Forsetinn er kominn vel af stað í Maraþon De Sable. Fyrsti leggurinn var reyndar felldur niður vegna vatnavaxta (af öllum ástæðum) í eyðimörkinni. Hlaupið verður því um 212 km í stað 245 km. Næsti leggur var um 30 km. Kvaran klárai hann í um 190 sæti af rétt um 850. Í dag var síðan annar 30 km leggur en greinilega miklu erfiðari því fyrstu men voru um fjóra tíma að ljúka honum. vegalengdin segir ekki neitt í þessu sambandi. Kvaran var í um 110 sæti í dag af um 650 sem hafa klárað til þessa. Það er greinilegt að það er mikill munur á milli manna í hlaupnu Sumir koma til að ganga meðan aðrir ná ótrúlegri yfirferð með allar þessar byrðar á bakinu. Það eru náttúrulega heimamenns em eru fremstir í flokki. Það verður gaman að fylgjast með þessu áfram og vonandi nær hann að klára. Ég gerir ráð fyrir að leggirnir verði erfiðari og erfiðari eftir því sem á líður. Þá fer að taka í.
Marsmánuður var sá lengsti ever. Vel yfir 630 km enda þótt siðasta helgi færi alveg í vaskinn. Það sem ég er ánægðastur með er að það tók aldrei í og ég var aldrei þreyttur. Þetta mallaði bara í rólegheitum. Alls eru um 1600 km búnir á árinu. Það má bera það saman við að þegar ég var að æfa undir Western States fyrir fjórum árum var ég búinn að hlaupa um 1000 km í marslok og þótti mikið.
Afferan með hælisleitendurna fimm að undanförnu er með hreinum ólíkindum. Það eru milljónir eða tugmilljónir hælisleitendur í heiminum. Þess vegna hafa þau lönd sem fólk leitar eftir að komast inn í á löglegan eða ólöglegan hátt komið sér saman um ákveðnar leikreglur. Ef ekki væru til svona reglur færi allt í kaos. Málið er ekki flóknara.
Ég hef ekki heyrt um að það séu í gildi aðrar reglur hér en í nágrannalöndum okkar. Yfirleitt segja hælisleitendur að þeir verði drepnir ef þeim er vísað til baka. Það er bara föst rulla. Vegna þess að trúverðugleiki þeirra er takmarkaður þá er farið eftir ákveðnu upplýsingasöfnunarferli, mál þeirra metið og síðan kemur niðurstaða. Það er forsenda fyrir því að sé hægt að vinna að þessum málum af fagmennsku. Hérlendis virðast þeir fá alveg sérstaka stöðu sem nefna orðið asyl. Útlendingastofnun er kölluð rasistastofnun þegar niðurstöður hennar eru aktivistum ekki að skapi. Reglur og formfesta skipta engu máli í þeirra augum heldur skal ákvarðanataka byggjast á persónulegu mati ráðherra hverju sinni og borið við mannúðarástæðum.
Að mótmælendur skuli storma heim til dómsmálaráðherra og raska heimilisfriði hans er fáheyrt. Það var svo sem bara byrjunin. Að hælisleitendur skuli síðan fá viðtal við dómsmálaráðherra undir sjónvarpsmyndavélum eru náttúrulega fáheyrt. Hvað vilja menn með slíku? Að dómsmálaráðherra láti allar reglur lönd og leið. Hvað ætli yrði sagt ef dómsmálaráðherra léti allar reglur fara veg allrar veraldrar og segði: „Ég vil þennan ekki inn í landið hvað sem allar reglur segja“. Það er nákvæmlega sama málið ef hann virðir ekki reglur á hinn kantinn, bara með öðrum formerkjum. Ráðerra sem myndi haga sér svo yrði ekki gamall í embætti, það er alveg á hreinu. Síðan fá þessir sömu hælisleitendur að hella málstað sínum yfir landsmenn í gegnum ríkisfjölmiðla. Mér er sama hvað fjölmiðlar í einkaeign gera. Hvað vitum við um nema þeir ljúgi hverju einasta orði? Hvað vitum við nema þarna séu glæpamenn á flótta? Hvað vitum við nema þarna sé hvert orð sannlaikanum samkvæmt? Vitaskuld vitum við ekki neitt. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa formfast regluverk til að ganga úr skugga um hvað er rétt og hverjir eru á ferðinni. Það er alla vega út í hött að segja að menn séu sendir út í opinn dauðann með þvi að vísa þeim til Grikklands.
Mér finst þetta mál allt leiða mjög berlega í ljós hvað vesælt samfélagið er á vissan hátt og principlaust. Fjölmiðlar fjúka fyrir veðri og vindum eins og vindhanar. Hvar í veröldinni myndi maður síðan sjá það að hælisleitendur sem á að fara að vísa úr landi sitji og skeggræði málin við dómsmálaráðherra þjóðarinnar. Jú, í landi þar sem grímuklæddir götuóeirðamenn drekka te með forsetanum og diskútera málin. Hvar annarsstaðar. Vitaskuld spyrst það svo út með eldingarhraða að í þessu skrítna landi norður við heimskautsbaug sé hælisleitendum boðið í viðtal í öllum fjölmiðlum landsins og dómsmálaráðherrann bjóði þeim í kaffi. Drífum okkur þangað og komumst inn á Schengensvæðið í gegnum það. Gott mál fyrir þá allavega.
Jói og félagar hans í Víking komust í kvöld í fjögurra liða úrslitakeppni 2. flokks í handbolta. Þeir eru þar í hóp með FH, Selfossi og Akureyri. Þeir eru þar með bestir í sínum aldursflokki í Reykjavík. Gott hjá þeim þar sem allir í fyrsta hóp nema einn eru á miðári í flokknum. Á næsta ári verða þeir flestir á elsta ári og þá verður að gera kröfur.
miðvikudagur, apríl 01, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli