Næturvaktin/Dagvaktin eru einar best heppnuðustu seríur sem hafa verið gerðar hérlendis. Það er yfirleitt vandasamasta leikverkið að gera gott grín. Persónurnar eru teiknaðar í einföldum línum en mjög sterkum. Það eru oft bestu grínmyndirnar sem eru gerðar á þann hátt. Það er svo merkilegt að þessar persónur sem virtust teknar út úr loftinu hafa mörg þau karaktereinkenni sem eru rík með íslenskri þjóð. Georg Bjarnferðarson er mikill kall inni í sinni litlu sjoppu. Þar ræður hann ríkjum og vill það sé borin skilyrðislaus virðing fyrir sér enda með fimm háskólagráður. Engu að síður fer allt einhvernvegin í hnút þegar utanaðkomandi einstaklingar koma inn í myndina. Þá verður allt að einhverjum endalausum misskilning.
Ólafur Ragnar er holdgerfingur hins dæmigerða íslendings sem vill verða ríkur hraðar en hratt. Hann getur allt að eigin mati en engu að síður fokkast hlutirnir yfirleitt upp. Hann kaupir Crúser á 38 tommum á afborgunum enda þótt hann hafi varla helming mánuðarlegrar afborgunar í mánuðarlaun. Þetta reddast hins vegar allt að hans mati því hann er með mynd af nígerískum prins upp á vasann sem ætlar að redda peningum. Þegar allt um þrýtur er það ferðasána sem á að bjarga málunum. Þeir sem seldu fótanuddtækin í bílförmum hér um árið græddu vel en þeir sem keyptu þau létu lítið fyrir sér fara.
Daníel er ljósið í myrkrinu. Hann gerir glappaskot en engu að síður er hann ákveðin kjölfesta í þessu samfélagi.
Hvað myndum við hafa sagt ef viðlíka fréttir hefðu borist frá Færeyjum á sínum tíma þegar þeir áttu í erfiðleikum eins og hafa borist frá Íslandi síðustu daga og vikur. Þá er ég ekki að taka um efnahagshrunið sem slíkt heldur ýmislegt annað. Godbevares.
Ég fór á fyrsta námskeiðshlutann af þremur í að koma mynd úr vél á vegg. Það er ljósmyndaklúbburinn Fókus sem stendur fyrir námskeiðinu. Það var vel mætt en um 30 manns höfðu skráð sig. Páll Guðjónsson miðlar þekkingu sinni af miklum myndugleik. Næsti hluti í kvöld.
miðvikudagur, febrúar 11, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli