þriðjudagur, nóvember 04, 2008
Ég á erfitt með að trúa að æðstu embættismenn og margir stjórnmálamenn átti sig á þeirri reiði sem kraumar meðal almennings. Þúsundir manna hafa misst atvinnuna, krónan hefur fallið um yfir 100% á tæpu ári, lánin æða upp, fólk er að taka húsum sínum sem er helsta eign alls almennings, kaupmátturinn hríðfellur o.s.frv. o.s.frv. Þá berast fréttir af því að gullkálfarnir í Kaupþingi hafa verið að fá gríðarlegar fjárhæðir að láni, svo háar að venjulegt fólk á erfit með að ímynda sér þær, og án allrar áhættu. Það er fínt að fá einn miljarð að láni og fjárfesta fyrir hann. Ef fjárfestingin er lukkuð þá irðir viðkomandi einstaklingur ágóðann. Ef ágóðinn lætur ekki sjá sig þá er lánveitandinn skaðann. Þetta eru ekki þau kjör sem allur almenningur á kost á. Nú skiptir mig engu máli hvað menn gera með þá banka sem þeir eiga prívat og persónulega en hér er um að ræða almenningshlutafélag sem skráð er í kauphöllinni. Maður veltir fyrir sér hvort þessir menn og stjórnendur bankans hafi verið orðnir brjálaðir. Síðan halda menn að þeir komist upp með það korteri fyrir að allt snaraðist yfir um að færa skuldir yfir í ehf félög eða fella niður kröfu bankans á viðkomandi vegna þess að það væri svo mikil hætta á að þeir myndu selja hver um annan þveran. Bull. Ég væri alveg til í að færa húsið mitt yfir á ehf. Síðan myndi ég taka launin mín í gegnum annað ehf. Launa ehffið myndi leigja aðstöðu í íbúðarehffinu. Launa ehffið ætti góða bílinn en ég ætti bara einhverja druslu. Það þýddi lægri skatta. Svona væri hægt að fiffa fram og til baka ef maður fengi til þess heimild. Hún bara fengist ekki. Það er alveg ljóst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli