Sæll Gunnlaugur Mér þykja pælingar þínar í sambandi við prótein inntöku áhugaverðar og í kjölfar skrifa þinna um Herbalife áhvað ég að lesa á Formúlu 1 dósina. Það sem kom mér virkilega á óvart er hversu mikill sykur er í blöndunni. Í 26 g. skammti (ég veit ekki hvað það eru margar skeiðar) eru 17,5g prótein og 21g sykur eða u.þ.b 7 sykurmolar!!! er það ekki fullmikið af því góða? Ég las utan á mjólkurfernuna því mig grunaði að eitthvað af þessum 21g væri mjólkursykur en sykur er ekki skráður í innihaldslýsingu á mjólkinni. Þetta er bara smá hugleiðing. Bestu kveðjur Guðrún Helga
Sæl Guðrún Helga og takk fyrir áhugann. Nú er ég ekki næringarfræðingur og ætla ekki að gefa mig út fyrir að vera einhver sérfræðingur á þessu sviði. Ég hef hins vegar gert það sem ég hef getað til að afla mér þekkingar og læra af reynslu minnar og annarra. Niðurstaða mín eftir Spartathlon hlaupið og 24 tíma hlaupið í Danmörku er að Herbalife duftið sé fín næring við mikla og langa áreynslu. Hvort það sé besta próteinduftið skal ég alls ekki segja til um, til þess hef ég ekki þekkingu. Líkaminn þarf bæði kolvetni og prótein. Hlutfallið milli þessara tveggja næringarefna þarf að vera í ákveðnum hlutföllum. Hvort sykurinn er of mikill skal ég ekki segja en hitt veit ég að fólk hefur náð ótrúlegum árangri í að grenna sig með skipulagðri notkun á Herbalife næringarefnum. Sykurinn getur einnig verið misgóður. Hvítur sykur er ekki hollur sykur og menn eiga beinlínis að forðast hann. Hann er ekki að finna í Herbalife duftinu. Mjólkursykur og ávaxtasykur er annars eðlis en hvíti sykurinn. Þannig er sykur ekki sama og sykur. Mbk
2 ummæli:
Sæll Gunnlaugur
Mér þykja pælingar þínar í sambandi við prótein inntöku áhugaverðar og í kjölfar skrifa þinna um Herbalife áhvað ég að lesa á Formúlu 1 dósina. Það sem kom mér virkilega á óvart er hversu mikill sykur er í blöndunni. Í 26 g. skammti (ég veit ekki hvað það eru margar skeiðar) eru 17,5g prótein og 21g sykur eða u.þ.b 7 sykurmolar!!! er það ekki fullmikið af því góða? Ég las utan á mjólkurfernuna því mig grunaði að eitthvað af þessum 21g væri mjólkursykur en sykur er ekki skráður í innihaldslýsingu á mjólkinni. Þetta er bara smá hugleiðing. Bestu kveðjur Guðrún Helga
Sæl Guðrún Helga og takk fyrir áhugann. Nú er ég ekki næringarfræðingur og ætla ekki að gefa mig út fyrir að vera einhver sérfræðingur á þessu sviði. Ég hef hins vegar gert það sem ég hef getað til að afla mér þekkingar og læra af reynslu minnar og annarra. Niðurstaða mín eftir Spartathlon hlaupið og 24 tíma hlaupið í Danmörku er að Herbalife duftið sé fín næring við mikla og langa áreynslu. Hvort það sé besta próteinduftið skal ég alls ekki segja til um, til þess hef ég ekki þekkingu. Líkaminn þarf bæði kolvetni og prótein. Hlutfallið milli þessara tveggja næringarefna þarf að vera í ákveðnum hlutföllum. Hvort sykurinn er of mikill skal ég ekki segja en hitt veit ég að fólk hefur náð ótrúlegum árangri í að grenna sig með skipulagðri notkun á Herbalife næringarefnum. Sykurinn getur einnig verið misgóður. Hvítur sykur er ekki hollur sykur og menn eiga beinlínis að forðast hann. Hann er ekki að finna í Herbalife duftinu. Mjólkursykur og ávaxtasykur er annars eðlis en hvíti sykurinn. Þannig er sykur ekki sama og sykur.
Mbk
Gunnlaugur
Skrifa ummæli