Jæja, nú kom að því. Síðasta langa hlaupið. Fórút í kvöld um kl. 22.00 hefðbundinn hring vestur á nes og sneri við á bílastæðinu. Þetta gera um 25 km. Fór rólega og naut góða veðursins. Tók myndir á leiðinni og meðal annars af sólsetrinu út við Gróttu. Nú er undirbúningsprógramminu því sem næst lokið. Ég tek stutt á morgun og síðan verður einungis farið á Esjuna af og til farm í miðjan júní. Þar verður varlega farið til að detta ekki á hausinn og fokka öllu upp á síðustu metrunum. Nú er engin pressa lengur á æfingum og einungis afslöppun og hvíld í einar þrjár vikur.
Það má segja að það hafi allt gengið upp sem ætlað var. Ég er búinn að hlaupa yfir 2000 km frá áramótum. Maí gerði rúmlega 500 km og verður lengsti mánuður sem ég hef hlaupið nokkru sinni. Átta vikur í vetur voru yfir 100 km og tvær náðu um 150 km. Alls hljóp ég frá áramótum 28 sinnum milli 20 - 30 km, níu sinnum milli 30 og 40 km, fjórum sinnum milli 40 og 50 km og fimm sinnum yfir 50 km. Ég hef ekki talið Esjuferðirnar en þær eru örugglega orðnar hátt í 20. Það má segja að það hafi allt gengið upp í planinu sem ætlað var eftir því sem sett var upp fyrirfram. Hvort sem það kemur til með að duga verður að koma í ljós. Meiðsli og veikindi voru ekki til vandræða í vetur (sjö - níu - þrettán) og veðrið í apríl og maí var ákjósanlegt miðað við að það þurfti að ná hámarksnýtingu á tímanum.
Ég sá á netinu að nú er snjórinn í Squaw Walley farinn að minnka hröðum skrefum. Um miðjan mars var úrkoman einungis í meðallagi en síðan kyngdi niður snjó. Hann er því laus í sér og bráðnar hratt þegar fer að hlýna. Það eykur bjartsýnina um að hann verði ekki til eins mikilla vandræða eins og leit út fyrir um tíma í vetur.
þriðjudagur, maí 31, 2005
mánudagur, maí 30, 2005
Skokkaði niður í Laugardagslaug á tíunda tímanum í afar góðu veðri, sól, logni og hlýju. Ég kappdúðaði mig og fór meðal annars í Laugavegspeysuna frá því í fyrra. Með því að klæða sig vel á hlýjum dögum nær maður að ræsa kælingar- og frárennsliskerfið sem ekki mun af veita. Það voru allir aðrir léttklæddir á stuttbuxum og hlýrabol í góðviðrinu. Við hlupum saman inn í Elliðaárdal en ég fór síðan Poweratehringinn, tvo hringi í hólmanum og síðan Grensásslaufuna. Svona 25 - 26 km samtals. Maður svitnaði reiðinnar býsn og ég þurfti að fylla á tankinn uppi í Árbæjarlaug.
Dagurinn fór síðan í rólegheit, ég dundaði í garðinum og við lukum við að skila stólum og fleiru sem fengið var að láni í veisluna.
Menntamál eru manni vitanlega dálítið hugleikin þessa dagana. Þegar maður sér þann föngulega hóp sem útskrifaðist úr MR á föstudaginn og myndir af öðrum álíka hópum í blöðunum, þá á maður erfitt með að átta sig á þeim veruleika sem ýmsir stjórnmálamenn básúna í umræðum og blaðagreinum að menntakerfið sé í rúst og það sé vanhæft að sinna þörfum ungmenna landsins. Það er að mínu mati algerlega undir þeim ungmennum sjálfum komið sem eru að útskrifast úr menntaskólum í vor hvernig þau nýta hæfileika sína. Þeim standa allir vegir opnir til framhaldsnáms, strákum jafnt sem stúlkum, námslánakerfið gerir þeim kleyft að læra óháð efnahag aðstandenda og námsframboð er gríðarlegt. Hvar er hið ónýta menntakerfi sem ýmsir eru að fimbulfanba um? Ég kem ekki auga á það en sé fyrir mér afar gott menntakerfi að flestu leyti.
Mín skoðun er að vandamálin séu ekki síður og miklu frekar inni á heimilunum. Ég þekki fjölmörg dæmi þess að foreldrar sem hafa sjálfir dottið út úr skóla hafa innprentað hjá börnunum forakt á skólagöngu. Aðstoð er síðan enga að fá heima fyrir vegna þess að foreldrarnir hafa enga menntun. Það eru þessir krakkar sem eru hin raunverulegu fórnarlömd vegna þess að þau fá aldrei (eða sjaldan) tækifæri til að mennta sig, enda þótt þau séu ekki síður greind en þeir sem fara í langskólanám. Þau ala síðan sín börn upp á álíka hátt hvað viðhorf til skólans varðar, þannig að þarna eru ákveðnir hópar í vítahring sem erfitt er að losna út úr.
Það virðist á stundum vera nóg hjá ýmsum að hrópa eitthvað út í vindinn, þá eru fjölmiðlar komnir og endurkasta öllu á forsíður gagnrýnislaust. Mér sýnist þannig komið fyrir rektornum á Bifröst. Hann sló því fram í skólaslitaræðu að kvennemendur skólans hefðu 50% lægri laun en strákarnir að námi loknu og lýsti sök á hendur atvinnulífinu. Það kom ekki fram að það væri fyrir sömu vinnu, en það væri náttúrulega fyrsta spurningin sem ég myndi spyrja, væri ég blaðamaður. Það liggur ljóst fyrir og hefur alltaf gert að það eru greidd mismunandi laun fyrir mismunandi vinnu. Getur verið að kvennemendur sæki í annarskonar vinnu en strákarnir að námi loknu á Bifröst? Hvers vegna er það? Getur kannski verið að skólinn hafi vanrækt að byggja upp hjá kvennemendum nægjanlegt sjálfstraust til að takast á við samskonar viðfangsefni og skrákarnir að námi loknu? Allt um það, mér finnst þetta útspil rektorsins vekja fleiri spurningar en svör. Svoana fullyrðingar eru ekki fallnar til að vekja upplýsandi umræðu heldur miklu frekar má flokka þetta undir froðusnakk. Getur verið að rektorinn telji nauðsynlegt að tala í slíkum fyrirsögum vegna þess að hann hefur verið orðaður við framboð til alþingis í næstu kosningum. Þá er vitaskuld eins gott að byrja að hrópa strax.
Dagurinn fór síðan í rólegheit, ég dundaði í garðinum og við lukum við að skila stólum og fleiru sem fengið var að láni í veisluna.
Menntamál eru manni vitanlega dálítið hugleikin þessa dagana. Þegar maður sér þann föngulega hóp sem útskrifaðist úr MR á föstudaginn og myndir af öðrum álíka hópum í blöðunum, þá á maður erfitt með að átta sig á þeim veruleika sem ýmsir stjórnmálamenn básúna í umræðum og blaðagreinum að menntakerfið sé í rúst og það sé vanhæft að sinna þörfum ungmenna landsins. Það er að mínu mati algerlega undir þeim ungmennum sjálfum komið sem eru að útskrifast úr menntaskólum í vor hvernig þau nýta hæfileika sína. Þeim standa allir vegir opnir til framhaldsnáms, strákum jafnt sem stúlkum, námslánakerfið gerir þeim kleyft að læra óháð efnahag aðstandenda og námsframboð er gríðarlegt. Hvar er hið ónýta menntakerfi sem ýmsir eru að fimbulfanba um? Ég kem ekki auga á það en sé fyrir mér afar gott menntakerfi að flestu leyti.
Mín skoðun er að vandamálin séu ekki síður og miklu frekar inni á heimilunum. Ég þekki fjölmörg dæmi þess að foreldrar sem hafa sjálfir dottið út úr skóla hafa innprentað hjá börnunum forakt á skólagöngu. Aðstoð er síðan enga að fá heima fyrir vegna þess að foreldrarnir hafa enga menntun. Það eru þessir krakkar sem eru hin raunverulegu fórnarlömd vegna þess að þau fá aldrei (eða sjaldan) tækifæri til að mennta sig, enda þótt þau séu ekki síður greind en þeir sem fara í langskólanám. Þau ala síðan sín börn upp á álíka hátt hvað viðhorf til skólans varðar, þannig að þarna eru ákveðnir hópar í vítahring sem erfitt er að losna út úr.
Það virðist á stundum vera nóg hjá ýmsum að hrópa eitthvað út í vindinn, þá eru fjölmiðlar komnir og endurkasta öllu á forsíður gagnrýnislaust. Mér sýnist þannig komið fyrir rektornum á Bifröst. Hann sló því fram í skólaslitaræðu að kvennemendur skólans hefðu 50% lægri laun en strákarnir að námi loknu og lýsti sök á hendur atvinnulífinu. Það kom ekki fram að það væri fyrir sömu vinnu, en það væri náttúrulega fyrsta spurningin sem ég myndi spyrja, væri ég blaðamaður. Það liggur ljóst fyrir og hefur alltaf gert að það eru greidd mismunandi laun fyrir mismunandi vinnu. Getur verið að kvennemendur sæki í annarskonar vinnu en strákarnir að námi loknu á Bifröst? Hvers vegna er það? Getur kannski verið að skólinn hafi vanrækt að byggja upp hjá kvennemendum nægjanlegt sjálfstraust til að takast á við samskonar viðfangsefni og skrákarnir að námi loknu? Allt um það, mér finnst þetta útspil rektorsins vekja fleiri spurningar en svör. Svoana fullyrðingar eru ekki fallnar til að vekja upplýsandi umræðu heldur miklu frekar má flokka þetta undir froðusnakk. Getur verið að rektorinn telji nauðsynlegt að tala í slíkum fyrirsögum vegna þess að hann hefur verið orðaður við framboð til alþingis í næstu kosningum. Þá er vitaskuld eins gott að byrja að hrópa strax.
sunnudagur, maí 29, 2005
Laugardagurinn var ekki dagur stórátaka. Fyrriparturinn fór í að ganga frá eftir gærdaginn og koma ýmsu fyrir á nýjan leik. Svo var farið á völlinn eftir hádegið þar sem Víkingarnir öttu kappi. Réttir Víkingar unnu stórsigur á Víkingunum frá Ólafsvík. Það er ánægjulegt að sjá að það ehfur tekist að stilla upp góðu liði eftir hina miklu blóðtöku frá síðasta ári. Það eru hins vegar margir leikir eftir og margt getur skeð fram á haustið, en fagna ber hverjum 3 stigum sem eru í höfn.
Fór út í kvöld (laugardag) og hljóp 25 km í góðu vorveðri. Kom inn rétt fyrir miðnættið. Maður getur því miður ekki notið góða veðursins eins og skyldi því nú dúða ég mig eins og ég get til að venja mig við hitann og svitna eins og ég get. Því verður ekkert stuttermabolshlaup fyrr en komið verður fram í júlí.
Fór út í kvöld (laugardag) og hljóp 25 km í góðu vorveðri. Kom inn rétt fyrir miðnættið. Maður getur því miður ekki notið góða veðursins eins og skyldi því nú dúða ég mig eins og ég get til að venja mig við hitann og svitna eins og ég get. Því verður ekkert stuttermabolshlaup fyrr en komið verður fram í júlí.
laugardagur, maí 28, 2005
Í dag, föstudag, var útskriftardagur Sveins. Reyndar luku María og Jói sínum prófum einnig í dag en það féll nokkuð í skuggann fyrir útskrift þess elsta. Morguninn fór í reddingar og akstur milli staða að ná í eitt og annað sem vantaði. Síðan var mætt í Háskólabíó fyrir kl 14.00. Athöfnin stóð í tvo og hálfa klst. og var afar fín. 160 nemendur útskrifuðust. Þeir strákarnir sem hafa haldið sjó saman gengum árin, Höskuldur, Jommi, Sveinn, Kári og Bessi stóðu sig allir mjög vel og luku prófi með fínum einkunnum. Höskuldur setti reyndar met í einkunnagjöf hjá MR með sína 9.9 í aðaleinkunn. Þetta á náttúrulega ekki að vera hægt.
Þrír fulltrúar eldri nemenda fluttu góð og stutt ávörp og af þeim er Oddný Thorsteinsson eftirminnilegust, 85 ára gömul. Hún útskrifaðist vorið 1940, rétt eftir hernámið. Hún sagði meðal annars frá því að þýskukennarinn hafði verið handtekinn eins og aðrir sem höfðu einhver tengsl við Þýskaland. Pálmi Hannesson rektor fékk hann lausan úr fangelsi tímabundið til að getað lokið skólanum en varð að skila honum að prófum loknum.
Veðrið var afar gott og fín stemming í háskólaskeifunni þar sem útskriftarmyndin var tekin. Síðan hélt hver til síns heima þar sem útskriftarveislurnar biðu. Fjölskyldan og vinir hittust hér í Rauðagerðinu og áttu góða stund saman fram eftir kvöldi. Síðan fór nýstúdentinn í fagnað meðal félaganna, glaður með góðan dag. Af skiljanlegum ástæðum var ekkert hlaupið í dag.
Þrír fulltrúar eldri nemenda fluttu góð og stutt ávörp og af þeim er Oddný Thorsteinsson eftirminnilegust, 85 ára gömul. Hún útskrifaðist vorið 1940, rétt eftir hernámið. Hún sagði meðal annars frá því að þýskukennarinn hafði verið handtekinn eins og aðrir sem höfðu einhver tengsl við Þýskaland. Pálmi Hannesson rektor fékk hann lausan úr fangelsi tímabundið til að getað lokið skólanum en varð að skila honum að prófum loknum.
Veðrið var afar gott og fín stemming í háskólaskeifunni þar sem útskriftarmyndin var tekin. Síðan hélt hver til síns heima þar sem útskriftarveislurnar biðu. Fjölskyldan og vinir hittust hér í Rauðagerðinu og áttu góða stund saman fram eftir kvöldi. Síðan fór nýstúdentinn í fagnað meðal félaganna, glaður með góðan dag. Af skiljanlegum ástæðum var ekkert hlaupið í dag.
föstudagur, maí 27, 2005
Fór út um kl. 2300 og hljóp um 27 km. Poweratehringurinn, Hatturinn, út í Nauthólsvík og til baka, út á Grensásveg og aukaslaufur eiga að gera þessa vegalengd. Veðrið var afar gott, bjart og logn en kólnaði undir miðnættið. Það var um 6 stiga hiti þegar ég fór út en hann var kominn niður í 2ja stiga hita þega ég sá síðast á mæli. Nú þarf maður helst að fara að fá hita til að fara að venja sig svolítið við hann. Annars geri ég ráð fyrir að hlaupa aldúðaður eins og á vetrardegi það sem eftir er.
Umræða um meintar mútugreiðslur til lækna voru til umræðu í Kastljósi í kvöld. Kári Stefánsson varðist af hörku og níddi niður lækni sem hafi fjallað um slíkar greiðslur lyfjafyrirtækja til lækna kvöldið áður. Ég ætla ekki að dæma um þetta en þessi umræða rifjaði upp fyrir mér umfjöllun um málara og atvinnusjúkdóm þeirra sem var mikið til umræðu í Danmörku þegar ég bjó þar á sínum tíma. Málarar héldu því fram að leysiefnin úr málningunni ylli heilaskaða sem meðal annars kæmi fram í minnisleysi og lakari einbeitingu hjá málurum. Hópur lækna var fenginn til að rannsaka málið fyrir hönd málningarfyrirtækjanna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alveg hættulaust að vinna við málningarvinnu og málningin væri skaðlaus en ástæða fyrrgreindra erfiðleika hjá málurum væri sú að málarar hefðu að upplagi minni greind en venjulegt fólk.
Keflavík vann KR í kvöld. Það var ánægjulegt.
Umræða um meintar mútugreiðslur til lækna voru til umræðu í Kastljósi í kvöld. Kári Stefánsson varðist af hörku og níddi niður lækni sem hafi fjallað um slíkar greiðslur lyfjafyrirtækja til lækna kvöldið áður. Ég ætla ekki að dæma um þetta en þessi umræða rifjaði upp fyrir mér umfjöllun um málara og atvinnusjúkdóm þeirra sem var mikið til umræðu í Danmörku þegar ég bjó þar á sínum tíma. Málarar héldu því fram að leysiefnin úr málningunni ylli heilaskaða sem meðal annars kæmi fram í minnisleysi og lakari einbeitingu hjá málurum. Hópur lækna var fenginn til að rannsaka málið fyrir hönd málningarfyrirtækjanna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alveg hættulaust að vinna við málningarvinnu og málningin væri skaðlaus en ástæða fyrrgreindra erfiðleika hjá málurum væri sú að málarar hefðu að upplagi minni greind en venjulegt fólk.
Keflavík vann KR í kvöld. Það var ánægjulegt.
fimmtudagur, maí 26, 2005
Hljóp ekkert í gær. Bæði fann ég að það var ágætt að fá smá hvíld en einnig er í ýmsu að snúast svo maður getur ekki ýtt öllu aftur fyrir sig. Svo átti Anna systir afmæli í gær og skroppið var í kvöldkaffi til hennar. Það er ágætt að þurfa ekki að stressa sig á því þótt detti út dagur og dagur.
Fór til Hjördísar hjá Reykjavíkurmaraþon og fékk hjá henni sérmerktan jakka. Það getur verið gott að vera vel merktur vestra ef einhverjir hlauparar eru að leita að exotiskum hlaupaleiðum. Þá er Laugavegurinn góður valkostur. Skrapp einnig til Skúla í Sportís og keypti hjá honum tvenn pör af Asics trailerskóm. Fékk þá á góðu verði. Þetta eru góðir skór sem ég þarf að tilkeyra á Esjunni á næstunni en ég geri ráð fyrir að leggja upp með þrenn pör af skóm í brautinni.
Liverpool vann meistaradeild Evrópu í gærkvöldi á ótrúlegan hátt. Það er náttúrulega á hreinu að fyrst að MIlan gat ekki haldið 3ja marka forskoti þá áttu þeir ekki skilið að fara heim með tiltilinn.
Horfði í gærkvöldi á þátt í sjónvarpinu um Brian Wilson, eina eftirlifandi Beach Boys bróðirinn og hvernig staðið var að uppsetningu á Smile, ófullgreðu plötunni í Londoin á síðasta ári. Biran Wilson er einn af þessum snillingum sem tónlistarsprengja sjötta áratugarins fæddi af sér. Frá honum rann þvílíkur fjöldi hit laga á árunum 1964 - 1967 að fá dæmi munu vera álíka. Þau eru enn í hópi allra bestu rokklaga sem hafa verið samin. Það mátti segja að hann hafi á þessum árum búið í hljóðverinu í mörg ár. Það tók aftur á móti sinn toll. Andlega hliðin lét undan, eiturlyfjaneysla fór vaxandi, kílóunum fjölgaði og endaði með að allt fór í rúst. Á árunum milli 1975 og 1980 lokaði hann sig af, lá í rúminu í a.m.k. 3 ár samfleytt, át hamborgara, reykti sígarettur og annað þaðan af verra og var orðinn um 180 kíló. Það virtist ekkert liggja fyrir honum nema að drepast og vera borinn út með tærnar uppíloft. En einhver neisti var enn til staðar. Hann byrjaði endurhæfingu með lækni sem ég man ekki hvað heitir sem náði að kveikja í honum smá lífslöngum. Eftir langa meðhöndlum var hann orðinn það hress að hann gat komið fram á tónleikum með félögum sínum. Þessi upprisa stóð þó skammt yfir. Hann hrundi niður og ástandið varð verra en nokkru sinni. Það endaði með því að félagar hans ráku hann úr hljómsveitinni. Læknirinn kom þá aftur til skjalanna og við tók margra ára verkefni að koma honum á lappirnar á nýjan leik og fá gangverkið ti að snúast. Það var ekki auðvelt að tjasla saman einstaklingi sem var bæði andlega og líkamlega orðinn að algeru flaki. Það tókst þó á endanum að verulegu leyti, enda þótt ástand fyrri ára hafi sett á hann óafmáanleg spor. Í bók sem ég á kom fram að eitt af lokaviðfangsefnunum sem hann þurfti að leysa í sjálfstyrkingaruppbyggingunni var að ganga yfir lágt fjall eða hæð og leysa einhver verkefni upp á eigin spýtur. Það var þvílíkur sigur fyrir Brian þegar það tókst því hann kunni ekkert og gat ekkert nema unnið í hljóðveri. Allt annað var honum lokaður heimur á þessum árum. Í myndinni kom það fram að það lá mjög þungt á honum að hafa ekki getað klárað Smile, sem átti að vera meistaraverk hliðstætt SGT Peppers plötu Bítlanna. Félagar hans höfnuðu plötunni á sínum tíma og var það upphafið að andlegu hruni Brians. Hann réðst þó í verkið í fyrra eftir 37 ára bið. Andlega var þetta mjög erfitt og þurfti hann meðal annars að fara inn á sjúkrahús á meðan á æfingatímabilin stóð. Hann vantreysti sér og var vafalaust margoft við það að renna af hólmi. Tónleikarnir þegar Smile var frumflutt gleymast hinsvegar vafalaust engum sem á hlýddu, svo stórkostlegir sem þeir voru. Í enda myndarinnar kom fram hjá Brian að nú væri sem hann væri leystur úr álögum, eftir 37 ár. Hann er óumdeilanlega einn af stórmeisturum rokksins sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga.
Ég fór í Laugardalshöllina þegar Beach Boys Band kom hingað í haust. Enda þótt fáir séu orðnir eftir af upprunalega hópnum þá er gamli hljómurinn enn til staðar, fjörið og lögin stórkostlegu. Mér fannst mjög gaman og fimmtán ára gömlum syni mínum einnig. Ég mydi fara á konsert með Brian Wilson ef þess væri nokkur kostur, en hann hefur verið að spila nokkuð eftir að hann losnaði úr álögunum í fyrra.
Fór til Hjördísar hjá Reykjavíkurmaraþon og fékk hjá henni sérmerktan jakka. Það getur verið gott að vera vel merktur vestra ef einhverjir hlauparar eru að leita að exotiskum hlaupaleiðum. Þá er Laugavegurinn góður valkostur. Skrapp einnig til Skúla í Sportís og keypti hjá honum tvenn pör af Asics trailerskóm. Fékk þá á góðu verði. Þetta eru góðir skór sem ég þarf að tilkeyra á Esjunni á næstunni en ég geri ráð fyrir að leggja upp með þrenn pör af skóm í brautinni.
Liverpool vann meistaradeild Evrópu í gærkvöldi á ótrúlegan hátt. Það er náttúrulega á hreinu að fyrst að MIlan gat ekki haldið 3ja marka forskoti þá áttu þeir ekki skilið að fara heim með tiltilinn.
Horfði í gærkvöldi á þátt í sjónvarpinu um Brian Wilson, eina eftirlifandi Beach Boys bróðirinn og hvernig staðið var að uppsetningu á Smile, ófullgreðu plötunni í Londoin á síðasta ári. Biran Wilson er einn af þessum snillingum sem tónlistarsprengja sjötta áratugarins fæddi af sér. Frá honum rann þvílíkur fjöldi hit laga á árunum 1964 - 1967 að fá dæmi munu vera álíka. Þau eru enn í hópi allra bestu rokklaga sem hafa verið samin. Það mátti segja að hann hafi á þessum árum búið í hljóðverinu í mörg ár. Það tók aftur á móti sinn toll. Andlega hliðin lét undan, eiturlyfjaneysla fór vaxandi, kílóunum fjölgaði og endaði með að allt fór í rúst. Á árunum milli 1975 og 1980 lokaði hann sig af, lá í rúminu í a.m.k. 3 ár samfleytt, át hamborgara, reykti sígarettur og annað þaðan af verra og var orðinn um 180 kíló. Það virtist ekkert liggja fyrir honum nema að drepast og vera borinn út með tærnar uppíloft. En einhver neisti var enn til staðar. Hann byrjaði endurhæfingu með lækni sem ég man ekki hvað heitir sem náði að kveikja í honum smá lífslöngum. Eftir langa meðhöndlum var hann orðinn það hress að hann gat komið fram á tónleikum með félögum sínum. Þessi upprisa stóð þó skammt yfir. Hann hrundi niður og ástandið varð verra en nokkru sinni. Það endaði með því að félagar hans ráku hann úr hljómsveitinni. Læknirinn kom þá aftur til skjalanna og við tók margra ára verkefni að koma honum á lappirnar á nýjan leik og fá gangverkið ti að snúast. Það var ekki auðvelt að tjasla saman einstaklingi sem var bæði andlega og líkamlega orðinn að algeru flaki. Það tókst þó á endanum að verulegu leyti, enda þótt ástand fyrri ára hafi sett á hann óafmáanleg spor. Í bók sem ég á kom fram að eitt af lokaviðfangsefnunum sem hann þurfti að leysa í sjálfstyrkingaruppbyggingunni var að ganga yfir lágt fjall eða hæð og leysa einhver verkefni upp á eigin spýtur. Það var þvílíkur sigur fyrir Brian þegar það tókst því hann kunni ekkert og gat ekkert nema unnið í hljóðveri. Allt annað var honum lokaður heimur á þessum árum. Í myndinni kom það fram að það lá mjög þungt á honum að hafa ekki getað klárað Smile, sem átti að vera meistaraverk hliðstætt SGT Peppers plötu Bítlanna. Félagar hans höfnuðu plötunni á sínum tíma og var það upphafið að andlegu hruni Brians. Hann réðst þó í verkið í fyrra eftir 37 ára bið. Andlega var þetta mjög erfitt og þurfti hann meðal annars að fara inn á sjúkrahús á meðan á æfingatímabilin stóð. Hann vantreysti sér og var vafalaust margoft við það að renna af hólmi. Tónleikarnir þegar Smile var frumflutt gleymast hinsvegar vafalaust engum sem á hlýddu, svo stórkostlegir sem þeir voru. Í enda myndarinnar kom fram hjá Brian að nú væri sem hann væri leystur úr álögum, eftir 37 ár. Hann er óumdeilanlega einn af stórmeisturum rokksins sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga.
Ég fór í Laugardalshöllina þegar Beach Boys Band kom hingað í haust. Enda þótt fáir séu orðnir eftir af upprunalega hópnum þá er gamli hljómurinn enn til staðar, fjörið og lögin stórkostlegu. Mér fannst mjög gaman og fimmtán ára gömlum syni mínum einnig. Ég mydi fara á konsert með Brian Wilson ef þess væri nokkur kostur, en hann hefur verið að spila nokkuð eftir að hann losnaði úr álögunum í fyrra.
miðvikudagur, maí 25, 2005
Hvíld í gær. Fann að ég var svolítið þreyttur og líka svefnlítill og lét því kyrrt liggja í gærkvöldi. Dundaði við að fúaverja pallinn. Stúdentsefnið búið í prófum og kláraði allt með miklum sóma það sem vitað er um. Það er alltaf gaman þegar settu marki er náð eftir að hafa lagt vel að sér og uppskorið samkvæmt því.
Nú er eitt stóra málið komið upp, stóra ættleiðingarmálið. Mér finnst umræðan vera svolítið orðin þannig að ef beitt er einhverjum reglum sem settar hafa verið og einhver sættir sig ekki við niðurstöðuna þá er Ragnar Aðalsteinsson mættur, málið komið í sjónvarpið, talað um mannréttindabrot og umræðum skellt á í kastljósi til að reyna að beygja stjórnvöld eða þá sem fara með framkvæmd mála. Það virðist vera sett í gang ákveðin formúla við hvert svona tilvik ef á að fara eftir einhverjum reglum. Mér fannst langt gengið um daginn þegar það var fyrsta frétt sjónvarpsins og því síðan fylgt eftir með kastljósþætti þegar einhverjum útlendingi var vísað úr landi. Fréttamatið virðist vera hálfskrítið af og til.
Mér finnst bara ósköp eðlilegt að það séu sett spurningarmerki við hvort það sé skynsamlegt að nær fimmtugt einhleypt fólk sé að ættleiða ungabörn. Ég sé ekkert vit í því. Þá er ekki verið að gera lítið úr einstaklingnum sem persónu heldur verið að leggja mat á aðstæður. Það er ekki að ástæðulausu að það seru sett aldurstakmörk við 40 ár og 45 ár í nágrannalöndum okkar eins og kom fram í gærkvöldi. Þótt einstaklingur vilji ættleiða barn þá á hann engan rétt á því bara við það eitt að gefa sig fram og óska eftir að ættleiða barn. Það eru milljónir fólks um allan heim sem vilja ættleiða börn og vitaskuld vilja stjórnvöld í því landi sem börnin koma frá að þeim séu búin sem tryggastar aðstæður.
Nú er eitt stóra málið komið upp, stóra ættleiðingarmálið. Mér finnst umræðan vera svolítið orðin þannig að ef beitt er einhverjum reglum sem settar hafa verið og einhver sættir sig ekki við niðurstöðuna þá er Ragnar Aðalsteinsson mættur, málið komið í sjónvarpið, talað um mannréttindabrot og umræðum skellt á í kastljósi til að reyna að beygja stjórnvöld eða þá sem fara með framkvæmd mála. Það virðist vera sett í gang ákveðin formúla við hvert svona tilvik ef á að fara eftir einhverjum reglum. Mér fannst langt gengið um daginn þegar það var fyrsta frétt sjónvarpsins og því síðan fylgt eftir með kastljósþætti þegar einhverjum útlendingi var vísað úr landi. Fréttamatið virðist vera hálfskrítið af og til.
Mér finnst bara ósköp eðlilegt að það séu sett spurningarmerki við hvort það sé skynsamlegt að nær fimmtugt einhleypt fólk sé að ættleiða ungabörn. Ég sé ekkert vit í því. Þá er ekki verið að gera lítið úr einstaklingnum sem persónu heldur verið að leggja mat á aðstæður. Það er ekki að ástæðulausu að það seru sett aldurstakmörk við 40 ár og 45 ár í nágrannalöndum okkar eins og kom fram í gærkvöldi. Þótt einstaklingur vilji ættleiða barn þá á hann engan rétt á því bara við það eitt að gefa sig fram og óska eftir að ættleiða barn. Það eru milljónir fólks um allan heim sem vilja ættleiða börn og vitaskuld vilja stjórnvöld í því landi sem börnin koma frá að þeim séu búin sem tryggastar aðstæður.
þriðjudagur, maí 24, 2005
Esjan í kvöld x 3. Síðasti dagur stórhelgarinnar. Lagði af stað á Esjuna í kvöld rúmlega 20.30 og tók þrjá túra upp að Steini. Tók mynd í hvert sinn uppi við Stein til að sýna að ég hefði ekki svindlað. Fór frekar rólega en hélt þó góðum dampi. Kraftgekk upp og skokkaði niður. Hélt góðum og jöfnum dampi allan tímann og var aðeins nokkrum mínútum lengur í síðasta túrnum en þeim fyrsta, fyrst og fremst vegna þes að ég fór varlega þar sem farið var að skyggja og ég vildi síður fara á hausinn í grjótið í síðustu ferðinni. Var búinn að þessu um hálf eitt.
Þetta er svolítið stór dagur. Nú er álagsæfingaprógramminu lokið og hefur allt gengið eftir sem ætlað var. Ég hafði sett mér fyrir sex mánuðum að taka þessa helgi sem endahnykkinn í æfingaplaninu. Það gekk allt eftir sem ekki er sjálfgefið fyrirfram. Síðustu þrjá daga hef ég hlaupið og kraftgengið í um 12 klst sem gerir um 120 km vegalangd á sléttu (svona sirka). Esjan x 3 og Skálafellið eru nær 3ja km hækkun eða um 10.000 fet.
Það má segja að það hafi allt gengið eftir sem ég setti mér í upphafi. Ég er búinn að fara rúmlega 1900 km frá áramótum og mun klára 2000 km fyrir mánaðamót eins og ég ætlaði mér. Langhlaup hafa verið eftir áætlun. Eina langa hlaupið sem ég hafði hugsað mér að fara en fór ekki var upp í Bláfjöll úr Hafnarfirðinum. Það kom bara annað í staðinn (hlaup upp í Kollafjörð, á Esjuna og til baka). Það er erfitt að segja til um hve miklu þetta hefur skilað, það verður bara að koma í ljós. Ég er þó mjög ánægður yfir t.d. hve létt það vara að fara þrisvar á Esjuna í kvöld, þrátt fyrir löng hlaup í gær og fyrradag. Ég þakka það að hluta til recoverinu frá Torfa sem ég er farinn að setja í mig í vaxandi mæli eftir löng hlaup. Ég fann t.d. ekki fyrir stirðleika í fótunum, hvorki að framan eða að aftan.
Nú verður allt heldur á léttari nótunum næstu viokurnar. Tek kannski nokkra rúnta um næstu helgi en annars verður bara verið á rólegum nótum og síðan farið yfir í algera hvíld. Skrítin tilfinning.
Aðeins að lokum um Eurovision. Sá viðtal við tvo helstu þáttakendurna í Kastljósi í kvöld. Það var svakalegt. Annað hvort er fólkið að skíta á sig úr stressi og er að reyna að breiða yfir það með mannalátum eða það er svona hlandvitlaust og monthanar af æðstu gráðu. Í fyrstu setningu sem stelpan sagði fór hún að skíta út Moldavíu lagið með ömmunni. Hvaða efni hafði hún á því? Moldavar fengu miklu, miklu fleiri atkvæði en hún og ekki bara frá nágrönnum sínum. Þau sýndu bara flottan performans. Að þeirra sögn var allt æðislegt hjá þeim, lagið, söngurinn, fötin, Selma sýndi ekki brjóstin og ég veit ekki hvað. Það voru bara þeir sem greiddu atkvæði sem voru vitlausir. Til að bæta gráu ofan á svart var búið að skrumskæla lagið yfir í einhvern Ali Baba stíl, líklega til að sýna hvað austurevrópsk tónlist væri hallærisleg. Það er ekki oft sem manni finnst í lagi að einhver nái ekki settu marki, en mér finnst það um þetta lið. Ekki svo orð meir um Eurovision þetta árið.
Þetta er svolítið stór dagur. Nú er álagsæfingaprógramminu lokið og hefur allt gengið eftir sem ætlað var. Ég hafði sett mér fyrir sex mánuðum að taka þessa helgi sem endahnykkinn í æfingaplaninu. Það gekk allt eftir sem ekki er sjálfgefið fyrirfram. Síðustu þrjá daga hef ég hlaupið og kraftgengið í um 12 klst sem gerir um 120 km vegalangd á sléttu (svona sirka). Esjan x 3 og Skálafellið eru nær 3ja km hækkun eða um 10.000 fet.
Það má segja að það hafi allt gengið eftir sem ég setti mér í upphafi. Ég er búinn að fara rúmlega 1900 km frá áramótum og mun klára 2000 km fyrir mánaðamót eins og ég ætlaði mér. Langhlaup hafa verið eftir áætlun. Eina langa hlaupið sem ég hafði hugsað mér að fara en fór ekki var upp í Bláfjöll úr Hafnarfirðinum. Það kom bara annað í staðinn (hlaup upp í Kollafjörð, á Esjuna og til baka). Það er erfitt að segja til um hve miklu þetta hefur skilað, það verður bara að koma í ljós. Ég er þó mjög ánægður yfir t.d. hve létt það vara að fara þrisvar á Esjuna í kvöld, þrátt fyrir löng hlaup í gær og fyrradag. Ég þakka það að hluta til recoverinu frá Torfa sem ég er farinn að setja í mig í vaxandi mæli eftir löng hlaup. Ég fann t.d. ekki fyrir stirðleika í fótunum, hvorki að framan eða að aftan.
Nú verður allt heldur á léttari nótunum næstu viokurnar. Tek kannski nokkra rúnta um næstu helgi en annars verður bara verið á rólegum nótum og síðan farið yfir í algera hvíld. Skrítin tilfinning.
Aðeins að lokum um Eurovision. Sá viðtal við tvo helstu þáttakendurna í Kastljósi í kvöld. Það var svakalegt. Annað hvort er fólkið að skíta á sig úr stressi og er að reyna að breiða yfir það með mannalátum eða það er svona hlandvitlaust og monthanar af æðstu gráðu. Í fyrstu setningu sem stelpan sagði fór hún að skíta út Moldavíu lagið með ömmunni. Hvaða efni hafði hún á því? Moldavar fengu miklu, miklu fleiri atkvæði en hún og ekki bara frá nágrönnum sínum. Þau sýndu bara flottan performans. Að þeirra sögn var allt æðislegt hjá þeim, lagið, söngurinn, fötin, Selma sýndi ekki brjóstin og ég veit ekki hvað. Það voru bara þeir sem greiddu atkvæði sem voru vitlausir. Til að bæta gráu ofan á svart var búið að skrumskæla lagið yfir í einhvern Ali Baba stíl, líklega til að sýna hvað austurevrópsk tónlist væri hallærisleg. Það er ekki oft sem manni finnst í lagi að einhver nái ekki settu marki, en mér finnst það um þetta lið. Ekki svo orð meir um Eurovision þetta árið.
sunnudagur, maí 22, 2005
Rútuhlaupið í gær. Töluverð hreyfing á trjátoppunum fyrir utan eldhúsgluggann um morguninn benti til að það væri nokkur gola á leiðinni en sem betur fer yrði hún líklega í bakið. Skokkaðið niður í Laugardal fyrir níu og hitti Magga Sig. glaðbeittann. Hann bjóst við góðum fjölda og það reyndist rétt, um 70 manns tóku þátt í hlaupinu og var farið á tveimum rútum. Vindurinn var yfirleitt sæmilega vel í bakið nem avið rauðavatnið en þá lá han á mólti. Hélt sjó með Bigga, Magga og Val lengst af. Hittum mann við Árbæjarlaugina sem var að koma hlaupandi frá Þingvöllum (Grafningsafleggjaranum). Hann hljóp leiðina með Þórði, Kötu og einum til sem ég veit ekki hver var. Þau voru rétt á undan rútuhlaupsförum og voru ánægð með túrinn. Síðan fréttist af tveimur úr Fjölni sem hlupu Þingvallavatnshringinn. Það var mikið hlaupið þennan daginn. Við komum niður í Laugardal tíu mín. fyrir kl. 13.00 og var ekki undir 20 mín skemmri tími en þegar ég hljóp rútuhlaupið síðast fyrir þremur árum. Skokkaði svo heim svo dagurinn gerði 36 km.
Klukkan rúmlega 16.00 hringdi síminn. Það var Halldór Guðmundsson, nýkominn í mark ín Odense eftir að vera búinn að verka tíu 10 km hringi í bænum. Hann lauk hlaupinu á rúmum 11 klst. Hann var alsæll með að allt hefði gengið vel. Það hefði verið dálítið erfitt eftir 50 km, sagði hann, en versnaði ekkert eftir það. Þetta er frábært, ekki síst eftir að Halldór heltist úr lestinni á síðasta ári við undirbúninginn fyrir del Passatore sökum meiðsla en nú gekk allt eins og í sögu.
Vorhátíð hlaupahópa um kvöldið. Pétrarnir Helgason og Franzson sá um allt af miklum myndarskap.
Niðurstaða fékkst í Eurovision. Grikkirnir voru með ágætt lag sem átti vafalaust skilið að vinna. Samkvæmt frásögn lögreglunnar voru menn fullir og vitlausir út um alla borg í nótt í eurovisionveislum, líklega með sært þjóðarstolt. Menn verða bara að átta sig á því að það var farið af stað með slakt lag sem sungið var af meðalpoppstelpu sem var klædd í afkáraleg föt. Við hverju er að búast með svona samsuðu. Þótt ég ætti að vinna mér það til lífs þá man ég ekki eina línu úr þessu lagi sem búið er þó að hljóma vikum saman í útvarpinu.
Þjóðarrembingurinn er dálítið afkáralegur í þessu sambandi. Verst fannst mér þó að sjá í blöðum að það væri svo sem skiljanlegt að Selma hefði fallið út því "austur evrópskur sveitaskríll hefði ekki haft vit á að meta svona gott lag" Nú er best að stoppa við. Þegar maður kemur til austur Evrópskra borga fellur manni oft allur ketill í eld út af þeim aldagamla menningararfi sem maður sér þar. Byggingarlist, myndlist og tónlist svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir hundrað árum bjuggu íslendingar í moldarkofum, voru ein fátækasta og aumasta þjóð Evrópu og þéttu þökin á húsum sínum með kúaskít. Langspil og rímnasöngur hefur ekki fengið sérstaklega mikið flug í nútímanum sem menningararfur. Síðan hefur margt gerst og íslenskt þjóðfélag þróast með ógnarhraða inn í nútímann. Velmegun er mikil hér og óvíða meiri. Það gefur okkur hins vegar ekki stöðu til að fara fram með hroka og bjálfahætti gagnvart öðrum þjóðum eins og er því miður oft einkennandi fyrir nýríkar þjóðir og einstaklinga.
Fór frekar snemma heim í gærkvöldi því verkefni beið í morgun. Lagði af stað upp úr kl. 8.00 og keyrði upp í Mosfellssveit. Hljóp þaðan sem leið lá austur Mosfellsheiði. Við afleggjarann við Skálafell er minningarkross um Gumma Gísla, þann góða dreng og mikla hlaupara. Ég hafði ekki séð krossinn áður enda ekki farið yfir heiðina á síðasta ári. Á honum hangir hlaupahúfan hans og mynd er af Gumma á krossinum. Maður fær kökk í hálsinn yfir að hugsa um ranglæti forlaganna. Fór síðan sem leið lá upp að möstrum á Skálafelli. Ég hringdi í Halldór af hábungunni. Hann stóð þá við markið í Kaupmannahafnarmaraþoni og var nýbúinn að taka á móti Haraldi Júl sem lauk hlaupinu á ca 3.30. Hann átti von á Pétri og Eyjólfi þá rétt á eftir. Hann lét vel af sér en sagðist þó ekki vera til mikilla verka í að labba niður tröppur.
Ég skokkaði svo til baka. Á austurleiðinni var stífur mótvindur alla leið en nú var vindurinn í bakið svo allt var léttara en uppeftir. Kom niður í Mosfellsbæ eftir fjóra og hálfan tíma. Samkvæmt mælingu Péturs er þetta 22 km hvora leið eða 44 km samtals. Gott að þetta er búið.
Klukkan rúmlega 16.00 hringdi síminn. Það var Halldór Guðmundsson, nýkominn í mark ín Odense eftir að vera búinn að verka tíu 10 km hringi í bænum. Hann lauk hlaupinu á rúmum 11 klst. Hann var alsæll með að allt hefði gengið vel. Það hefði verið dálítið erfitt eftir 50 km, sagði hann, en versnaði ekkert eftir það. Þetta er frábært, ekki síst eftir að Halldór heltist úr lestinni á síðasta ári við undirbúninginn fyrir del Passatore sökum meiðsla en nú gekk allt eins og í sögu.
Vorhátíð hlaupahópa um kvöldið. Pétrarnir Helgason og Franzson sá um allt af miklum myndarskap.
Niðurstaða fékkst í Eurovision. Grikkirnir voru með ágætt lag sem átti vafalaust skilið að vinna. Samkvæmt frásögn lögreglunnar voru menn fullir og vitlausir út um alla borg í nótt í eurovisionveislum, líklega með sært þjóðarstolt. Menn verða bara að átta sig á því að það var farið af stað með slakt lag sem sungið var af meðalpoppstelpu sem var klædd í afkáraleg föt. Við hverju er að búast með svona samsuðu. Þótt ég ætti að vinna mér það til lífs þá man ég ekki eina línu úr þessu lagi sem búið er þó að hljóma vikum saman í útvarpinu.
Þjóðarrembingurinn er dálítið afkáralegur í þessu sambandi. Verst fannst mér þó að sjá í blöðum að það væri svo sem skiljanlegt að Selma hefði fallið út því "austur evrópskur sveitaskríll hefði ekki haft vit á að meta svona gott lag" Nú er best að stoppa við. Þegar maður kemur til austur Evrópskra borga fellur manni oft allur ketill í eld út af þeim aldagamla menningararfi sem maður sér þar. Byggingarlist, myndlist og tónlist svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir hundrað árum bjuggu íslendingar í moldarkofum, voru ein fátækasta og aumasta þjóð Evrópu og þéttu þökin á húsum sínum með kúaskít. Langspil og rímnasöngur hefur ekki fengið sérstaklega mikið flug í nútímanum sem menningararfur. Síðan hefur margt gerst og íslenskt þjóðfélag þróast með ógnarhraða inn í nútímann. Velmegun er mikil hér og óvíða meiri. Það gefur okkur hins vegar ekki stöðu til að fara fram með hroka og bjálfahætti gagnvart öðrum þjóðum eins og er því miður oft einkennandi fyrir nýríkar þjóðir og einstaklinga.
Fór frekar snemma heim í gærkvöldi því verkefni beið í morgun. Lagði af stað upp úr kl. 8.00 og keyrði upp í Mosfellssveit. Hljóp þaðan sem leið lá austur Mosfellsheiði. Við afleggjarann við Skálafell er minningarkross um Gumma Gísla, þann góða dreng og mikla hlaupara. Ég hafði ekki séð krossinn áður enda ekki farið yfir heiðina á síðasta ári. Á honum hangir hlaupahúfan hans og mynd er af Gumma á krossinum. Maður fær kökk í hálsinn yfir að hugsa um ranglæti forlaganna. Fór síðan sem leið lá upp að möstrum á Skálafelli. Ég hringdi í Halldór af hábungunni. Hann stóð þá við markið í Kaupmannahafnarmaraþoni og var nýbúinn að taka á móti Haraldi Júl sem lauk hlaupinu á ca 3.30. Hann átti von á Pétri og Eyjólfi þá rétt á eftir. Hann lét vel af sér en sagðist þó ekki vera til mikilla verka í að labba niður tröppur.
Ég skokkaði svo til baka. Á austurleiðinni var stífur mótvindur alla leið en nú var vindurinn í bakið svo allt var léttara en uppeftir. Kom niður í Mosfellsbæ eftir fjóra og hálfan tíma. Samkvæmt mælingu Péturs er þetta 22 km hvora leið eða 44 km samtals. Gott að þetta er búið.
laugardagur, maí 21, 2005
Ekkert hlaupið í dag. Fór til Torfa í kvöld og birgði mig upp af Recovery og Carbo lode. Reyndi að ná í Skúla í dag en hann var erlendis. Hringi eftir helgi. Nú er mánuður í brottför. Raunveruleikinn er að birtast.
Rútuhlaupið á morgun. Veðrið þokkalegt en líklega heldur kalt. Það er þó gott að það verður þurrt.
Eurovision timburmenn hjá fólki í dag. Alveg rétt sem Helga Möller sagði í Kastljósinu í kvöld. Þegar hún hlustaði á rununa hraðleikna þá hvarf þetta ágæta lag alveg í fjöldann. Menn verða bvara að feisa það að lagið var ekki nógu gott. Grey búningahönuðurinn. Það eru allir sammála um að fötin hafi verið hræðileg. Þau voru það. Dansaraliðið hvarf t.d. alveg í bakgrunninn og Selma var eins úr sögunni um Ali baba (stolið úr Fréttablaðinu).
Smá stirðleiki í hægra hnénu. Reyni að teygja það úr mér. Vonandi verður þetta allt í lagi um miðnætti á mánudag.
Rútuhlaupið á morgun. Veðrið þokkalegt en líklega heldur kalt. Það er þó gott að það verður þurrt.
Eurovision timburmenn hjá fólki í dag. Alveg rétt sem Helga Möller sagði í Kastljósinu í kvöld. Þegar hún hlustaði á rununa hraðleikna þá hvarf þetta ágæta lag alveg í fjöldann. Menn verða bvara að feisa það að lagið var ekki nógu gott. Grey búningahönuðurinn. Það eru allir sammála um að fötin hafi verið hræðileg. Þau voru það. Dansaraliðið hvarf t.d. alveg í bakgrunninn og Selma var eins úr sögunni um Ali baba (stolið úr Fréttablaðinu).
Smá stirðleiki í hægra hnénu. Reyni að teygja það úr mér. Vonandi verður þetta allt í lagi um miðnætti á mánudag.
fimmtudagur, maí 19, 2005
Nú var ekkert hlaupið í dag þrátt fyrir gott veður. Hvíld fram á laugardag. Heyrði í félaga Halldóri í dag. Hann er kominn til Odense og er að undirbúa sig fyrir laugardaginn. Hann leggur af stað kl. 6.00 að dönskum tíma og verður kominn í mark ca 10 klst síðar (+/- 1 klst) ef allt gengur eins og ætlað er. Styrktarkveðjur fylgja honum.
Lá uppí sófa og horfði á undankeppni Eurovision í kvöld. Sofnaði yfir Andorra og vaknaði aftur við Pólland. Sá þá að félagi Gísli má prísa sig sælan að vera ekki pólskur ef ákveðin afastelpa hefði gert það að kröfu að afinn hefði lært danssporin við lag heimalandsins. Þá voru Selmusporin auðveldari. Mér fundust mörg laganna óvenju skemmtileg. Austur evrópsku þjóðirnar voru margar með sérstök og skemmtileg lög sem byggðu á músíkhefðum heimalandanna. Rúmenía, Ungverjaland og Króatía koma mér í hug í því sambandi. Trommur og tunnur voru mikið notaðar fyrir taktslátt. Amman með trommuna var fín. Austurríki líflegt. Einnig norsku rokkararnir. Kannski er tími Noregs runninn upp á nýjan leik eftir Bobbysocks. Finnski (norski) whyarinn var svona svipaður og Jónsi í fyrra, átti ekkert erindi í þetta dæmi. Hann var víst svona nokkursskonar Björgvin, reyndi og reyndi þar til hann datt inn í tíundu tilraun. Gott hjá ungverjunum sem voru með típiskt riverdanslag. Þegar írar fóru eitthvað að nudda þá sögðu þeir að þetta væri æfaforn unverskur dans. Á sama hátt hefði Selmuliðið átt að segja að hennar dansatriði væri dæmigerður íslenskur hjásetudans sem hefði verið iðkaður upp um allar heiðar hér áður þegar börn sátu yfir kindum á sumrin. Það var síðan svolítið fyndið að fylgjast með Lilla Klifurmús og sístækkandi gordonshnút í maganum á honum þegar dýpkaði á Selmulaginu. Síðan rann ískaldur veruleikinn upp. Falleinkunn.
Mér hefur fundist umfjöllunin um þetta minna svolítið á Gleðibankann sáluga. Ég bjó þá úti í Danmörku og þar var varla minnst á Evróvision en hér var þjóðfélagið á öðrum endanum. Það þótti varla formsatriði að halda keppnina, íslendingar voru hvort sem er búnir að vinna. Lagið var svo frábært. Það voru meir að segja sérsmíðaðir silfurhnappar í ljóta jakkanum hans Pálma. Síðan fór það eins og það fór. Núna voru menn einnig því sem næst búnir að vinna fyrirfram. Liðið sem hefur atvinnu af því að klappa hvert öðru á bakið var búið að sjá þetta allt út fyrirfram. Lagið var sigurlag. Fréttir að austan voru ekkert nema spár um 1. sætið. Svo kom bara á daginn að það voru margir aðrir miklu betri. Hver skyldi eiginlega hafa hannað fötin á stelpugreyið núna? Það var eins og hún hefði vaknað of seint og hlaupið upp á sviðið í náttfötunum. Þó var lán að hún sleppti tuskunni sem hún átti að hafa á höfðinu. Ég var aldrei hrifinn af laginu. Það er svona dæmigert karakterlaust klisjupopp sem gekk kannski hér áður en dugar sem betur fer ekki lengur. Allt í lagi að fá stundum á kjaftinn, sérstaklega ef maður gefur sér höggið sjálfur. Kannski verður næsti keppandi munstraður upp í þjóðbúningnum með olíutunnu.
Lá uppí sófa og horfði á undankeppni Eurovision í kvöld. Sofnaði yfir Andorra og vaknaði aftur við Pólland. Sá þá að félagi Gísli má prísa sig sælan að vera ekki pólskur ef ákveðin afastelpa hefði gert það að kröfu að afinn hefði lært danssporin við lag heimalandsins. Þá voru Selmusporin auðveldari. Mér fundust mörg laganna óvenju skemmtileg. Austur evrópsku þjóðirnar voru margar með sérstök og skemmtileg lög sem byggðu á músíkhefðum heimalandanna. Rúmenía, Ungverjaland og Króatía koma mér í hug í því sambandi. Trommur og tunnur voru mikið notaðar fyrir taktslátt. Amman með trommuna var fín. Austurríki líflegt. Einnig norsku rokkararnir. Kannski er tími Noregs runninn upp á nýjan leik eftir Bobbysocks. Finnski (norski) whyarinn var svona svipaður og Jónsi í fyrra, átti ekkert erindi í þetta dæmi. Hann var víst svona nokkursskonar Björgvin, reyndi og reyndi þar til hann datt inn í tíundu tilraun. Gott hjá ungverjunum sem voru með típiskt riverdanslag. Þegar írar fóru eitthvað að nudda þá sögðu þeir að þetta væri æfaforn unverskur dans. Á sama hátt hefði Selmuliðið átt að segja að hennar dansatriði væri dæmigerður íslenskur hjásetudans sem hefði verið iðkaður upp um allar heiðar hér áður þegar börn sátu yfir kindum á sumrin. Það var síðan svolítið fyndið að fylgjast með Lilla Klifurmús og sístækkandi gordonshnút í maganum á honum þegar dýpkaði á Selmulaginu. Síðan rann ískaldur veruleikinn upp. Falleinkunn.
Mér hefur fundist umfjöllunin um þetta minna svolítið á Gleðibankann sáluga. Ég bjó þá úti í Danmörku og þar var varla minnst á Evróvision en hér var þjóðfélagið á öðrum endanum. Það þótti varla formsatriði að halda keppnina, íslendingar voru hvort sem er búnir að vinna. Lagið var svo frábært. Það voru meir að segja sérsmíðaðir silfurhnappar í ljóta jakkanum hans Pálma. Síðan fór það eins og það fór. Núna voru menn einnig því sem næst búnir að vinna fyrirfram. Liðið sem hefur atvinnu af því að klappa hvert öðru á bakið var búið að sjá þetta allt út fyrirfram. Lagið var sigurlag. Fréttir að austan voru ekkert nema spár um 1. sætið. Svo kom bara á daginn að það voru margir aðrir miklu betri. Hver skyldi eiginlega hafa hannað fötin á stelpugreyið núna? Það var eins og hún hefði vaknað of seint og hlaupið upp á sviðið í náttfötunum. Þó var lán að hún sleppti tuskunni sem hún átti að hafa á höfðinu. Ég var aldrei hrifinn af laginu. Það er svona dæmigert karakterlaust klisjupopp sem gekk kannski hér áður en dugar sem betur fer ekki lengur. Allt í lagi að fá stundum á kjaftinn, sérstaklega ef maður gefur sér höggið sjálfur. Kannski verður næsti keppandi munstraður upp í þjóðbúningnum með olíutunnu.
miðvikudagur, maí 18, 2005
Esjuhlaup í kvöld í góðu veðri. Margt fólk á ferðinni upp og niður. Nú verður hvíld næstu tvo daga í aðdraganda helgarinnar.
Las betur vef svíans (www.loparlarsson.se). Þar er ýmislegt gagnlegt. Hann fjallar meðal annars þar um 24 tíma hlaup þar sem menn reyna að komast eins langt og hægt er á 24 tímum. Hann á norðurlandametið í 24 tíma hlaupi sem er um 260 km. Hann hefur reynslu af þeim erfiðleikum sem upp koma og geta t.d. verið eftirfarandi:
Las betur vef svíans (www.loparlarsson.se). Þar er ýmislegt gagnlegt. Hann fjallar meðal annars þar um 24 tíma hlaup þar sem menn reyna að komast eins langt og hægt er á 24 tímum. Hann á norðurlandametið í 24 tíma hlaupi sem er um 260 km. Hann hefur reynslu af þeim erfiðleikum sem upp koma og geta t.d. verið eftirfarandi:
- Fæturnir verða þreyttir og maður fær blöðrur og nuddsár.
- Sinadráttur hleypur í vöðva og mann verkjar um allan skrokkinn.
- Maginn fer í uppnám og mótmælir því að taka við mat og drykk.
- Maður fær ógleði og þarf iðulega að æla.
- Svefnleysi gerir mann ruglaðan af og til.
- Hraðinn verður miklu minni en maður hefur búist við fyrirfram. Efi læðist að manni og maður missir móðinn.
- Umhugsunin um að það sé margt skemmtilegra að gera á laugardagskvöldi en það sem þú fæst við víkur ekki frá manni.
- Sturtan freistar.
Larsson leggur áherslu á að maður verði að vera undirbúinn þessu sem hér er talið upp að framan og vera búinn að byggja sig upp fyrir að bregðast við þessu á jákvæðan hátt. Ef hugarfarið er neikvætt þá kemur stutta skrefið út í vegkantinn þar sem maður getur hætt við hlaupið að virka meir freistandi en þau 20 þúsund skref (eða meira) sem þú átt eftir beint áfram eftir veginum í mark.
Larsson leggur áherslu á að mæta fyrrgreindum uppákomum á jákvæðan hátt og nefnir eftirfarandi dæmi:
- Nuddsár eða blaðra. Ég verð að stoppa og setja plástur á það og held síðan áfram og mér líður betur.
- Sinadráttur. Ég verð að ganga nokkur hundruð metra og sjá hvort hann hverfur ekki.
- Ógleði. Eðlilegt en hún hverfur fljótt.
- Ég er svo syfjaður að ég get ekki haldið áfram. Í lagi að fá sér kríu en hún má ekki vera lengri en 20 mínútur.
- Nú gengur það hægt. Það miðar þótt hægt fari og þrátt fyrir að skrokkurinn sé þreyttur. Það verður kannski léttara eftir nokkra stund. Manni líður misjafnlega vel.
- Nú sitja vinirnir og drekka öl á meðan ég erfiða hér. Þeir munu gleyma þessari ölkrús fljótt á meðan ég öðlast minningu sem endist lífið út.
- Ef ég hætti þá mun ég iðrast þess á morgun. Þegar ég sé hetjurnar sem börðust áfram og kláruðu á stirðum og aumum fótum síðustu mílurnar þá öfunda ég þá meira en ég öfundaði félagana sem voru á barnum í gærkvöldi.
Fleiri ráð:
- Borða reglulega, jafnvel þótt þú sért ekki svangur.
- Borða mismunandi fæðu. Það verður fljótt leiðigjarnt að borða bara hrein kolvetni (gel og orkubita). Ruslfæði s.s. pizza, hamborgari, franskar og ís er gott með öðru.
- Það er ekkert rangt við að ganga af og til þegar þreytan er orðin mikil.
- Haltu eins lengi áfram og þú getur með að grípa, fara og borða. ekki stansa á drykkjarstöðvunum heldur grípa það sem þú vilt taka og halda áfram gangandi og borða og drekka á hreyfingu. Það tapast ansi mikill tími á drykkjarstöðvunum ef maður stoppar góða stund á hverri.
þriðjudagur, maí 17, 2005
Heima í kvöld og hljóp ekkert. Var heima að snúast í ýmsu, samræmdu prófin eru að taka enda og stúdentsefnið á lokasprettinum. Það er barist á mörgum vígstöðvum á heimilinu. Ég ætla að taka Esjuna á morgun en svo ætla ég að hvíla mig fyrir helgina því þá verða tekin löng hlaup þrjá daga í röð. Rútuhlaupið á laugardag, Skálafell á sunnudag og Esjan x 3 á mánudag. Þetta er svona álíka og boðið er upp á í Squaw Walley um þessa helgi. Þetta er fyrst og fremst undirbúningur undir andlegu hliðina. Síðan verður kannski langt hlaup um mánaðamótin en svo fer maður að trappa sig niður. Maður bætir ekki svo miklu við sig úr þessu úthaldslega en pressan fer að vaxa á margháttaðri skipulagninu og öðrum undirbúningi.
Gekk frá farmiðanum til San Francisko í dag hjá Flugleiðum. Þorbjörg sölustjóri (ég vona að ég titli hana rétt) hefur verið afar hjálpleg, veitti mér góðan afslátt af farmiðanum og leysti vandamál sem upp komu og gaf góð ráð um annað. Kann ég henni bestu þakkir fyrir.
Halldór sendi mér áhugaverðan link í dag hjá súper Svía sem hafði haldið fyrirlestur yfir Haraldi Júl. og fleiri Adidas mönnum nýlega. Hann er einn af þessum ofurmönnum sem hefur hlaupið maraþon á 2.18, 100 km á undir 7 klst, tekið Spörtuhlaupið (265 km), róið yfir Atlantshafið og hlaupið milli stranda á Bandaríkjunum (svo fátt eitt sé nefnt). Hann fjallar á áhugaverðan hátt um mataræði í ultra langhlaupum. Hans ráð eru að borða sig saddan af venjulegum mat dagana áður og einnig kvöldið áður og kolvetnahleðsla hafi ekki svo mikla þýðingu. Brennslan sé svo mikil að maður getir einungis hlaðið fyrir lítinn hluta hennar fyrirfram, hitt verði maður að taka í hlaupinu sjálfu eins og þegar um venjulega erfiðisvinnu er að ræða. Það getir verið varasamt að belgja sig út af vatni daginn áður því það geti virkað í andhverfu sína því ef líkaminn fer að leggja mikla áherslu á að losa sig við vökvann þá geti verið hætta á ofþornun þegar af stað er komið. Þetta var fróðleg lesning sem ég þarf að liggja betur yfir. Það ég sá stemmdi margt við reynslu mína frá Borgundarhólmi þegar maður fer að hugsa um það.
Hann gaf einnig upp áhugaverða uppskrift að orkubitum. Það er gamla karamelluuppskriftin (einn skammtur af rjóma, einn af sykri og einn af sýrópi). Þetta er soðið í potti þar til dropar fara að myndast þegar maður lætur hann detta í kalt vatn eða í ca klukkutíma. Sósan er svo hrærð saman við átta skammta af haframjöli og ég bætti einnig dálitlu af rúsínum út í. Maukið er síðan mótað í litla bita svipaða og orkustangir eru og glattað yfir með blautum hníf til að það hangi betur saman. Svo er þetta kælt eða sett í frysti og er tilbúið til átu. Ég gerði einn skammt í kvöld og miðaði skammtinn (eininguna) við pela af rjóma. Tókst prýðilega og gaf af sér um 20 orkusstangir sem gefa búðarstöngum ekkert eftir nema síður sé. Mæli með þessu.
Ég man ekki alveg linkinn hjá Svíanum en læt hann inn á morgun.
Rán var framið í Árbænum í kvöld frammi fyrir um 2000 manns þegar KR sigraði Fylki 2-1 eftir að hafa verið á rassgatinu allan leikinn. Fyrir utan úrslitin er maður ósáttur við að Kristján Finnboga markmaður skuli hafa hangið inni á vellinum eftir glórulausar tæklingar og brot. Vonandi fara dómarar að hafa vakandi auga á honum í návígjum.
Gekk frá farmiðanum til San Francisko í dag hjá Flugleiðum. Þorbjörg sölustjóri (ég vona að ég titli hana rétt) hefur verið afar hjálpleg, veitti mér góðan afslátt af farmiðanum og leysti vandamál sem upp komu og gaf góð ráð um annað. Kann ég henni bestu þakkir fyrir.
Halldór sendi mér áhugaverðan link í dag hjá súper Svía sem hafði haldið fyrirlestur yfir Haraldi Júl. og fleiri Adidas mönnum nýlega. Hann er einn af þessum ofurmönnum sem hefur hlaupið maraþon á 2.18, 100 km á undir 7 klst, tekið Spörtuhlaupið (265 km), róið yfir Atlantshafið og hlaupið milli stranda á Bandaríkjunum (svo fátt eitt sé nefnt). Hann fjallar á áhugaverðan hátt um mataræði í ultra langhlaupum. Hans ráð eru að borða sig saddan af venjulegum mat dagana áður og einnig kvöldið áður og kolvetnahleðsla hafi ekki svo mikla þýðingu. Brennslan sé svo mikil að maður getir einungis hlaðið fyrir lítinn hluta hennar fyrirfram, hitt verði maður að taka í hlaupinu sjálfu eins og þegar um venjulega erfiðisvinnu er að ræða. Það getir verið varasamt að belgja sig út af vatni daginn áður því það geti virkað í andhverfu sína því ef líkaminn fer að leggja mikla áherslu á að losa sig við vökvann þá geti verið hætta á ofþornun þegar af stað er komið. Þetta var fróðleg lesning sem ég þarf að liggja betur yfir. Það ég sá stemmdi margt við reynslu mína frá Borgundarhólmi þegar maður fer að hugsa um það.
Hann gaf einnig upp áhugaverða uppskrift að orkubitum. Það er gamla karamelluuppskriftin (einn skammtur af rjóma, einn af sykri og einn af sýrópi). Þetta er soðið í potti þar til dropar fara að myndast þegar maður lætur hann detta í kalt vatn eða í ca klukkutíma. Sósan er svo hrærð saman við átta skammta af haframjöli og ég bætti einnig dálitlu af rúsínum út í. Maukið er síðan mótað í litla bita svipaða og orkustangir eru og glattað yfir með blautum hníf til að það hangi betur saman. Svo er þetta kælt eða sett í frysti og er tilbúið til átu. Ég gerði einn skammt í kvöld og miðaði skammtinn (eininguna) við pela af rjóma. Tókst prýðilega og gaf af sér um 20 orkusstangir sem gefa búðarstöngum ekkert eftir nema síður sé. Mæli með þessu.
Ég man ekki alveg linkinn hjá Svíanum en læt hann inn á morgun.
Rán var framið í Árbænum í kvöld frammi fyrir um 2000 manns þegar KR sigraði Fylki 2-1 eftir að hafa verið á rassgatinu allan leikinn. Fyrir utan úrslitin er maður ósáttur við að Kristján Finnboga markmaður skuli hafa hangið inni á vellinum eftir glórulausar tæklingar og brot. Vonandi fara dómarar að hafa vakandi auga á honum í návígjum.
Tók hlaup vestur í bæ í kvöld og fór vestur á gamlárshlaupssnúning. Það gera 23 km. Síðasta vika varð sú lengsta sem ég hef farið eða 151 km. Það varð svona langt næstum óvart því ég ætlaði ekki að fara svona langt á laugardaginn. Það er lágmark að maður fari hátt í það jafnlangt á einni viku eins og maður ætlar að fara á einum sólarhring.
Deildin byrjaði að rúlla í dag. Víkingur tók á móti Fjölni og vann 6-1. Þrjú stig í hús en það þurfa að koma nær 40 í viðbót ef takmarkið á að nást að vinna sig upp í efstu deild.
Horfði á seinni hálfleik ÍBK-FH á Sýn. Ég man varla eftir aðhafa hlustað á jafn hlutdræga lýsendur eins og Loga og þann sem var með honum. Alan Bogvart og Auðunn Helga þurftu varla nema að reka tána í boltann til að þeir gripu til hástemmdustu lýsingarorða sem til eru um snilldina og boltameðferðina.
Ný snjóskýrsla kom á netið. Snjórinn vex ef eitthvað er í Squaw Walley. Þetta verður erfitt í júní ef ekki verður breyting á. Maður gæti þurft að fara 10 - 20 mílur í snjó.
Deildin byrjaði að rúlla í dag. Víkingur tók á móti Fjölni og vann 6-1. Þrjú stig í hús en það þurfa að koma nær 40 í viðbót ef takmarkið á að nást að vinna sig upp í efstu deild.
Horfði á seinni hálfleik ÍBK-FH á Sýn. Ég man varla eftir aðhafa hlustað á jafn hlutdræga lýsendur eins og Loga og þann sem var með honum. Alan Bogvart og Auðunn Helga þurftu varla nema að reka tána í boltann til að þeir gripu til hástemmdustu lýsingarorða sem til eru um snilldina og boltameðferðina.
Ný snjóskýrsla kom á netið. Snjórinn vex ef eitthvað er í Squaw Walley. Þetta verður erfitt í júní ef ekki verður breyting á. Maður gæti þurft að fara 10 - 20 mílur í snjó.
mánudagur, maí 16, 2005
Nú var ekkert hlaupið í gær, sunnudag, því hvítasunnudagurinn var haldinn heilagur með því að mála hér innan húss út í eitt. Störfum var lokið undir miðnætti og þá var slakað aðeins á með koníaksglasi og horft á Football Factory, mynd um breskar fótboltabullur. Það passaði að ná upp stemmingu (eða þannig) því í dag hefst knattspyrnuvertíðin. Víkingur spilar kl. 14.00 við Fjölni og hefst þá baráttan fyrir því að komast aftur í efstu deild. Það verður ekki auðvelt og minnast menn enn eftir jafnteflinu ónauðsynlega og klaufalega í Grindavík í fyrra sem sendi Víkinga niður en Fram hékk uppi eitt árið enn svo óverðskuldað.
Ég ætla að vera frekar rólegur í vikunni því á næstu helgi verður lokahnykkurinn tekinn. Þá er bandarískum þátttakendum (og öðrum sem eiga heimangengt) boðið upp á að hlaupa á tveimur dögum 60 - 80 km í WS brautinni til að taka lokaæfingu og kynnast brautinni.
Sá í Mogganum að Bryndís, Helga og Rannveig hlupu maraþon í Rúanda í gær. Það hefur verið mögnuð upplifun. Ég kannast min eiginmann konunnar sem var í forsvari fyrir þetta hérlendis og hann var búinn að segja mér af því hvað framundan væri. Hitti hann á Esjunni um daginn þar sem hann var að liðka sig upp.
Smá viðtal við mig birtist í Mbl í gær. Ég lét hafa eftir mér að enda þótt það virtist vera hálfgerð geggjun að hlaupa mikið, oft og lengi þá væri meiri geggjun að reykja. Ég held að ég hafi ekki gert skárri hlut fyrir sjálfan mig fyrir rúmum 20 árum en að hætta reykingum. Ég var þá farinn að hafa nokkrar áhyggjur af þessu og sá sjálfan mig um fimmtugt, gulan og hrukkóttan Camelkall eins og ég þekkti kallana fyrir vestar, vilja hætta að reykja en geta það ekki fyrir nokkurn mun. Úff.
