Hvað voru þeir eiginlega að hugsa sem hvöttu fólk á útifundinum til að storma upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær og grípa til aðgerða. Vita þeir ekki að slík herhvöt er eins og að sitja á púðurtunnu og vera að kveikja sér í sígarettu. Þegar múgurinn reynir síðan að brjótast inn í lögrelgustöðina þá er ekkert annað en að gera fyrir lögregluna en að ná undirtökum á ástandinu. Í öllum nálægum löndum hefði það verið gert með vatnsbílum, lögreglum ríðandi á hestum, shefferhundum og vopnaðri óeirðalögreglu með skildi og kylfur. Hér þarf að vísu ekki meir en eitt sprey úr piparúðabrúsa til að róa ástandið og mega nærstaddir þakka fyrir að vera á Íslandi við aðstæður eins og þeir voru búnir að skapa. Að gera tilraun til að brjótast inn í meginlögreglustöð landsins er bein árás á réttarríkið. Skiptir þá ekki máli þótt inni fyrir sitji strákur sem hefði átt að boða til afplánunar með formlegum hætti. Þessir s.k. aktivistar halda að þeir megi gera allt sem þeim dettur í hug bara af því þeir skilgreina sig sem einhverja aktivista. Mér finnst að vísu þetta með Bónusfánann ósköp saklaust og í raun dálítið dæmigert fyrir viðhorf margra. Það er allt annað mál en að skemma vinnuvélar fyrir austan. Maður getur síðan ekki annað en spurt sig hvað eru sextán ára krakkar að gera í fararbroddi á svona hópum. Ég held að foreldrar þeirra ættu að hugsa sinn gang og sinna krakka gang áður en þeir fara að skammast út í lögregluna. Maður spyr sig hvort þetta verði svona næstu helgar. Fólk safnast saman á Austurvelli, hlustar á æsingaræður eins og í gær og svo fara krakkarnir og kasta eggjum og klósettpappír í þinghúsið. Hvenær fara þeir að kasta grjóti?
Það kom berlega í ljós í dag hve gott það er að eiga fjölmiðil þegar farið er að gagnrýna eigendur fjölmiðilsins fyrir hvað hann hefur gert við bankann sem hann átti líka. Ég er ekki viss um að það hefði hver sem er fengið pláss á leiðarasíðunin með hálfsdags fyrirvara. Það var svo við hæfi hver skrifaði leiðarann við hliðina þar sem hrópað var á hjálp. Sá sem skrifaði leiðarann gerði hvað hann gat til að koma orkulindum Reykjavíkurborgar í hendur þess sem var hægra megin á síðunni fyrir rúmu ári síðan. Skemmtileg tilviljun. Mér fannst aftur á móti fréttastofa ríkisútvarpsins hönda þetta mál skrítilega. Fréttatíminn byrjaði á því að það var byrjað á því að flytja varnarræðu bankaeigandans en síðan var farið yfir það sem skrifað var í Moggann. Að mínu viti var greinin í Mogganum fréttin en ekki það að bankaeigandinn skyldi vísa öllum ásökunum sem þar komu fram á bug. Maður hefur svo sem heyrt þá ræðu áður. Það er alveg ljóst að þar sem reikningurinn fyrir þessr slaufur allar er kominn á borð almennigns þá verður að gera kröfu til opinberrar rannsóknar á svona verðknaði. Það er vonandi að útgerðarmaðurinn í Bolungarvík komist ekki elngur undan því að tjá sig ef hann væri kominn í formlegar yfirheyrslur.
Nú er mesta hættan á því að það sé verið að selja vildarvinum bankanna bestu bitana úr kerfinu fyrir slikk og skilja skuldirnaréftir á borði Alþingis. Það má minna á 365 þar sem það bitastæða var selt út úr félaginu en draslið skilið eftir. Hagar kaup það besta út BT en skilja búðarræfilinn og skuldirna reftir. Nú síðast er það Trygginarmiðstöðin, helsti bitinn í Stoðum. Af hverju ætli hafi það verið margtuggið í fréttum að tilboðið væri mun hærra en verðmæti fyrirtækisins. Ósköp einfaldlega vegna þess að það er lygi. Hvaða kaupsýslumaður með viti ætli sé svo góðhjartaður að hann kaupi fyrirtæki á miklu hærra verði en virði fyrirtækisins er ef það hangi ekki eitthvað á spítunni? Stjórnvöld myndu róa ástandið mikið ef þau rusluðu öllu liðinu út úr bönkunum sem heldur áfram með svínaríið eins og það gekk til fyrir hrunið og kölluðu til verka erlenda bankamenn til að stýra þeim næstu misserin. Það gengur einfaldlega ekki að hafa gamla klíkugengið áfram þarna inni. Ef ráðamenn þjóðarinnar skilja þetta ekki þá er eitthvað mikið að.
Það er dálítið einkennilegt að bókin um forsetann skuli koma út áður en hann lýkur embættistíð sinni. Það er ekkert óeðlilegt að taka saman á bókarformi yfirlit um það helsta sem gekk á í forsetatíð ÓRG en að gera það áður en tímabilið er búið er skrítið. Ætli bindi nr. 2 sé í burðarliðnum? Það er ekki nema eðlilegt að spekulationir komi upp með að bókinni hafi átt að lansera í kosningabaráttunni ef hann skyldi hafa fengið mótframboð í vor.
Danska serían Sommer er fín eins og danskar seríur eru yfirleitt. Danir slógu með sjónvarpsseríunni Matador fyrir 30 árum eða svo. Hún hafði gríðarlegt áhorf. Mér fannst ég kannast við leikarann í Sommer sem leikur gamla lækninn sem fær Alzheimer. Mikið rétt, þetta var Jesper Langberg sem lék bankdirektör Skjern í Matador. Bankdirektör Skjern var mjög penn piparsveinn sem spilaði meðal annars á selló í tríói með lækninum og kennslukonunni. Ég sat í stjórn dansk íslenska félagsins í kringum 1990 þegar Matador serían var sýnd í annað skipti hérlendis. Formaðurinn átti inni miða hjá Flugleiðum og okkur þótti tilvalið að reyna að fá leikara úr Matador til landsins. Það var úr að við fengum Jesper Langberg alias bankdirektör Skjern. Það var auglýstur fundur í norræna húsinu þar sem nefndur Langberg myndi tala um Matador. Húsið stappfylltist og voru þar mestanpart eldri konur með hatta. Langberg talaði lengi um Matador og gerði það mjög vel. Það var eins og hann væri að koma úr fermingarveislu og væri að segja þeim sem komust ekki í veisluna hvernig hinir og þessir ættingjarnir hefðu það, hvernig þeir litu út og hvað þeir gerðu. Fundurinn var mikil söksess. Það þótti rétt að gera leikaranum eitthvað til gottgörelsis efir fundinn og var ákveðið að bjóða honum út að borða á grillinu á Sögu. Þannig stóð á að það gat enginn farið með honum nema formaðurinn. Segir ekki meir af veislunni fyrr en formaðurinn hringir í mig þremur dögum síðar og er hálf niðurlútur í símann. Kvöldmaturinn sem ætlaður var heldur hóflegur hafði farið eithvað úr böndunum og þeir höfðu drukkið stíft báðir tveir lengi kvölds. Reikningurinn hljóðaði upp á 70% af ársveltu félagsins þegar upp var staðið og ég var gjaldkerinn. Af leikaranum Jesper Langberg mundi formaðurinn það síðast að hann stóð úti á stétt fyrir utan Sögu snemma nætur og hrópaði "Jeg vil ha damer"
Þessi atburður varð til þess að formaður félagsins hætti fyrr en ætlað var og nýir kraftar komu að félaginu. Í auraleysinu var mikið spekúlerað í hvað mætti til bragðs að taka. Niðurstaðan var að halda danska kvikmyndahátíð vorið eftir. Það var ekki síðri söksess heldur og fundurinn í Norræna húsinu og félagið græddi hundruð þúsunda. Það var allt í einu orðið stórríkt á svona félaga vísu. Svona getur upprisan verið í fallinu falin.
Mér hefur fundist þátturinn Gott kvöld á laugardagskvöldum alltaf hafa verið tilgerðarlegur og leiðinlegur. Undantekningin var þátturinn með Eyvöru Pálsdóttur. Það er erfitt að lýsa því en þegar einlægni og útgeislun fara saman þá situr eitthvað eftir. Lag hennar um systur sínar er þannig að þau gerast vart betri. Í gærkvöldi sökk þátturinn aftur til botns í tilgerðarpyttinn. Þegar uppgerðarfliss og innihaldslaust blaður er kjölfestan í svona þætti þá er mál að linni.
Neil er í 8. sæti og búinn að hlaupa/skokka/ganga 140 km. Það eru 280 km eftir eða 2/3 af vegnalengdinni. Alls eru 14 keppendur eftir af tuttugu. Önnur konan hætti í dag. Svíinn Martens er kominn í annað sætið. Þjóðverjinn Heinig er kominn með forystuna. Martens er orðinn ansi slitinn. Það er farið að draga verulega af keppnendum enda ekki furða. Bólgnir fætur, aumar hásinar, hné og öklar í ólagi. Það er allur pakkinn.
sunnudagur, nóvember 23, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli