Eftir að hafa horft á samræður stjórnmálaforingjanna í sjónvarpssal þá hefur ýmislegt skýrst en ekki annað. Mér fannst ákveðin lina liggja gegnum salinn. Annars vegar milli þeirra sem vildu leggja megináherslu á aukna atvinnusköpun og hins vegar þar sem rætt var um aukna skattheimtu og niðurskurð. Grundvallaratriði í að ná að sigla þjóðarhag á lygnari sjó er aukin atvinnusköpun. Það er jafnljóst að þjóðarbúið getur ekki búið við hinn gríðarlega fjárlagahalla sem er í núverandi fjárlögum. Hanne rca 155 ma. kr. Það verður að ná honum niður á næstu þremur árum. Það er ekkert spurning um skilyrði frá AGS heldur einfaldlega spurning um blákaldan raunveruleika. Það er ekkert flóknara en ef maður væri sjálfur skuldugur upp fyrir haus vegna bruðls og óráðssíu. maður yrði að skera niður og ná jafnvægi milli tekna og gjalda sem fyrst. Það er talað um krónuna sem ónýtan gjaldmiðil. Auðvitaðe r það per se ekkert voðalega traust undirstaða að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi í frjálsri verðmyndun. en krónan er ekki megin vandamálið. Megin vandamálið er óábyrg fjármálastjórnun. Það hefur verið eytt umfram efni. Þar hefur kröfugerð allskonar þrýstihópa verið óendanleg. Ef menn hafa fundið eitthvað einhversstaðar sem er betra en hér þá er farið að heimta og hamast undir þeim formerkjum að allt fari til andskotans ef þjónustan verði ekki bætt upp í það sem best finnst annarstaðar. Síðan eru fundnir upp fáránlegir hlutir sem allar aðrar þjóðir hafa hafnað eins og sérstakt fæðingarorlof feðra. Í upphafi var það svo geggjað að ríkið átti að borga fólki 80% launa, sama hve há þau voru. Vesalings hálaunaða fólkið var vant að eyða svo miklu að það mátti ekki einu sinni hægja á sér þegar barn kom í heiminn ef það vildi vera eitthvað heima. Þegar maður var að jagast við fólk um þetta þá var maður álitinn afturhaldsseggur, ójafnaðarsinni og gott ef karlrembustimpillinn fylgdi ekki með. Að láta konurnar einar um að vera heima með nýfæddu barni. Þvílík firra. Þetta er bruðl sem verður að afnema hið fyrsta við núverandi kringumstæður. Á 300.000 manna þjóð að reka sjö sjálfstæða háskóla? Á 300.000 manna þjóð að hafa sendiráð út um allar koppagrundir og í ekki neinum smá höllum? Höfum við efni á því að hafa heilbrigðiskerfið óbreytt? Þurfum við endilega að hafa allt sem gert er flottast af því sem þekkist. Ég þekki það að þegar hljómflutningskerfi var tekið í notkun í sal á ákveðnum stað þá var það kynnt með þeim formerkjum að það væri flottasta sinnar gerðar í Evrópu. Annað hvort voru ósannindi á ferðinni eða botnlaust rugl. Þannig mætti áfram telja þegar maður er pirraður á stöðunni og hugsanahættinum.
Evran er sterkur gjaldmiðill vegna þess að innan landa ESB er rekin mjög aðhaldssöm peningamálastefna. Evran er ekkert sterk af því bara.
Þegar minnst er á evruna þá rennur upp fyrir manni að það hefur ekki verið birt skýrsla um hve matarverð innan Evrópusambandslanda sé miklu lægra en hérlendis nú um nokkurt skeið. Líklega ekki síðan gengi krónunnar hrundi. Hvers vegna ætli það sé? Maður hittir ekki svo mann sem fer til Evrópu að þeir krossi sig ekki aftan og framan yfir þvi hve hlutirnir séu dýrir í Evrulöndum. Er það dæmi um hver verður kaupmáttur launa okkar ef við göngum í ESB og tökum upp evruna?
Ég komst að því í gær að það var fyrirtæki sem Ástþór Magnússon á sem flutti bílinn til landsins sem ég keypti í haust. Fyrirtækið er staðsett í Hollandi og er rekið algerlega í gegnum netið. Það hét Islandus.com en er líklega búið að skipta um nafn nú því Ísland er ekki markaðsvænt heiti í Evrópu um þessar mundir. Ég sá auglýsingu í blaði og loggaði mig inn á vefsíðu. Þar setti ég inn lýsingu á bílnum sem ég var að velta fyrir mér. Ég fékk svo tölvupóst um að hann væri fundinn. Þar sem ég hafði áhuga þá var bandarískt skoðunarfyrirtæki látið taka hann út. Ég fékk ástandslýsingu og myndir á netinu. Umsagnir ánægðra kaupenda voru á netinu. Ég sló til og borgaði inn á reikning. Bíllinn kom um tveimur mánuðum seinna til landsins. Allt stóðst eins og stafur á bók. Dollarinn hefur fallið að undanförnu gagnvart evru. Þá skapast svona viðskiptatækifæri. Þeir sem eru með augun opin og fljótir að átta sig stökkva á þau.
Strákarnir voru að hugsa hvað er til ráða. Þeir komu með þá hugmynd að breyta tónlistarhúsinu við höfnina í risavaxið spilavíti. Hótel og spilasalir. Markaðssetja það erlendis. Það er ekki verri hugmynd en hvað annað. Alla vega væri sú niðurstaða í takt við tilurðina.
föstudagur, apríl 24, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli