mánudagur, nóvember 03, 2008

Nú reynir á samfélagið:
1. Tveir af æðstu settu réttargæslumönnum ríkisins eru settir í að stjórna rannsókn sem meðal annars varðar syni þeirra.
2. Einn og sami aðilinn á / eða dóminerar alla fjölmiðla landsins nema Ríkisútvarpið og Skjá 1 sem er á hliðinni.
3. Sami aðili sem dóminerar fjölmiðla landsins sækir mjög hart á að einoka auglýsingamarkaðinn.
4. Sami aðili kaupir þann hluta út úr 365 sem einhver von er í að geti rekið sig. Hitt er skilið eftir fyrir almenning til að borga.
5. Kaupþing strokar út skuldir starfsmanna á síðustu metrunum áður en bankinn krassar sakvæmt kvöldfréttum.
6. Nýr Kaupþing banki strokar út skuldir starfsmanna að sögn til að þeir verði ekki gjaldþrota og geti starfað í bankanum áfram.
7. Fyrrverandi bankastarfsmaður og núverandi bankastjóri er svo heppinn að kaup hans á hlutafé í fyrrverandi banka týnast í kerfinu og koma því ekki til greiðslu.

Er þetta bara byrjunin eða er von í að þetta séu bara hnökrar.

Engin ummæli: