Fór út snemma í morgun og hitti Jóa við brúna. Það var suðvestan hryssingur og él svo við fórum fyrir Kársnes og inn í Kópavog. Þræddum ýmsar nýjar götur í Kópavogi, tókum tröppurnar og síðan heim. Losuðum rúmlega 20 km. Fínn dagur. Gott að fá svona tíma til að fara yfir málin og láta hugann reika út frá öðrum forsendum en gerist dagsdaglega. Langhlauparar hugsa örugglega öðruvísi en gerist og gengur því þeir hafa svo ferska hugsun þegar hreina loftið leikur um lungu og heila.
Það var flottur fundur í miðbænum. maður sá greinilega að fréttastofurnar skömmuðust sín fyrir fréttafölsunina frá síðustu helgi þegar allar fréttir frá fundinum snerust um ólæti í smá hóp. Nú var þess rækilega getið að það hefði verið smá hópur sem kastaði eggjum eftir að stórum útifundi lauk. Stöð 2 hafði eina útsendingu frá honum. Lögreglan var svona í hlutverki góða hirðisins, fulgdist með að allt færi vel fram en hafðist ekki að. menn ættu aðeins að rifja upp allt fréttaruglið frá liðnum árum þegasr hefur verið hamrað á ofbeldishneigð lögreglunnar ef fleiri en tveir menn safnast saman. Lögreglan hérlendis er eins og hverjir aðrir kórdrengir miðað við lögregluna í Evrópu. Menn ættu að skoða athafnir lögreglu við álíka stöðu í Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu, að maður minnist nú ekki á Rússland og Bandaríkin.
Tímarnir úr 6 tíma hlaupinu er kominn á alþjóðalistann. Agga er í 129 sæti og Hólmfríður er í 153 sæti af 346 konum sem hafa hlaupið 6 tíma hlaup á árinu. Ívar er í 256 sæti af 1416 hlaupurum. Ég sé að Eiður er ekki inni á listanum. Skal skoða það betur. Listinn er hægra megin á síðunni.
laugardagur, nóvember 15, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvar eru þessar tröppur í Kópavoginum?
Tröppurnar eru rétt fyrir utan (vestan) HK íþróttahúsið á Digraneshæðinni. Maður getir farið niður brekkuna frá HK húsinu og alveg niður á stíginn sem liggur niðri í dalnum. Svo fer maður frekar stutt í vesturátt og þá eru tröppurnar upp til hægri. Fínar fyrir átaksæfingu.
Skrifa ummæli