Það berast alltat nýjar og nýjar fréttir að því sem var að egrast bak við tjöldin hérlendis á undanförnum´árum. Nú er það rússneska mafían, eða ein þeirra. Í rússlandi eru vafalaust fleiri en ein mafía. Þegar ég bjó í Petropavlovsk forðum daga þá var talað um Moskvu mafíuna, Vladivostok mafíuna og Kóreu mafíuna. Ég veit ekki hverslags mafíur þetta voru, líklega svona braskarar sem voru í innflutningi og vafalaust einhverju fleira. Einn hópurinn hélt til á annarri hæð hótelsins sem við bjuggum á til að byrja með. Þar hékk töluvert gengi sínkt og heilagt. Eina nóttina var skotinn maður á tröppum hótelsins. Við vissum ekki hvort hann drapst eða ekki, það var ekki okkar mál. Stelpurnar í lobbýinu voru að reyna að drýgja tekjurnar eftir vinnu. Þær hringdu stundum í okkur á kvöldin. Hvort þær voru á vegum einhverrar mafíunnar var aldrei á hreinu.
Ég hef áður heyrt rúmor um það að rússneska mafían væri með þvottastöð hérlendis. Það er í sjálfu sér ekkert ólíklegt að það skuli hafa getað gerst. Asni klyfjaður af gulli nær oft ótrúlegum árangri í að komast yfir torfærur.
Það var haldinn aðalfundur frjálsíþróttadeildar Ármanns í kvöld. Kosin var ný stjórn. Við Ómar nágranni minn létum okkur hafa það að setjast í stjórn. Það er það minnsta sem við getum gert að reyna að leggja stelpunum okkar lið með því að vinna við félagið. Formaður er Freyr ólafsson, kraftmikill áhugamaður, sem hefur sett sér það markmið að hefja frjálsíþróttadeild Ármanns til fornrar frægðar.
Segjum sem svo að mér væri illa við einhvern mann sem mér fyndist að hefði leikið mig grátt með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi. Ég vildi hefna mín á einhvern hátt. Af því betra er að gera illt en ekki neitt þá fengi ég kunningja mína í lið með mér og gerði það sem ég gæti til að gera þessum einstaklingi lífið leitt í vinnunni. Ég myndi fyrst reyna að koma í veg fyrir að hann kæmist inn í vinnuna. Ef það tækist ekki þá myndi ég reyna að gera honum ókleyft að vinna með því að halda uppi hávaða utanhúss með lúðrum, flautum og pottaglamri. Hvað ætli viðbrögðin yrðu? Ætli sá sem inni sæti og væri pirraður yfir hávaðanum myndi ekki hringja í lögregluna og biðja um að ég og mínir menn yrðu fjarlægðir. Mjög líklega. Mjög líklegt að lögreglan kæmi og héldi uppi lögum og rétti eins og hún er ráðin til. Ætli útvarp og sjónvarp myndi segja samviskusamlega frá því hvenær ég mætti með pottaglamrið og taka viðtöl við mig dag eftir dag í hverjum fréttatímanum eftir annan? Mjög líklega ekki.
Nú er það ekki svo að ég líti þannig á málin að aðgerðir eða aðgerðaleysi Seðlabankans á undanförnum misserum sé hafið yfir gagnrýni. Alls ekki. Kannski eru afleiðingarnar svo svakalegar að það varðar embættismissi fyrir æðstu menn bankans. Allt um það. Ef svo er þá á það að ganga eftir formlegu ferli hjá hlutaðeigandi stjórnvöldum.
fimmtudagur, febrúar 12, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli