðstæður. Það þarf töluvert hugrekki til að takast á við þessa umræðu en sem betur fer eru þeir einstaklingar til sem búa yfir slíkum kjarki. Annars verður óþverraskapnum sífellt sópað undir teppið.
Samkvæmt langtímaspánni á norskum vef þá verður rjúkandi blíða alveg fram á næstu helgi. Hæglætisveður og léttskýað. Það kemur sér vel á ýmsan hátt.
Kondis birti í dag listann yfir þá norðurlandabúa sem hafa hlaupið 100 km undir 9 klst í ár. Þeir eru samtals 22. Sigurjón er í 14 sæti með sinn árangur frá því í júníbyrjun. Einn hefur hlaupið undir 7 klst sem er svakalegur hraði. Þá er maraþonið hlaupið á um 2.40.
6.41.49 Jonas Buud, SVE 19.06 Torhout (EM/VM)
7.38.09 Per Olav Bøyum, NOR 19.06 Torhout (EM/VM)
7.43.31 Ole Karlsen, DAN 21.03 Stige
7.49.54 Runar Gilberg, NOR 19.06 Torhout (EM/VM)
7.54.12 Asmo Ahola, FIN 19.06 Torhout (EM/VM)
7.58.49 Charley Prødel, DAN 25.04 København
7.59.26 Kari Salomaa, FIN 19.06 Torhout (EM/VM)
8.00.09 Ole Karlsen, DAN 25.04 København
8.00.48 Poul Pedersen, DAN 25.04 København
8.05.51 Kim Hammerich, DAN 21.03 Stige
8.13.18 Jari Tomppo, FIN 07.06 Perniö
8.17.17 Fredrik Elinder, SVE 19.06 Torhout (EM/VM)
8.18.01 Frants Mohr, NOR 21.03 Stige
8.23.45 Sigurjon Sigbjörnsson, ISL 0606 Reykjavik
8.27.03 Charley Prødel, DAN 19.06 Torhout (EM/VM)
8.28.58 Tapio Talvitie, FIN 07.06 Perniö
8.32.58 Lars Nørregaard, DAN 25.04 København
8.38.56 Mikael Heerman, FIN 19.06 Torhout (EM/VM)
8.43.52 Manu Kauppila, FIN 28.06 Adak
8.48.46 Arto Ahola, FIN 19.06 Torhout (EM/VM)
8.53.22 Martin Lundberg, SVE 28.06 Adak
8.54.03 Henrik Wælt Lauridsen,DAN 2504 København
laugardagur, júlí 04, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli