Guðmundur Ólafsson hagfræðingur var frummælandi á Rótarýfundinum í kvöld. Hann fjallaði um efnahagshrun Íslands og hvernig þetta hafi getað gerst. Andvaraleysi, afneitun, frestunarárátta og fleiri ástæður var hægt að lesa út úr máli hans og á vissum sviðum tóm heimska. Til að mynda má nefna að Seðlabankinn beitti sé reins og hægt var gegn því að Landsvirkjun færi að gera upp í dollurum eins og tekjur fyrirtækisins og skuldir eru. Ef Landsvirkjun hefði ekki tekið þessa ákvörðun og barið hana í gegn væri hún að öllum líkindum langt í að vera gjaldþrota í dag.
Guðmundur sagðist snemma á þessu ári sent þeim ráðherrum í ríkisstjórninni persónulegt bre´f þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af stöðunni og lagði fram ábendingar um aðgerðir. Ekkert var hlustað á hann. Ef brugðist hefði verið við aðsteðjandi vanda hefði mátt afstýra því algera hruni sem við stöndum nú frammi fyrir.
Guðmundur sagðist meta tapið af bankahruninu sem u.þ.b. 10 milljónir á hvern íbúa landsins með svona nákvæmni upp á +/- 2 milljónir. Það gerir 50 milljónir á fimm manna fjölskyldu. Í minnisblaðinu sem birt var í DV í dag og er undirritað af fjármálaráðherra og formanni stjórnar Seðlabankans kemur fram að ríkið þurfi að taka 3400 milljarða króna að láni. Það eru um 11 milljónir króna á hvern einstakling. Þetta er því tekjutap og lántaka upp á sem svarar 100 milljónir fyrir okkur hér í Rauðagerðinu. Ef eignir bankanna nema 50% af kröfunum á standa eftir 75 milljónir í tekjutap og skuldaaukningu. Ég gæti ekkis taðið undir þessu persónulega. Hvað þá með landið í heild sinni.
Ég hef ekki horft á Edduna árum saman. Mér finnst hún tilgerðarleg og uppgerðarleg. Margir horfa á hana og finnst það gaman. Nú skil ég af hverju. Það eru bara íslendingar sem vinna.
mánudagur, nóvember 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli