Það voru athyglisverðar upplýsingar sem komu fram hjá Haraldi L. á fundinum í Háskólabíó í kvöld. Haraldur hefur verið að skoða skuldir bankanna, fjárhæðir og hvar þær eru staðsettar. Hans ninðurstaða var í meginatriðum tvennskonar. Í fyrsta lagi höfðu bankarnir tekið lán á undangengnum fjórum árum sem svaraði allri lántökum íslendinga síðustu 100 árin þar á undan. Hann spurði eðlilega hvar þessir peningar væru niðurkomnir. Í öðru lagi var niðurstaða hans að bönkunum hefði að uppistöðu til verið stjórnað af fólki sem hafði varla nokkurt einasta vit á hvað það var að gera. Það stemmir nokkuð við það sem formaður félags bankamanna, Friðbert Traustason, sagði í viðtali við Moggann á helginni. Hann sagði að í áhrifastöðum í bönkunum hin síðustu ár varla starfað nokkur maður sem hefði starfsaldur sem væri lengri en til aldamóta. Það mátti finna einstaka undantekningar en þetta var meginreglan. Það er ekki nóg að kunna á Excel til að geta rekið banka. Það dugar lítið að geta hlaupið ef ekkert fylgir vitið með sagði Þórður á Höfða í Dýrafirði. Oflátungsháttur, græðgi og taumlaus þörf til að verða stór var drævið í starfsemi bankanna. Ruglinu voru engin takmörk sett. Land sem hafði einungis verið örfá ár í alþjóðlegri bankastarfsemi ætlaði sér að verða að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Seinni tíma upplýsingar fela í sér að þetta þýðir að öllum líkindum alþjóðlega peningaþvottavél. Framboð Íslands til Öryggisráðsins var grein af þessum sama meiði.
Það er flott að sjá hve Spaugstofan hefur gengið í endurnýjun lífdaga í haust. Hver revían er öðrum betri laugardag eftir laugardag. Það slær enginn þeim við á meðan þeir eru í þessum gír. Þeir hrista fram fínan tuttugumínútna langan þátt vikulega á meðan áramótaskaupið sem er svona helmingi lengra er fleiri mánuði í undirbúningi, og alls ekki betra.
Ég skráði mig í London-Brighton á dögunum. Þetta hlaup er eitt af fjórum klassísku ultrahlaupum í heimi. Það er það elsta og var hlaupið fyrst árið 1835. Leiðinni var breytt dálítið fyrir nokkrum árum, að mestu leyti vegna öryggismála. Það var flutt af hraðbrautinni út á sveitavegi í þeim tilgangi að auka öryggi hlaupara. Það er um 90 km langt en tekur allt að 13 klst. Að þessu loknu er einungis eitt eftir af þeim fjórum klassísku. það er Comerades í Suður Afríku.
Það verður aðalfundur hjá UMFR36 á miðvikudaginn. Hann verður haldinn á sama stað og áður, í Borgartúninu. Nú bætist við nýr liður, kosning fulltrúa á ÍBR. Þetta mjakast áfram.
Jói og félagar spiluðu við HK í kvöld. Þeir unnu góðan sigur eftir jafnan og spennandi leik sem var í járnum alaln tímann.
mánudagur, febrúar 16, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli