laugardagur, júlí 25, 2009

Það eru alvarlegar fréttir sem berast af málefnum og stöðu lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum úr hennar röðum er það orðið mjög komið nálægt þeim mörkum að hún ráði við stöðuna. Lögreglan er undirstaða réttarríkisins. Hlurverk hennar er að vernda borgarana. Hún þarf að fá ákveðið aðhald en hún á að njóta sannmælis. Á undanförnum árum hefur umfjöllun ýmissa fjölmiðla verið með ólíkindum. Sérstaklega hefur það verið í sambandi við samskipti hennar við svokallaða aðgerðarsinna. Flest það sem lögreglan hefur gert aðhafst í þeim efnum hefur verið afflutt og brenglað. Afleiðing þessarar afstöðu ýmissa fjölmiðla er til dæmis sú að virðing margra fyrir lögreglunni hefur minnkaqð. Það þykir sjálfsagt nú orðið að ráðast á lögregluna ef hún þarf að skipta sér af ofbeldisfólki og vitleysingum. ekki má heldur gleyma dómskerfinu. Glæpamennirnir sem réðust á lögregluna við störf sín niður í bæ fyrir tveimur árum fengu 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Það er svona svipað og að biðja þá góðfúslega um að berja lögregluna ekki aftur svo vitnum verði við komið. Í öllum löndum með alvöru dómskerfi hefði þessi hópur fengið margra ára fangelsi.

Ég hitti einn kunningja minn niður í bæ í gær sem er að taka myndasyrpuverkefni sem stendur yfir í heilt ár. Syrpan er af stöðumælum og ýmsu sem þeim við kemur, ein mynd á viku. Í gær tók hann mynd af stöðumælaverði við störf sín. Hann fékk leyfi til að mynda stöðumælavörðinn þegar hann var búinn að skýra út verkefnið. Annars var honum óheimilit að mynda hann við störf sín. Hann fékk hins vegar ekki að vita hvað stöðumælavörðurinn hét. Vörðurinn sagði honum að það væri með ólíkindum fyrir hverju þeir yrðu við störf sín. Það er ráðist á þá, reynt að keyra þá niður og veist að þeim á annan hátt með svívirðingum og látum. Siðleysið og ruddahátturinn hjá hluta þjóðarinnar er náttúrulega með ólíkindum og vafasamt að þetta lið hafi nokkurn tíma komist í kynni við það sem almennt kallast mannasiðir. Kellinguna sem ruddist fram hjá keilunum í fyrrakvöld má einnig flokka með þessu liði.

Samkvæmt tölfræðinni þá eru unglingar milli 17 og 18 ára gamlir langlíklegastir til að valda slysum í umferðinni. Þeir eru margir hverjir ekki nógu þroskaðir til að fá leyfi til að aka bíl og afleiðingarnar leyna sér ekki. Í flestum nágrannalöndum okkar hhefur bílprófsaldurinn verið hækkaður í 18 ár vegna þessa. Samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að bílprófsaldur hérlendis hækki í 18 ár. Morgunblaðið tók þetta til umfjöllunar nýlega. Umfjöllunin var í því fólgin að ræða við 17 ára stelpu sem sagði að hún hefði orðið "ógeðslega pirruð" ef hún hefði ekki fengið bílpróf 17 ára gömul. End of story. Umfjöllun lokið af hálfu Moggans.

Helga Margrét stendur sig vel í Serbíu. Hún er efst í sjöþraut eftir 3 greinar á EM unglinga 19 ára og yngri. Það varður gaman að sjá hver staða hennar verður eftir 3 - 4 ár ef allt fer eins og stefnt er að.

Það var fín frásögnin af kaffihúsinu í Kirkjuhvammi í Fréttablaðinu í morgun. Þetta litla kaffihús á Rauðasandinum er vel sótt enda þótt það sé ekki alveg í alfaraleið. Það fer vel að þar skuli ferðafólki vera selt kaffi því margan kaffisopann bar Jóna heitin þar fram á meðan hennar naut við. Hún og Íbbi bróðir hennar sem bjuggu allt sitt líf í Kirkjuhvammi voru systkyni langömmu. Oft var komið við í Kirkjuhvammi þegar farið var eftir sandinum. Aldrei var barið að dyrum heldur var gengið beint inn ef enginn var úti við. Gestum var ætíð vel tekið því þau systkin voru skrafhreifin og fróð. Það vildi til happs að við seldum Kjartani Gunnarssyni Kirkjuhvamm hér um árið. Veturinn eftir að kaupin voru gerð þá tók veðrið hálft þakið af húsinu en því hafði lítið verið sinnt um allmörg ár. Ef húsið hefði verið í okkar eigu hefði því verið jafnað við jörðu eftir þetta áfall því við höfðum enga peninga til að gera það upp. Þess í stað hefur það verið endurbyggt af miklum metnaði og kaffihús starfrækt þar af miklum myndarskap yfir hásumarið. Það hefur spurst út smám saman hvað það er sérstakt að drekka kaffi í góðviðri á pallinum við Kirkjuhvammshúsið og hafa síðan glóðvolga flæðina hinum megin veginn þar sem börn og fullorðnir geta buslað að gamni sínu. Það hefur gert sitt að verkum til að ferðafólki hefur fjölgað mikið á þessum slóðum á seinni árum. Eftir því sem maður fer víðar því betur kann maður að meta Rauðasandinn.

Engin ummæli: