Stjórnmálamenn skapa sér virðingu með því að hafa stíl. Það er ekki alltaf auðvelt ef staðið er í erfiðum málum, en sama er. Það verður að hugsa til lengri tíma hvað þetta varðar. Lélegir fréttamenn hafa gjarna gripið það á lofti og sett í fréttir ef einhver þingmaðurinn notar stóryrði og grófyrði í ræðustól á Alþingi. Gott ef hann kemst ekki í Kastljós eða Ísland í dag fyrir vikið. Þá er freistingin mikil að nota gróft orðaval oftar og oftar ef það er greið leið til að komast í fjölmiðla. Þá verður slíkur orðavaðall marklaus á endanum og kemur sér verst fyrir viðkomandi ef menn kunna sér ekki hóf. Ég vissi ekki hvað ég átti að halda þegar ég sá ljósrit af bréfi forsætisráðherra til seðlabankastjóra í vefmiðlum í dag. Er þetta ný stefna að senda afrit af bréfum forsætisráðherra í fjölmiðla? Verða öll bréf send þessa leið eða bara ákveðið úrval? Forsætisráðherra verður að hafa stíl og halda sig fyrir ofan ódýran popúlisma. Þetta var af ódýrari sortinni. Þó sé verið að glíma við pólitískan andstæðing þá verður að fara eftir ákveðnum edikettum. Þetta minnir mig á kallinn sem sagði: Sáðuð þið hvernig ég tók hann?
Það var athylgisverð frétt í dag um launamál fótboltamanna í efstu deild Um 25% leikmanna var með 3-4 milljónir á mánuði og um 30% með 2-3 milljónir á mánuði. Nær því allir leikmenn fengu greiðslur af einu eða öðru tagi. Ofan á þetta var íbúð á stundum. Nær 20% leikmanna var með frían bíl. Þetta s+ynir betur en nokkuð annað í haða rugl þessi mál hafa verið komin. Að miðlungsleikmenn hér uppi á Íslandi skuli ekki geta spilað fótbolta nema fá borgað fyrir það er náttúrulega bara út í hött. Þetta væri í lagi ef félögin væru rekin með verulegum hagnaði en svo er nú aldeilis ekki. Leikmenn ættu í mesta lagi að fá þá peninga sem koma inn í aðgangseyri. það er sá peningur sem almenningur er tilbúinn að borga til að horfa á þá. Það koma um 100.000 manns á völlinn í efstu deild á ári. Um 80% áhorfenda greiðir aðgangseyri. Miðaverðið var 1.500 kall. Aðgangseyririnn gerir því um 120 milljónir kr. Það eru að jafnaði 10 milljónir á lið. Það er svona eins og tveir til þrír launahæstu leikmennirnir í hverju liði fá borgað. Hvílíkt fjandans rugl. Síðan má ekki gleyma næst efstu deild. Þar er leikmönnum borgað alltof mikið. Það eitt er víst. Í árferði eins og við erum að sigla inn í ætti ekki að greiða leikmönnum í 1. deild krónu í laun umfram aðgangseyrinn. Það er nóg verkefni fyrir félögin að afla fjármuna til að borga þjálfara laun og standa undir öðrum rekstrarkstnaði. Þeir sem ekki vilja sætta sig við þetta geta bara átt sig. Menn eiga ekki að setja félögin á hausinn með því að borga heimtufrekum leikmönnum með miðlungsgetu há laun fyrir að spila lélegan fótbolta. Svo er félagatryggðin ekki til lengur. Alltof margir eru nokkursskonar málaliðar sem flakka á milli liða eftir því hvernig gengur að kreista dropa úr appelsínunni.
Jói og félagar í 2. flokk Víkings í handbolta sigruðu Frammarana í kvöld. Bjarki er á góðri leið með liðið en samt er nokkuð í land.
þriðjudagur, febrúar 03, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli