Stundum verða málin dálítið flókin. Bankastjóri Nýja Glitnis er æfur yfir að einhver hefur lekið út lánabók gamla Glitnis þar sem bankastjóri Nýja Glitnis vann áður en hann tók við Nýja Glitni. Gamli Glitnir er þrotabú sem fór á hausinn vegna ákvarðana sem teknar voru og vegna ákvarðana sem ekki voru teknar. Líklega hefur bankastjóri Nýja Glitnis staðið að hvorutveggja á meðan hún var einn af yfirstjórnendum Gamla Glitnis. ég fæ hins vega rekki sé hvað bankastjóra Nýja Glitnis kemur þrotabú Gamla Glitnis við. Skilanefnd fer með þrotabú Gamla Glitnis. Þó kemur henni þrotabúið við að einu leyti. Hún er kannske hrædd við að upplýsingar sem gætu reynst henni óþægilegar gætu komið upp á yfirborðið ef faruð er að glugga í lánabækur opinberlega. Því er reynt að berja allan svona leka niður með harðri hendi. Þeim mun meiri ástæða er til að fá allt upp á yfirborðið. Var ekki einhver kona sem seinna kom í mat á Bessastöðum dæmd í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að senda rangar upplýsingar inn á markaðinn. Það er eins og mig minni það. Getur verið að hún heiti Mary Stewart? Gott ef ekki er. Hvað er það annað en að senda rangar upplýsingar inn á markaðinn ef stórir eigendur banka stofna gerfifélög, láta bankana lána þeim hellings pening sem eru notaðir til að kaupa bréf í fyrirtækjum sem eru á fallanda fæti? Það er eins gott að það eru komnir flatskjáir í fangelsið á Akureyri. Viðbrigðin verða þá minni en ella. Það væri vafalaust hræðilegt að þurfa að fara að horfa á túpu á nýjan leik.
Bankakerfið er hrunið. Þjóðin skuldsett upp fyrir haus. Útlitið er þannig að ég vil helst ekki lýsa því. Engu að síður kemur lögmaður fram á síðum Fréttablaðsins og fjallar um hver það sé hættulegt það sé réttarkerfinu ef hrun bankanna sé rannsakað sem sakamál og rætt sé um að kyrrsetja eigur eigenda bankanna. Hverra hagsmuna þjóna svona skrif? Í það minnsta ekki þjóðarinnar.
Í Morgunblaðinu í dag er á baksíðu viðtal við konu frá Eþíópíu sem sagðist fyrst hafa upplifað hvað jafnrétti kynjanna er í raun og veru þegar hún fluttist hingað til lands. Skyldi Jafnréttisstofa, Feministafélagið og aðrir þeir sem hafa hæst um hið mikla ójafnrétti kynjanna hérlendis lesið þetta. Líklega ekki. Alla vega hefur engin yfirlýsing komið frá þeim um efnið.
Í hinum annars ágæta þætti Dagvakt er stór kerlingarbrussa látin nauðga ístöðulitlum karlmanni. Það fannst flestum mjög fyndið. Engin Tsunami reiðinnar reis í bloggheimum. Það varð hins vegar allt vitlaust hér um árið þegar Oddi gaf út dagbók með málsháttum sem feministum fannst niðurlægjandi fyrir konur. Það varð einnig allt vitlaust þegar eitthvað lyftarafyrirtæki auglýsti lyftara með því að birta teiknimynd af lyftara sem lyfti undir pils á konu. Einhverjir sniðugir strákar hafa nú gert myndband í þessu sambandi og dreift því á netinu. Á myndbandinu hefur stór feitur karlskratti í frammi tilburði til að nauðga ungri stelpu. Það er ekki mjög fyndið. Það þykir hinsvegar fyndið þegar hlutverkum er víxlað.
Neil er kominn í mark í Mexícó á 242 klst, 24 mín og 30 sek. Alveg magnað. Maður getur ekki verið annað en stoltur yfir að þekkja svona jaxl. Hann varð í 6. sæti og vann sig upp um 3 sæti á hlaupunum. Hvernig er þetta eiginlega hægt? Það er bara vonandi að hann nái sér vel og bíði ekki skaða af þessu. Hann er það magnaður hlaupari að þar er hans sérsvið. Maraþon, 100 km og alvöru ultra.
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Man vel eftir þessari og eins myndefninu.
Bestu kveðjur til allra Erla
Varstu heima þegar hún var tekin?
G
Alltaf gott að setja upp kynjagleraugun annað slagið. kv. Jóhanna
Skrifa ummæli