sunnudagur, febrúar 22, 2009

Í gær var steig María eitt skref áfram. Hún var í fyrsta sinn valin í hópinn hjá meistaraflokk HK/Víkings á föstudagskvöldið. Það var leikur í Reykjavíkurmótinu uppi í Egilshöll við Aftureldingu/Fjölni. Hún spilaði síðustu tuttugu mínúturnar og stóð sig vel. Hún er það fljót að hlaupa að það á eftir að nýtast henni vel ef hún heldur þessu áfram. Leikurinn endaði með jafntefli. Næsti leikur er uppi á Leiknisvelli í fyrramálið.

Laugardagurinn var dálítið pakkaðir. ég fór út upp úr kl. 6.00 og tók Powerade og öfugan eiðistorgshring. Þannig náði ég tveimur km auka. Hitti Jóa og Stebba í vesturbænum. Ég var kominn inn um 9.30 og hafði náð 32 km. Kl. 10:00 þurfti ég að mæta niður í Vík en þar var ég með smá fyrirlestur fyrir strákana í 2. flokki í handbolta. Ég lagði út frá þeirri reynslu sem ég hef fengið úr ultrahlaupunum. Skýr markmið, mikill agi og gott mataræði var það sem ég lagði út frá sem forsendum fyrir að ná árangri. Fundurinn tókst vel og stóð yfir í rúman klukkutíma. Strákarnir voru áhugasamir og tóku góðan þátt í umræðunni. Líklega tek ég meistaraflokkinn í yfirhalningu á næstunni.
Um kl. 12:00 fórum við María svo niður í frjálsíþróttahöll en þar var haldin bikarkeppni í frjálsum. Ég var að aðstoða í sjoppunni og inni á vellinum og síðan tók ég myndir. María keppti í tveimur greinum og svo í 4 x 400 m. boðhlaupi. Hún var 3ja í 60 m grind og 4ða í þrístökki og við sinn besta árangur í báðum greinum. Spretturinn í 400 m var einnig mjög fínn. Kvennalið Fjölnis/Ármanns varð í 2. sæti þrátt fyrir að Helga Margrét væri meidd og gæti ekki keppt.
Síðan var horft á Man. Udt og Blackburn niður á Kleppsvegi. Man. Udt. vann með frábæru marki Ronaldos.
Ég fór að gera myndirnar klárar um kvöldið eftir að hafa þrifið svolítið og koma þeim inn á vefinn. Fór svo út milli 23:00 og 24:00 og tók 10 km. Veðrið var orðið fínt. Þá var skammtur dagsins klár. Ef maður setur sér markmið þá er ekkert annað í stöðunni en að standa við þau.

Engin ummæli: