þriðjudagur, apríl 07, 2009

Það eru farnar að koma skráningar inn á 100 km hlaupið sem haldið verður fyrstu helgi í júní. Það er fínt, vonandi verður hægt að halda úti árlegu 100 km hlaupi. Það væri flott. Mikið af fólki er tilbúið í slaginn, það hefur bara ekki áttað sig á því ennþá.

Það verður að taka á þessu bjánaliði af fullri alvöru sem er farið að leita upp heimili ákveðinna embættismanna og vera þar með ónæði og hávaða undir yfirskyni mótmæla. Þetta er ekkert annað en röskun á heimilisfrið og verður að meðhöndla það sem slíkt. Ef þessir vitleysingar þekkja ekki takmörk sín þá verður einfaldlega að kenna þeim hvar þau eru, með illu ef það tekst ekki með góðu. "Við vorum ekkert að gera, við löbbuðum bara í kringum húsið" sagði einn delinn því alltaf eru tekin viðtöl við þetta lið, sama hvað gert er.

Það er þekkt aðferðafræði hjá öfgahópum erlendis að hóta fjölskyldum lögreglumanna og dómara á óbeinan hátt þegar þeir vilja hafa áhrif á vinnulag og ákvarðanir. Meðal annars er keyrt á eftir börnum á leið til og frá skóla. Ef gerð er athugasemd við þetta framferði þá er sagt: "Við gerðum ekki neitt". Það er í sjálfu sér rétt en skilaboðin eru þau að þeir viti hvar krakkarnir séu og eru að láta vita af því að þeir geti gert bæði eitt og annað við þau ef niðurstaða dóma eða rannsókna verði þeim ekki að skapi. Fordæmi dómsmálaráðherra að fara að spjalla við þetta lið út um gluggann heima hjá sér er fráleitt. Að maður tali ekki um teboð forsetans fyrir grímuklædda götuóeirðamenn. Slíkt gæti hvergi gerst nema í einhverjum skrípaþjóðfélögum.

Olof Palme sagði lengi vel að einn af kostunum við Svíþjóð væri að þar gætu forystumenn þjóðarinnar gengið óáreittir um götur. Allir vita hvernig líf hans endaði.

Engin ummæli: