Þing IBR var sett seinnipartinn í dag. Fulltrúi UMFR36 mætti eins og lög gera ráð fyrir. Svona þing eru ekki afskaplega fjörugar samkomur og mest er hlustað. Þó var dálítil umræða um tvær tillögur sem komu fram og fjölluðu um að skipta ætti stórum hluta af sjóðum ÍBR milli aðildarfélaganna. Önnur tillagan vildi láta skipta stærri hluta sjóðanna fyrst og fremst milli stærri félaga bandalagsins. Hin tillagan vildi láta skipti minni hluta sjóðanna milli allra félaganna. UMFR36 hefði fengið tæpan 10.000 kall. Sem betur fer var frávísunartillaga samþykkt og báðum tillögunum vísað frá. ÍBR þarf á peningum að halda og ekki á að mylgra þeim út milli félaganna. Það á að nota afraksturinn af þessum peningum til að styrkja öflugt íþróttafólk svo dæmi sé tekið. Það verður minna um fjármagn til þeirra hluta á næstunni.
Það verða nefndafundir á morgun en svo lýkur þinginu á laugardag. Ég verð ekki viðlátinn þá svo Ásgeir mætir fyrir mig.
Ég fékk símtal í gær þar sem mér var boðin áskrift að Stöð 2. Ég sagði þeim sem hringdi að hann skyldi segja yfirboðurum sínum að á meðan þeir hefðu nýupplýstan dópista við dómaraborðið í Idolinu þá myndi ég aldrei kaupa eitt eða annað af Stöð 2. Idol þýðir fyrirmynd. Stöð 2 verður að athuga hvaða skilaboð þeir eru að senda út í samfélagið. Mér finnst að ef drengurinn hefði átt að halda þessari vinnu þá hefði átt að gera samning upp á það að hann skilaði testi til lögreglunnar næstu tvö árin þar sem fram kæmi að hann væri hættur þessu rugli. Að öðrum kosti hefði hann þurft að leita sér að annari vinnu að mínu mati.
Það á að halda áfram með tónlistarhúsið. Það er sagt að það kosti svona 13 milljarða að ljúka því. Annað eins er komið í það. Sagt er að þetta auki atvinnu og þá sé þetta gott. Nú eru litlir peningar til. því verður að vanda vel í hvað peningarnir eru látnir. Er þetta tónlistarhús í fyrsta sæti um hvað það er sem ríki og borg vantar akkúrat nú? Ég efast um það.
Ég sá einhversstaðar að tónlistarhúsið væri álíka að stærð og kostnaði eins og tónlistarhúsið í Sevilla á Spáni. Í Sevilla og nágrenni búa um 1.4 milljónir manna. Hér búa 300 þúsund. Svo kostar nú eitthvað að reka herlegheitin men det er en anden sag.
fimmtudagur, febrúar 26, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli