Hvað er þjóðin? Það er talað um að þjóðin eigi að koma að hinu og þessu. Þjóðin eigi að setja sjálfu sér stjórnarskrá. Þegar þarf að setja þjóðinni reglur þá þarf að viðhafa einhversskonar fulltrúalýðræði. Það komast ekki allir að umræðuborðinu, jafnvel þótt þjóðin sé í heild sinni einungis rúmlega 300.000 manns. Alþingi hefur verið sá vettvangur sem hefur verið notast við í þessu skyni með ýmsum tilbrigðum á annað þúsund ára. Kosið er til Alþingis eftir ákveðnu formi. Alþingi á að setja þjóðinni lög. Stjórnmálaflokkarnir eru sá farvegur sem byggst hefur upp til að vera bakhjarl að kosningum til Alþingis og víða til svetiarstjórna. Þeir eru hins vegar misjafnir eins og öll mannanna verk.
Nú er stjórnlagaþing mál málanna í hugum margra. Þetta var svona "new wafe" hugtak sem einhverjum datt í hug í haust. Stjórnlagaþing á að fara yfir stjórnarskrána. Það heitir að þjóðin eigi að koma að þeirri vinnu. Hvernig kemur þjóðin öðru vísi að því verkki heldur en þeim verkum sem unnin eru á Alþingi. Í báðum tilvikum er um fulltrúalýðræði að ræða. Stjórnlagaþing á að vera svo fersk og nútímaleg lausn á meðan Alþingi er gamaldags og ónýt laus. Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Síðan á stjórnlagaþing að vera svona helmingi fámennara en Alþingi. Það þýðir helmingi minni aðkomu þjóðarinnar að þeim verkum heldur en að þeim verkum sem unnin eru á Alþingi. Hvernig á svo að kjósa á stjórnlagaþing. Á að kjósa random eins og einhevr stakk upp á? eiaga að vera frjáls framboð. Þá munu stjórnmálaflokkarnir fljótt eigna sér króann og hertaka dæmið til að tryggja að sjónarmið hvers og eins hafi nægjanlegt vægi. Það er sem sagt verið að stefna að því að setja upp einhversskonar B Aþingi. Ég ehf ekki skilið út á hvað þetta gengur. Líklega er eina leiðin til að komast að því að bjóða sig fram. verst að enginn myndi vilja kjósa mann því maður tilheyrir engri flokksmaskínu.
Stöð 2 sýndi alllangt viðtal í kvöld við mann sem vill fá pólitískt hæli hérlendis. Honum leist ekki á aðstæður í Grikklandi sem var það land sem hann flúði fyrst til svo hann fékk sér falsað vegabréf og ætlaði að komast til Kanada. Á leiðinni snerist honum hugur og bankaði upp á hér og óskaði eftir hæli. Það var skynsamlegt af honum því það er 100% öruggt að í fyrsta lagi hefðu stjórnvöld í Kanada sent mann með fölsuð skilríki til baka til þess lands sem hann kom frá. Í öðru lagi hefði hann aldrei fengið að tala við dómsmálaráðherra í Kanada. Í þriðja lagi hefðu fjölmiðlar í Kanada ekki skipt sér af honum til eins eða neins. Ég veit ekkert um þennan mann og hann skiptir mig ekki máli sem slíkur. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í hverju landi fari eftir þeim reglum sem gilda í málum sem þessum. Ef á að fara að kokka einhverjar hentistefnureglur í svona málum eftir því hvernig vindar blása hverju sinni þá fyrst fer allt á hvolf. Það hafa stjórnvöld í okkar nágrannalöndum lært fyrir löngu af biturri reynslu.
Það var áhugavert viðtalið við Rakel og Svein í gærkvöldi. Ég skil ekki enn af hverju er ekki farið að áætla hve margir fái vinnu við að byggja nýtt fangelsi.
fimmtudagur, apríl 09, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli