Fór út um kl. 8.00 í morgun. Fór hefðbundna leið vestur á Eiðistorg og síðan inn í Laugar. Sneri þar við og fór sömu leið til baka. Alls 34 km. Ágætis veður en fáir á ferli. Rúmar 3 klst í túrnum.
Seinni dagur meistaramótsins var í dag. Maríu gekk vel og bætti sig í báðum greinum sem hún tók þátt í. Hún varð í þriðja/fjórða sæti í 60 m. grind (fullorðinsgrind) og síðan í fjórða sæti í þrístökki. Þar fór hún í fyrsta sinn yfir 11 metra og vantar tvo cm til að komast í úrvalshóp. Það eru margir efnilegir krakkar og unglingar að koma upp en það er er ekki stór hópur í toppíþróttamanna sem æfir frjálsar íþróttir á þeim aldri þar sem þeir eiga að vera fullþroskaðir íþróttamenn. Reyndar vantaði nokkra vegna meiðsla og fjarveru en sama er. Þokkalegur árangur náðist í nokkrum greinum en töluvert vantaði upp á annarsstaðar að árangurinn væri ásættanlegur. Jón Þ. Ólafsson, gamli hástökkvarinn sem stökk alltaf grúfustökk, fór yfir tvo metra á meir en 200 mótum. Nú vannst hástökkið sem dæmi á 1.91. Aðstæður til að æfa og keppa í frjálsíþróttum hafa aldrei verið betri á landinu og er vonandi að þær skili sér bæði í aukinni breidd og betra afreksfólki. Það segir einnig sína sögu þegar það er verið að slá íslandsmet sem hafa staðið í meir en þrjátíu ár.
Til að ná toppárangri þarf mikinn sjálfsaga og járnvilja til að leggja sig allan fram og helst betur en það. Því fylgir að það þarf að neita sér um ýmsa aðra hluti og láta íþróttirnar hafa forgang. Það er kannski þetta sem færri eru tilbúnir að gera. Þar skilur á milli afreksfólks og hinna sem dingla bara með.
sunnudagur, febrúar 08, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli