Í norskum, dönskum og sænskum fjölmiðlum er í dag sagt frá viðbjóðslegu morði í Sómalíu sem framið var nýlega í nafni hinnar kvenfjandsamlegu ofstækistrúar sem Islamismi nefnist. Það er í grófum dráttum bókstafstrúarhluti múhameðstrúarinnar sem notar Sharia lögin sem sína helgu bók.
Málsatvik voru þau að þrír menn nauðguðu 13 ára gömlu stúlkubarni. Þegar hún reyndi að kæra verknaðinn til til þess bærra yfirvalda þá var hún tekin og dæmd til dauða fyrir að hafa samneyti við karlmenn utan hjónabands. Dauðarefsingin var framkvæmd þannig að hún var grafin lifandi upp að hálsi á fótboltavelli og síðan réðust 50 karlmenn að henni með grjóti og grýttu hana til dauðs að því þeir héldu. Þegar nærstaddir álitu að refsingin hefði verið fullkomnuð þá var hún grafin upp. Þá kom í ljós að hún var ekki látin. Þá var hún grafin aftur í jörðina upp að hálsi og villidýrin kláruðu verknaðinn. Hermenn þurfti til að halda almenningi frá á meðan dauðadómnum var fullnægt. Ættingi slapp þó inn fyrir varnirnar og reyndi að bjarga stúlkunni. Hann var umsvifalaust skotinn til bana. Ekki er annað vitað en að nauðgararnir þrjír séu frjálsir menn og litlar líkur taldar á að þeir verði sóttir til saka.
Nú sér maður oft að íslenskir blaðamenn rénna yfir blöð nágrannalanda okkar á netinu og þýða fréttir þaðan til að stytta sér sporin. Það er bara svona og allt gott með það. Nú ber hins vegar svo við að ég sé hvergi að þessi frétt hafi þótt áhugaverð hjá hérlendum fréttamönnum. Alla vega er hún hvergi inni á íslenskum vefmiðlum né í helgarblöðunum. Maður sér í blöðum nágrannaríkja okkar að Amnesti International hefur látið málið til sín taka. Samtökin beina orðum sínum og áhrifum að stjórnmálamönnum í þeirri von að þeir geti beitt sér gegn Sómalískum stjórnvöldum í þeirri von að þau grípi inn í svona villimennsku. Ekki orð í íslenskum fjölmiðlum. Skyldi meðvitaða liðið í fjölmiðlaheiminum hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að láta þessa frétt kjurra liggja svo vatnið sé ekki gárað. "Þetta er jú þeirra menning og við eigum ekki að vera að gera athugasemdir við hana. Til þess höfum við engan rétt." Skyldi maður ekki hafa heyrt þetta.
Af innlendum vettvangi er hins vegar helst að frétta að krafa hefur komið fram um að stjórnir ríkisbankanna og efstu stjórnunarstöður þeirra séu skipaðar konum jafnt sem körlum. Gott mál.
laugardagur, nóvember 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli