Það er dálítið sérstakt að eftir að hafa starfrækt Alþingi rúm 1000 ár og státað sig af vþí að vera elsta lýðræðisríki í heimi að þá liggi ekki óyggjandi fyrir eftir hvaða reglum eigi að fara þegar boðið er fram til þings. Það er náttúrulega ekkert annað en hneisa að kjörstjórnir einstakra kjördæma skuli ekki vera samstiga í afstöðu til sama máls þegar lagt er mat á hvort framboðslistar séu gildir eða ekki. Vitaskuld gat yfirkjörstjórn ekkert gert annað en að meta alla P listana gilda þar sem þeir höfðu verið teknir gildir í sumum kjördæmanna. Það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur upp á.
Í dag voru samþykkt lög á Alþingi sem banna vændi. Hin svokallaða sænska leið hefur verið tekin í lög hérlendis, þriðja landið í heiminum. Svíþjóð var fyrst og Noregur annað í röðinni. Vændi er stundað í töluverðum mæli bæði í Svíþjóð og Noregi en umfang þess er óráðin stærð hérlendis. Mér finnast þessi lög arfavitlaus enda hefur reynslan sýnt að þau hafa engan vanda leyst í Svíþjóð en vanda skyldi kalla. Sexarbetarne í Svíþjóð, eins og það fólk sem stundar vændi kallar sig, segir að staða þess sé jafnvel verri eftir en áður. Götuvændið hefur mikils til horfið af yfirborðinu en í stað þess er það til staðar innan veggja og er markaðssett á netinu. Vændiskonur eru varnarlausari eftir en áður því eftirlit þeirra hver með annarri á götunum er hörfið. Þetta skiptir hins vegar ekki máli því nú geta sænskar yfirstéttarkonur sagt á alþjóðlegum ráðstefnum að í Svíþjóð sé vændi bannað. Húrra, húrra, húrra, "Vi er bäst i värden". Þetta hef ég eftir Petru Södergren, sænskum feminista sem er mjög gagnrýnin á starfsaðferðir sænsku feministasamtakanna. Þó þessi lög séu vitlaus að mínu mati þá voru lögin sem sektuðu fólkið sem seldi sig enn vitlausari.
Mannsal er hins vegar allt annað. Það er náttúrulega ekkert annað en þrælahald og ber að meðhöndla sem slíkt. Að leggja vændi og mansal að jöfnu er ekkert annað en veruleikafirring. Það gleymist hins vegar ansi oft að það eru fleiri strákar en stelpur á framhaldsskóalaldri sem selja sig. Í umræðunni er hins vegar alltaf talað um að það séu einungis konur sem selji sig. Það passar svo vel inn í heildarmyndina.
Það var svolítið dæmigert fyrir umræðuna að fólkið sem hafði fjallað um það í löngu máli í fjölmiðlum að nýtingarrétturinn stæði eignarréttinum ofar bað um að fá að fara inn í húsið við Vatnsstíg til að sækja eigur sínar.
Manni finnst á umræðunni nú í aðdraganda kosninga að þetta sé nú allt að verða í mlagi aftur. Atvinna sé að aukast og jafnvægi að færast yfir. Því miður er það nú ekki þannig. Fyrir dyrum stendur gríðarlegur niðurskurður á opinberum útgjöldum. ef á að koma þjóðarbúinu á þurrt land þá er það óhjákvæmilegt. Það væri í sjálfu sér áhugavert hver yrði niðurstaðan ef almennignur færi í gegnum fjárlögin og legði fram sínar persónulegu tillögur um hvernig eigi að fylla í 50 miljarða gat á fjárlögum fyrir næsta ár og annað eins fyrir árið þar á eftir. Það er viðfangsefnið.
Á fyrsta fjórðungi ársins var atvinnuleysi hérlendis 7.1%. Það er meira en við höfum þekkt um áratuga skeið. Líklega hefur atvinnuleysi ekki verið álíka síðan á árunum fyrir 1970 þegar síldin hrundi. Innan Evrópusambandsins er atvinnuleysi að jafnaði 7.9% fyrstu þrjá mánuði ársins. Það er vissulega mjög misjafnt milli landa og einnig innan einstakra landa. Í Hollandi er það 2,7% en á Spáni er það 15.5%. Svíþjóð er eina norræna landið sem er með meira atvinnuleysi en er hérlendis eða 7.4%. Svona er nú þetta en um þetta er ósköp lítið talað þegar Evrópusambandsaðild er rædd. Hún er engin alsæla en þó líklega illskásti kosturinn.
föstudagur, apríl 17, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli