Ég var ekki hrifinn að því að leggja það í þjóðaratkvæði hvort eigi að sækja um aðild að ESB eða ekki. Alþingi á að marka stefnuna í þessu máli. Til þess er það kosið. Næsti verkþáttur er að sækja eins góða samninga og frekast er unnt. Þá verða þeir lagðir undir dóm þjóðarinnar. Niðurstaða fæst. Svoleiðis er unnið að svona málum
Það er hins vegar á mörkunum að það sé boðlegt sem manni er boðið upp á í þeessari umræðu. Því var haldið fram að hjáseta í atkvæðagreiðslu væri mjög skýr afstaða. Það er eins og það sé verið að tala við vitleysinga. Hjáseta er að taka ekki afstöðu varðandi ákveðið viðfangsefni. Slík afstaða gerir það að verkum að maður veit ekki ekki hvort viðkomandi er með eða móti því sem kosið er um. Hjáseta er að leika tvemur skjöldum, geta slegið úr og í. Slikt þykir aldrei stórmannlegt né rishátt. Ég veit ekki annað en að í norskum sveitarstjórnarlögum sé sveitarstjórnarmönnum bannað að sitja hjá. Þeir eru kosnir til að taka afstöðu og skulu bara gera það fyrst þeir eru á annað borð að bjóða sig fram. Síðan er því haldið fram að það sé sérstaklega gott að hafa það fólk í samningaviðræðum við ESB sem er á móti inngöngu Íslands í ESB hvernig sem allt veltist og hvernig sem niðurstaða samningaviðræðna verður. Slíkir einstaklingar munu vitaskuld freista þess að ná samningsniðurstöðu sem verði örugglega felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef Sigrún vildi alveg endilega kaupa hús en ég alls ekki væri ég þá sendur til að leita að húsi og kaupa það. Alveg örugglega ekki því ég myndi leita allra leiða til að láta fyrirhuguð kaup fokkast upp.
Náði í gögnin fyrir Laugaveginn niður í Laugardal í dag. Þetta verður engin hraðferð að þessu sinni heldur er fyrirhugað að fara skemmtiferð. Ég hef ekkert æft fyrir Laugaveginn sem sérstakt verkefni svo það kemur sem koma skal.
fimmtudagur, júlí 16, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli