Kosninganótt er að baki og innan veggja Alþingis er komið nýtt landslag. Bæði hvað varðar flokkana og þá einstaklinga sem hafa valist til setu á þingi. Tæpur helmingur þingmanna hefur ekki setið á Alþngi fyrr svo staða þess og starfshættir eru töluvert óráðin.
Það sem mér finst athyglisvert er að áreiðanleiki skoðanakannanana er ekki mikill. Þrátt fyrir endalausar kannanir þá voru þær töluvert langt frá þeirri niðurstöðu sem kom síaðn upp úr kössunum. Megin ástæða þess er hva kannanirnar eru hroðvirknislega unnar. Skoðanakannanir sem gefa kannske um 60% svörun eru túlkaðar sem niðurstaða fyrir heildina án fyrirvara. Kosningaþátttaka hérlendis er ætíð mikil. Yfirleitt í kringum 85%. Þegar svörun í skoðanakönnunum er um eða rétt yfir 60% þá eru um 25 prósentustig kjósenda eftir. Maður veit ekkert hvernig þeir munu verja atkvæði sínu. Mjög oft eru þeir óákveðnir og taka ekki ákvörðun fyrr en á kjördegi. Því eru nipðurstöður skoðanakannana yfirleitt stórlega ofmetnar. eins og þær eru unnar þá gefa þær grófar vísbendingar en geta einnig verið skoðanamyndandi. Því er lágmarkskrafa að það sé vandað mjög vel til þeirra og jafnvel settar kröfur um ákveðið lágmarks svarhlutfall, svo dæmi sé nefnt, svo megi birta þær innan ákveðins tíma fyrir kosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn beið verulegt afhroð eins og allt benti til. Þar kom margt til og ætla ég ekki að greina það meir í sjálfu sér. Engu að síður er þessi niðurstaða söguleg tíðindi og bíður forystu flokksins mikil vinna við að byggja upp fyrri stöðu.
Samfylkingin fékk ágæta kosningu miðað við að hafa setið í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Flokkurinn bar því verulega ábyrgð á ákvörðunum stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins. Það er ljóst að staða niðurstaða kosninganna er fyrst og persónulegur sigur forsætisráðherra. Flokkurinn bætti við sig tveimur mönnum en fékk betri kosningu árið 2003.
Vinstri Grænir unnu mikinn sigur en vegna þeirra væntinga sem skoðanakannanair höfðu byggt upp hef ég trú á að sigurinn sé svolítið súrsætur. Formaður flokksins er afgerandi sigurvegari sem fyrsti þingmaður síns heimakjördæmis. Sem stjórnarandstöðuflokkur hafði VG vissulega mjög sterka stöðu í aðdraganda þessara kosninga þar sem hann bar ekki ábyrgð á neinum stjórnvaldsákvörðunum fyrr en síðustu 80 dagana fyrir kosningar.
Framsóknarflokkurinn náði vopnum sínum og er nú aftur með þingmenn í öllum kjördæmum. Það er grunsvalalratriði ef hann á að hafa möguleika til að styrkja sig á nýjan leik. Niðurstaðan er engu aðs íður önnur versta útkoma flokksns í kosnunum frá upphafi. Staða flokksins var orðið slík að niðurstaðan má teljast verulegur sigur fyrir nýkjörinn formann.
Frjálslyndi flokkurinn missti alveg fótana og þurrkaðist út þrátt fyrr að hafa verið í stjórnarandstöðu. Innbyrðisátök og veik forysta virðist hafa gert það að verkum að kjósendur hafi misst alla trú á flokknum sem raunhæfum valkost í kosningunum.
Lýðræðisflokkurinn kom ekki að manni en engu að síður fannst mér ÁM hafa margt til síns máls í gagnrýni sinni á ýmsa hlui í aðdraganda kosninganna. Hvers vegna fá t.d. ný löglega framboðin framboð ekki krónu úr ríkissjóði á meðan þeir flokkar sem fyrir sitja á ALþingi fá hundruðir milljóna til að reka starfsemi sína, þ.m.t. framboð. Þetta er náttúrulega tóm mismunun. Mér finnst einnig að RÚV verði að svara því með öðru en skætingi af hverju það var ekki tenging inn á heimasíðu framboðsins á heimasíðu RÚV. Er búið að ákveða að ÁM sé bara vitleysingur og hann sé því meðhöndlaður á annan hátt en aðrir. Spyr sá sem ekki veit.
Borgarahreyfingin náði flottum árangri og kom fjórum mönnum á þing þrátt fyrir enga fjármuni og lítinn aðdraganda. Það sýnir hvað er hægt að gera.
Það er ljóst að það bíða nýrrar ríkisstjórnar gríðarlega erfið verkefni og hún verður ekki vinsæl. Það er eins gott fyrir þá sem taka sæti í henni að átta sig á að það verður engin elsku mamma að fást við þau mál.
Væntingarnar eru miklar í garð VG og Samfylkjingarinnar þar sem nú hafa vinstri flokkarnir í fyrsta sinn meirihluta á Alþingi. Í því sambandi er rétt að fara í smá söguskoðun. Í þingkosningum árið 1978 unnu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn stórsigur og fengu samtals 28 þingmenn. Fullt af nýjum þingmönnum. Þeir mynduðu síðan ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þetta var ein hörmulegasta ríkisstjórn sem hefur setið svo lengi sem ég man eftir, sem er nokkuð langt. Ósamstiga í flestum málum, tortryggni gagnvart hverjum örðum og innbyrðis átök. Þessi ríkisstjórn sprakk eftir rúmt ár og þá var kosið á nýjan leik. Þá tók við löng stjórnarkreppa og lauk því ekki fyrr en í janúar 1980. Þá tók ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen við. Hún var held ég sú allra versta ever. Verðbólgan var stjórnlaus og sló í 100%. Ríkisstjórnin hékk fram á vor 1983 bara til að hanga. Fimm mjög slæm ár fylgdu í kjölfar þessa mikla kosningasigurs vinstri manna árið 1978. Ég ætla rétt að vona að þeir sem sitja á Alþingi nú beri gæfu til að láta það ekki endurtaka sig aftur. Til þes eru vítin að varast þau.
Það er áhugavert að setja það í samhengi að í aðdraganda kosninga árið 1978 uppgötvaði Alþýðuflokkurinn fyrirbærið "galopin prófkjör" og markaðssetti það sem hámark lýðræðisins. Allar götur síðan hafa menn verið að velja fulltrúa inn á listana meir eða minna með þeirri endemis aðferð. Það er því amen eftir efninu að forsætisráðherra, sem var valin á lista eftir þessari aðferð árið 1978, lýsi því nú yfir að prófkjöraaðferðin heyri voandi sögunni til. Það tók rúm 30 ár fyrir íslendinga að uppgötva það sem stjórnmálamenn í nálægum löndum hafa uppgötvað fyrir löngu. Þar er valið hverjir setjist á þing fyrir flokkana í persónukjöri á kjördag.
sunnudagur, apríl 26, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli