sunnudagur, apríl 05, 2009

Það var svolítið merkileg tilviljun að heyra í útvarpinu í morgun frétt um valdbeitingu gagnvart körlum innan veggja heimilisins. Fréttin var reyndar í skötulíki eins og öll umræða um þessa hlið málanna. Fyrirsögnin var að fullyrt var að 3% karla verði fyrir valdbeitingu af hálfu konunnar innan veggja heimilisins. Síðan komu mótsagnirnar. Í fyrsta lagi var sagt að það væru engar rannsóknir til um þetta efni. Í öðru lagi var sagt að karlar segðu ekki frá því ef slíkt gerðist vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir það og í þriðja lagi var sagt að ef slíkt kæmi fyrir þá væri það vegna þess að konan væri að verja sig (þá líklega fyrir fjandans karlinum).

Ég prófaði að googla þetta á sænsku og fyrsta tilvitnunin sem ég fékk var grein í Dagens Nyheter, stærsta og virtasta blaði Svía og fyrirsögnin var á þessa leið: "Kvinnovåld i hemmet tystast ner" eða lauslega snarað: "Valdbeiting kvenna innan veggja heimilisins er þögguð niður"

Hér á eftir er smá kafli úr greininni sem áhugasamir geta spreytt sig á að lesa. Það sést þá að ég er ekki að búa neitt til í þessum efnum.

Under senare år har kvinnomisshandeln uppmärksammats som ett av våra allvarligaste samhällsproblem. Enligt flera undersökningar i USA, Kanada och Storbritannien är det dock vanligt att kvinnor fysiskt eller psykiskt misshandlar män i hemmen.

Resultaten har mötts av hård kritik. Susanne Steimetz, i dag chef för Family Research Center vid Indianauniversitetet, har fått ta emot hot från feminister när hon föreläst om män som misshandlas av kvinnor. Detta trots att hon hjälpt till att starta härbärgen för utsatta kvinnor och forskat om kvinnomisshandel.

I en studie från slutet av 1970-talet publicerad av forskarna Linda Nisonoff och Irving Bitman uppgav 15,5 procent av männen och 11,3 procent av kvinnorna att de blivit slagna av sin partner.

Sociologen Murray Straus, professor och biträdande chef för Family Research Laboratory i New Hampshire, menar att även om kvinnor antas ha mindre möjligheter att åstadkomma fysiska skador är mansmisshandel ett socialt problem.

Redan 1986 konstaterade Straus att kvinnors våld mot män inte väcker något allmänt intresse. Undersökningar som går tvärs emot den gängse bilden uppmärksammas inte, enligt honom. Inga ansträngningar görs heller för att komma till rätta med problemet - helt enkelt därför att mansmisshandel inte definieras som ett problem. Det är helt enkelt inte "politiskt korrekt" att diskutera att kvinnor kan misshandla sin partner, enligt Straus.

Andra internationella studier visar att kvinnor i ett förhållande kan vara lika våldsbenägna som män. Enligt en brittisk granskning om våld i hemmet utförd av George Malcolm, knuten till Queen Mary and Westfield College i London, använde tre av fyra misshandlande kvinnor någon form av tillhygge - medan en av fyra män gjorde det. Detta skulle vara ett tecken på att kvinnorna kompenserar sin ofta mindre kroppsstyrka.

- Dessa internationella studier har inte fått några som helst konsekvenser för forskningen om misshandel i relationer eller för den svenska samhällsdebatten om våld i hemmen, menar Heidi Wasén.

I går intervjuades Daniel på Insidan om hur han blev slagen av sin kvinnliga sambo. Erfarenheterna delas av de sju män som Heidi Wasén och Camilla Palmberg intervjuade. Berättelserna har stora likheter med utsatta kvinnor.

Það sem mér finnst einna áhugaverðast í þessum greinarhluta er það sem haft er eftir Murray Straus en hann segir: "Það hæfir einfaldlega ekki pólitískum rétttrúnaði að ræða þann möguleika að konur geti misþyrmt maka sínum." Ég geri ekki ráð fyrir að íslenskir blaðamenn hafi kjark eða þor til að fjalla um þessa hlið málanna nema í einhverjum fréttum fáránleikans eins og maður heyrði í morgun. Ég efa ekki að það er allt of mikið um að karlar beiti konur harðræði. En ég er jafnsannfærður um að það er alltof mikið um að konur beiti karla valdi á ýmsa vegu. Munurinn er hins vegar sá að það má tala um hið fyrra en hið seinna er tabú og öll umræða um það er barin niður.

Í Afganistan voru nýlega samþykkt lög sem hafa fengið hárin til að rísa á fólki um gjörvallan hinn vestræna heim. Lögin voru um stöðu giftra kvenna gagnvart húsbónda sínum. Í fyrsta lagi verður gift kona að veita bónda sínum skilyrðislausan aðgang að líkama sínum hvenær sem honum þóknast. Í öðru lagi má hún ekki yfirgefa heimilið nema í fylgd með með bónda sínum. Í þriðja lagi má hún ekki sækja skóla. Obama Bandaríkjaforseti tók þetta meðal annars fyrir í ræðu á fundi forsvarsmanna NATO ríkjanna. Nú skyldi maður halda að íslenskir femiinistar hefðu látið í sér heyra og andæft þessari lagasetningu opinberlega. Þó ekki nema til að veita þeim móralskan stuðning og vekja athygli stjórnvalda á þessum ósköpum. Nei, aldeilis ekki. Ég hef hvergi séð hósta eða stunu í þá átt. Líklega eru þær önnum kafnar við að mótmæla slagsíðu í kynjaskiptingu innann stjórnar Seðlabankans.

María fór í morgun í æfingaferð til Spánar með Ármanni. Hún verður í æfingabúðum nálægt Benidorm ásamt krökkum úr Ármanni og Fjölni fram á annan fimmtudag. Þetta er mikið ævintýri að fara í fyrsta sinn í svona ferð.

Man. Udt. átti svakalegan endasprett á móti Aston Villa í dag. Búnir að vera hundlélegir allan leikinn en náðu að klára hann með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Það vantar eina sjö menn úr byrjunarliðunu vegna meiðsla og banna. Þetta sýnir hins vegar hve gríðarlegur kraftur er í liðinu.

Fór Eiðistorgshringinn um hádegið. Fínn túr þrátt fyrir töluverðan mótvind. Það er tilhlökkunarefni að geta farið að hlaupa án þess að vera kappklæddur. Annars hefur veturinn verið fínn. Ég held að ég hafi bara tapað hlaupi í einn dag í vetur vegna veðurs.

Flott hlaup hjá Birgi í París í dag. Níundi besti tími karla frá upphafi og besti tími í nær 10 ár. Það er svolítið umhugsunarvert að það skuli líða svo langur tími á milli að góðir hlauparar nái að skjóta sér upp í toppinn. Maður saknar þess t.d. að grimmdarhlauparar eins og Sveinn Margeirsson skuli ekki hafa lagt rækt við maraþonhlaupin eftir að hann hætti í millivegalengdum. Það var hins vegar ekki dagurinn hans Steins í dag. Synd að hann náði ekki að klára hlaupið eftir að hafa lagt mjög hart að sér undanfarna mánuði. Allir vita hvað býr í Steini svo það er bara spurning um tíma hvenær hann nær að bæta sinn góða tíma verulega.

Engin ummæli: