Fór út í morgun um 6.40. Tók Poweradehringinn og síðan vestur á brúna. Þar voru Jói, Kristín og Stebbi. Við fórum fyrir Kársnesið og síðan yfir Garðabæinn og með ströndinni við Sjálandshverfið. Það er mjög skemmtileg leið, ekki síst þegar fer að vora. Svo heldu víð út á Áltanes og enduðum í Bessastaðakirkju. Jói gekk til altaris á meðan við Stebbi fengum okkur vatn á klósettinu, væntanlega vígt. Síðan var haldið sömu leið til baka nema við fórum yfir Kópavogshálsinn. Alls lágu 44 km á ca 3.55 klst.
Enn ein skýrsla karlahataranna var birt í vikunni. Enn ein skýrslan um ofbeldi karla gegn konum. Niðurstaðan var að alls hefðu 42% kvenna orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á lífsleiðinni. Það má vel vera að svo sé. Ég hef ekki hugmynd um það. Á hinn bóginn sá ég ekki að það væri skilgreint í fréttum hvað væri ofbeldi. Má vera að það sé betur gert í skýrslunni. Einn félagi minn sagði að konan sín hefði slegið sig með uppþvottatusku árið 1984. Er það ofbeldi? Alla vega mundi hann eftir því. Það sem mér finnst vera stóri veikleikinn í allri þessari umræðu er að það er einungis minnst á eina hlið á þessu máli öllu. Af hverju er ofbeldi kvenna gegn körlum ekki kannað? Af hverju er ofbeldi kvenna gegn öðrum konum ekki kannað? Af hverju er ofbeldi karla gegn körlum ekki kortlagt? Er ofbeldi fólks gagnvart öðru fólki meira hérlendis en í þeim löndum sem við berum okkur gjarna við? Erum við betri eða verri? Mér finnst full ástæða til að vita eitthvað um það fyrst það er alltaf verið að fjalla um þessi ofbeldismál en ætíð bara frá einu sjónarhorni. Ef umræðan og rannsóknirnar væri færð á þessar nótur væri hægt að byrja vitræna umræðu um málð herlendis. Það er hins vegar svo fjarri því að það sé hægt eins og hún er lögð upp í dag. Ég tel mig vita svarið. Ef að væri farið að kanna allar þessar fjórar hliðar þá myndi óskabarn umræðunnar, ofbeldi karla gegn konum fá minni athygli. Maður þarf ekki að googla lengi til að finna niðurstöður erlendra rannsókna um ofbeldi kvenna gegn körlum. Það er vitakuld oftar andlegt en líkamlegt vegna mismunadi líkamsburða en engu að síður umfangsmikið. Konur sem beittar eru ofbeldi hafa til þess að gera þokkalega góðan feril til að taka á sínum málum. Karlar fara hins vegar ekki í eitthvað opinbert verndarhús til að flýja undan konunni. Það bara gerist ekki. Þeir sem þola ekki lengur við fara t.d. frekar með "Gömlu löng" á afvikinn stað og leysa málið þannig. Í eitt skipti fyrir öll.
Þeir Birgir og Steinn eru að hlaupa maraþon erlendis nú um helgina. Þeir hafa báðir æft gríðarlega vel í vetur og hafa báðir sett sér háleit markmið. Vonandi gengur þeim sem allra best svo sett markmið náist. Þeir hafa byggt upp innistæðu fyrir því. Það er gaman að sjá á hlaupadagbókinni hvað metnaður hefur aukist og fólk er farið að leggja harðar að sér en fyrir tiltölulega fáum árum. Á góðum fundi í Víkinni fyrr í vikunni sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik að hann hefði lært eitt í fyrra á ólympíuleikunum. Maður á aldrei að setja sér raunhæf markmið. Maður á að setja markmið sem eru svo háleit að þau virðast óraunhæf. Takmörkin þess mögulega eru nefnilega svo langt undan. Ef menn hafa vilja, aga og geta skapað sér tíma þá er margt hægt.
laugardagur, apríl 04, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli