"Ekki benda á mig" leikurinn er byrjaður. Ráðherra veit ekkert, FME forstjórinn vissi ekki annað en að allt væri í heldur góðu lagi og svona heldur leikurinn áfram. Ef forsætisráðherra hefur rætt við Gordon Brown í apríl um erfiða stöðu Landsbankans í bretlandie r harla skrítið ef bankamálaráðherra hefur ekki vitað af málinu fyrr en í ágúst.
Árið 2005 hættu sex stjórnarmenn FL group af sjö á einu bretti. Nýráðinn forstjóri félagins hætti skömmu síðar. Gengi félagsins hækkaði í kjölfarið. Ótal kjaftasögur grössuðu en ekkert var upplýst og kannski varla gerð grein fyrir því. Það myndi þykja stórmál í hvaða siðuðu samfélagi sem væri að sex stjórnarmenn af sjö (og þar af fyrrverandi borgarfulltrúi og maki fjármálaráðherra) myndu ganga út úr félagi sem skráð væri á verðbréfaþingi. A.m.k. hefðu fjölmiðlar á öðrum Norðurlandanna ekki hafa linnt látum fyrr en þeir hefðu grafið upp hvað hefði í raun og veru gerst. Hér þögðu allir en það var svona pískur í hornum. Í Kastljóssþætti fyrir þremur árum sagði Hannes Smárason að ákveðin saga um ólöglegar peningatilfærslur væri fáránleg. Málinu var lokið. Umræðan búin. Nú þremur árum síðar kemur fram að nefndur Hannes hafi flutt 3 milljarða króna á eigin spýtur úr FL group yfir til Pálma Haraldssonar án allra trygginga svo hann gæti keypt sér flugfélag til að fá tækifæri til að rippoffa FL group almennilega. FL group var á þessum tímum skráð á verðbréfaþingi og því var þessi gjörningur kolólöglegur og að öllum líkindum refsiverð. Þetta sýnir betur en margt annað hve fjölmiðlar á Íslandi hafa verið og eru enn gjörsamlega máttlausir og ónýtir þegar svona hlutir eru á ferðinni. Kastljós sjónvarpsins hefur þó átt ágæta spretti að undanförnu. Það er ekki að ástæðulausu að eignarhhald allra fjölmiðla hefur smám saman færst yfir á sömu hendina, þrátt fyrir að þeir séu reknir með tapi. Það skiptir nefnilega miklu máli að geta haft áhrif á umræðuna. Það eru margir brjálaðir yfir því hvernig fjölmiðlar, sérstaklega Stöð 2, skýrðu frá mótmælafundinu á Austurvelli í gær. Það er verið að leiða umræðuna út í horn og reyna að gera svona mannfund ómarktækan.
Það er harla einkennilegt að fá fréttir af því úr hollensku blaði að Hollendingar séu að sperra ben fyrir umsókn Íslendinga hjá IMF. Af hverju geta íslenskir ráðamenn ekki sagt þjóðinni frá þessu sjálfir? Mér fannst viðtalið við Andra Snæ í silfrinu vera óvenjulega gott í dag. Silfur Egils er aðgengilegt á ruv.is.
sunnudagur, nóvember 09, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli