fimmtudagur, apríl 30, 2009

Það er ekki oft sem ég er sammála feminstafélginu en það gerðist í gær. Reyndar vorum við sammála en út frá gjörólíku sjónarhorni. Femiistafélagið fordæmdi auglýsingu nokkra sem SI birti og átti að höfða til fólks um að forðast fúskara. Í auglýsingunni var birt mynd að heldur suddalegum karli sem veifar sprautu fyrir framan konu sem liggur uppi á borði. Senan á að endurspegla að fóstureyðing væri í undirbúningi við heldur lakar aðstæður. Feminstafélagið fordæmdi að væri yfir höfuð verið að sýna tilburði sem líktust fóstureyðingu. Hvaða læti eru þetta? Ég veit ekki annað en að áratugum saman hafi svokölluð kvenréttindasamtök af öllum mögulegum tegundum barist fyrir þvi að konur hefðu rétt á að láta eyða fóstri ef þeim sýndist svo. Konan á að ráða yfir eigin líkama hét það og heitir það. Formaður læknafélagsins fordæmir að sé ráðist á það aumasta og veikasta. Ég sé ekki að það sé gert? Ólöglegar fóstureyðingar eru ekki stundaðar hérlendis. Hvað er málið?

Mér finnst málið fyrst og fremst vera það að það er niðurlægjandi fyrir karlmenn að þarna skuli vera sýndur sóðalegur karl sem á að tákna fúskarann. Það var svo sem auðvitað. Þarna kemur Simpson heilkennið fram. Karlar hafa orðið skotmörk ákveðinnar hugmyndafræði á undanförnum árum um að til þeirra væri að sækja fyrirmyndir um heimsku, ruddaskap, klúrheit og í þessari auglýsingu fúsk. Ég veit ekki annað en að það hafi ekki síður en karlar verið eldri konur sem voru að fúska með fóstureyðingar hér áður og þær voru bannaðar.

Fóstureyðing er per ce óyndisúrræði að mínu mati sem vonandi er ekki gripið til fyrr en öll sund eru lokuð.

Mér blöskraði málflutningur einhvers afbrotafræðings sem talað var við í útvarpinu í kvöld um hið ruddalega mannrán og líkamsáras í Heiðmörkini í gær. Vegna þess að fórnarlamdið hefði ekki verið beinbrotið eða limlest taldi hún að refsingar yrðu ákaflega vægar ef nokkrar. Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvaða bjáni er þetta sem skreytir sig með einhverjum sérfræðititli. Er það eini mælikvarðinn á skaða sem einn getur valdið öðrum ef um beinbrot er að ræða?. Hvernig ætli stelpunni sme lamin var líði ef hún á að vera með þessum vitleysingum í skóla næsta vetur. Ef það gengur ekki upp á hún að víkja? Á fjölskylda henna rað þurfa að herkjast úr bæjarfélaginu eða telpan úr skólanum til að hún þurfi ekki að horfa upp á svona glæpajunkur upp á hvern dag. Í nágrannalöndum okkar væri svona lið sett beint í unglingafangelsi. Þar á það hema og hvergi annarsstaðar. Síðan eru 17 ára unglingar ekki börn eins og margtuggið var í sjónvarpsfréttum í kvöld. Fólk á þessum aldri á í fyrsta lagi að vera komið með forsendur til að gera mun á réttu og röngu og í annan kant að gera sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Ef ekki, þá tekur það afleiðingunum. Börn eru allt annar kaleikur.

Það var reyndar mjög athyglisvert sem Sveinn Andri Sveinsson lögfrðingur sagði í útvarpinu í dag. Hann sagði að dómafordæmi væru þannig að konur fengju yfirleitt miklu vægari refsingar en karlar fyrir hliðstæð hrottaafbrot. Mér finnst að Jafnréttisráð ætti að láta málið til sín taka.

Ég fékk símtal í dag vegna þess að sá kvittur virðist hafa komist á kreik að það standi til að fella 100 km hlaupið niður vegna slælegrar þátttöku. Það eru fimm skráðir og það er meir en nóg til að halda hlaupið. Það var aldrei við því að búast að við fengjum álíka hóp og í fyrra. Það er alveg spurning hvort eigi að halda það á hverju ári eða annað hvert ár. Það verður bara skoðað að þessu hlaupi afloknu. Í fyrsta 100 mílna hlaupinu sme haldið var á Norðurlöndum árið 2006 voru einunigs 5 þátttakendur. Vitaskuld var það haldið. Við erum að skoða hvort eigi að bæta maraþoni við. Það er ekkert mál. Það eru svo margir í góðu formi að það er aldrei að vita hvert einhevr vili ekki bæta við priki í skrána og kannski bæta tímann sinn í leiðinni. Brautin er fín til þess. Það verður látið vita formlega um það í næstu viku.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha ? Átti þetta að vera fóstureyðing ? Ég er nú svo aldeilis hissa. Ekki datt mér það í hug. Mér fannst þetta bara vera mynd sem höfðaði til ímyndunaraflsins svo að fólk gæti bara botnað þetta eins og því sýndist. Ég var meira að segja að spá í að þetta gætu alveg eins verið fætur á fótsmáum karlmanni og það sem fúskarinn var að gera var allt mögulegt. Hann átti nú einu sinni að vera fúskari. Kannski hef ég bara ekki nógu fjörugt ímyndunarafl en aldrei þessu vant tók ég eftir auglýsingu, sum sé þessari svo hún hlýtur að hafa verið góð.
Bibba

Nafnlaus sagði...

Þetta er spurning um "minniháttar" eða "meiriháttar" líkamsárás, þ.e. 217. eða 218. grein almennra hegningarlaga.

Þumalputtareglan í dómaframkvæmd síðustu 70 árin eða svo hefur verið að horfa til þess hvort að um beinbrot hafi verið að ræða og ef svo er þá dæma eftir 218. grein þar sem refsiramminn er 3 ár max, eða 16 ef árásin er sérstaklega hættuleg vegna þeirrar aðferðar eða tækja sem eru notuð.

Annars er venjan að dæma refsingu skv. 217. grein þar sem refisramminn er 6 mánuðir. Þ.e. "minniháttar".

Held að þessi afbrotafræðingur hafi verið að tala um þetta. En ég held að beinbrot sé ekki það eina sem skilji á milli 217. og 218. greinanna, ég held að menn horfi líka til ásetningsins, alvarleika málsins og sérstaklega til heilsutjónsins sem stafaði af árásinni.

Svo eru það önnur atvik sem verður áreiðanlega ákært fyrir, t.d. mannránið og hugsanlegar hótanir.