Nú opna menn varla munninn nema að færa rök fyrir því að bora eigi jarðgöng. Samkvæmt fréttum í gær ætlar Vegagerðin að fara að rannsaka jarðgöng til Eyja enn frekar. Menn eru að gæla við 16 milljarða kostnað. Sú tala er eins mikil fölsun eins og hægt er að hugsa sér því samkvæmt fréttum í vetur þá var ekki innifalinn í henni kostnaðurinn við að ná grjótmulningnum út úr göngunum!! Ef Héðinsfjarðargöngin kosta 7 - 9 milljarða þá kosta Vestmannaeyjargöng 30 milljarða, að lágmarki. Vonandi verður aldrei af þessari vitleysu. Síðan kom fram í fréttum í gær að leiða eigi umferðina norður í land utar og norðar til að hún fari örugglega með fram öllum vegasjoppum þannig að ef maður ætlar til Akureyrar verði maður að fara gegnum Blönudós, nær því út að Skagaströnd, gegnum Sauðárkrók og Hofsós og gegnum jarðgöng (nema hvað) yfir í Svarfaðardal og gegnum Dalvík og svo til Akureyrar. Hvers á Hvammstangi að gjalda? Forsendan fyrir fyrir góðu samgöngu kerfi í landinu eru annars vegar greiðar og stuttar leiðir milli stærstu staða og síðan eru greiðar leiðir innanhéraðs. Þverárdalsvegurinn milli Sauðárkróks og Blönduóss er mjög góður fyrir héraðið en ég vona að han verði aldrei einn hlekkurinn í leiðinni milli landshluta. Það væri gaman að sjá mælingar á því á þessari leið hvert menn eru að fara, bæði sumar og vetur.
Ég ætla að vera frekar rólegur í vikunni því á næstu helgi verður lokahnykkurinn tekinn. Þá er bandarískum þátttakendum (og öðrum sem eiga heimangengt) boðið upp á að hlaupa á tveimur dögum 60 - 80 km í WS brautinni til að taka lokaæfingu og kynnast brautinni.
Sá í Mogganum að Bryndís, Helga og Rannveig hlupu maraþon í Rúanda í gær. Það hefur verið mögnuð upplifun. Ég kannast min eiginmann konunnar sem var í forsvari fyrir þetta hérlendis og hann var búinn að segja mér af því hvað framundan væri. Hitti hann á Esjunni um daginn þar sem hann var að liðka sig upp.
Smá viðtal við mig birtist í Mbl í gær. Ég lét hafa eftir mér að enda þótt það virtist vera hálfgerð geggjun að hlaupa mikið, oft og lengi þá væri meiri geggjun að reykja. Ég held að ég hafi ekki gert skárri hlut fyrir sjálfan mig fyrir rúmum 20 árum en að hætta reykingum. Ég var þá farinn að hafa nokkrar áhyggjur af þessu og sá sjálfan mig um fimmtugt, gulan og hrukkóttan Camelkall eins og ég þekkti kallana fyrir vestar, vilja hætta að reykja en geta það ekki fyrir nokkurn mun. Úff.
Nú opna menn varla munninn nema að færa rök fyrir því að bora eigi jarðgöng. Samkvæmt fréttum í gær ætlar Vegagerðin að fara að rannsaka jarðgöng til Eyja enn frekar. Menn eru að gæla við 16 milljarða kostnað. Sú tala er eins mikil fölsun eins og hægt er að hugsa sér því samkvæmt fréttum í vetur þá var ekki innifalinn í henni kostnaðurinn við að ná grjótmulningnum út úr göngunum!! Ef Héðinsfjarðargöngin kosta 7 - 9 milljarða þá kosta Vestmannaeyjargöng 30 milljarða, að lágmarki. Vonandi verður aldrei af þessari vitleysu. Síðan kom fram í fréttum í gær að leiða eigi umferðina norður í land utar og norðar til að hún fari örugglega með fram öllum vegasjoppum þannig að ef maður ætlar til Akureyrar verði maður að fara gegnum Blönudós, nær því út að Skagaströnd, gegnum Sauðárkrók og Hofsós og gegnum jarðgöng (nema hvað) yfir í Svarfaðardal og gegnum Dalvík og svo til Akureyrar. Hvers á Hvammstangi að gjalda? Forsendan fyrir fyrir góðu samgöngu kerfi í landinu eru annars vegar greiðar og stuttar leiðir milli stærstu staða og síðan eru greiðar leiðir innanhéraðs. Þverárdalsvegurinn milli Sauðárkróks og Blönduóss er mjög góður fyrir héraðið en ég vona að han verði aldrei einn hlekkurinn í leiðinni milli landshluta. Það væri gaman að sjá mælingar á því á þessari leið hvert menn eru að fara, bæði sumar og vetur.
sunnudagur, maí 15, 2005
Esjuhlaup í kvöld (laugardagskvöld). Lagði af stað að heiman kl. 18.45 og hljóp upp í Kollafjörð. Gekk upp að Steini og skokkaði svo létt niður. Hitti fjóra stráka á menntaskólaaldri um 10 leytið sem voru á leið upp Esjuna. Esjuganga er ekki alveg sem maður sér fyrir að strákar á þessum aldri taki sér fyrir hendur á laugardagskvöldi. Fínt hjá þeim. Hljóp svo til baka heim og var kominn kl. 0.08 eða eftir tæpan 5 og hálfan tíma í allt. Fór frekar rólega en var léttur allan tímann og fann ekki fyrir þessu í fótunum. Í Grafarvogsbotni sá ég að ég hafði möguleika á að vera fljótari til baka en uppeftir og herti því nokkuð á mér og náði settu marki. Maður sá fyrir sér konuna sem var að berjast við að ná 30 tíma markinu í WS100 og kom í mark 52 sekúndur umfram tilskilinn lágmarkstíma. Hver vegalengdin er erfitt að segja um því Esjan er dálítið öðruvísi en flatlendishlaup. Til samanburðar má nefna að á Borgundarhólmi var ég 5.10 að hlaupa fyrstu 50 km svo þetta er eitthvað álíka í álagi mælt. Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti að taka nú eða 5 - 6 tíma hlaup og ekki skemmdi fyrir að hafa Esjuna innifalda. Ég ber það ekki saman hvað ég var léttari nú heldur en t.d. í fyrra þegar ég hljóp frá Króknum inn að Varmahlíð og tilbaka þrátt fyrir að Esjan væri innifalin. Það voru um 50 km og ég var þá rúma 5 klst á leiðinni.
Það hefur verið fínt á Hvannadalshnjúk í dag. Gaman hefði verið að vera með en það bíður betri tíma.
Það hefur verið fínt á Hvannadalshnjúk í dag. Gaman hefði verið að vera með en það bíður betri tíma.
laugardagur, maí 14, 2005
Frídagur í dag, föstudag. Stefni að löngum hlaupum á laugardag og sunnudag. Veðurútlit heldur gott.
Heyrði í dag viðtal við Harald Ólafson en hann er að leggja á Hvannadalshnjúk með 100 manns. Hann var m.a. að fara yfir þær öryggisráðstafanir sem þarf að viðhafa í ferðum sem þessum. Ég hef tvisvar gengið á Hvannadalshnjúk, árið 1998 og 2003 og í bæði skiptin munaði einungis hársbreidd að stórslys yrði. Því er það reynsla mín að það verði aldrei of varlega farið í þessari ferð. Það er ekki allt sem sýnist.
Í fyrri ferðinni setti kóf á okkur þegar við vorum komin upp undir sjálfan hnjúkinn og sneri þá hluti hópsins frá en hin gengu alla leið upp. Þegar við lögðum af stað niður vorum við í tveimur línum, samtals 15 manns. Fararstjórinn var fyrstur í fyrri línunni en ég leiddi þá seinni. Hermann fararstjóri ætlaði að fara niður sunnan megin við uppgönguna en við komum hinummegin upp. Hann þurfti að leita fyrir sér að niðurgöngunni sökum dimmviðris og síðan sé ég allt í einu að hann hverfur og svo hver af öðrum. Síðustu mennirnir í línunni, franskir járnbrautarstarfsmenn, náðu að henda sér á ísaxirnar og forða því að allir hröpuðu niður. Þegar Hermann kom fram á brúnina skreið undan honum fleki svo hann flaug fram af ca 4 metra háum hjalla. Næsti maður í línunni stöðvaðist fyrir miðjum hjallanum en sá þriðji á brúninni. Ef allir hefðu farið fram af hefði örugglega orðið verulegt slys við að 6 - 7 manns hefðu lent í einni kös úr svona mikilli hæð. Sökum þess að Hermann hafði kennt okkur daginn áður hvernig ætti að nota ísaxirnar við aðstæður eins og þessar vissu strákarnir hvernig átti að bregðast við og gerðu það eftir kúnstarinnar reglum. Það slasaðist því enginn en mönnum var brugðið.
Fyrir tveimur árum ætluðum við nokkur hópur hlaupafólks ásamt kunningjum upp um hvítasunnuna sem fyrr en við þurftum að snúa við í um 1900 metra hæð sökum storms, dimmviðris og kulda. Frostið var örugglega um 15 stig og kælingin mikil. Við leituðum í skjól undir Dyrhömrum á leiðinni niður til að fá okkur að drekka. Þá henti það að steinn kom á fótinn á Úlfari hennar Bryndísar. Það gerðist svo snöggt að hann veitti því ekki mikla athygli en þegar niður var komið áttaði hann sig á því að blóð lagaði úr fætinum. Þarna skall því hurð nærri hælum því hefði steinninn lent á miðjum fætinum eða á annan stað á líkamanum hefði hann leitt af sér mikla áverka eða jafnvel það sem verra er. Í þessari ferð lentu einnig einhverjir í því að falla í sprungu en voru sem betur fer í línu.
Þetta sýnir að á þessari leið er þörf á mikilli aðgæslu og ekki gerandi nema fyrir alvana menn að vera leiðsögumenn í svona ferð. Á sama hátt eiga fararstjórar að snúa illa búnum mönnum frá því það getur verið alvörumál að lenda í því að vera með uppgefna menn hátt uppi á jöklinum sem ofkælast vegna slaklegs búnaðar. Við sáum einnig í fyrri ferðinni að lofthræðsla getur orðið að verulegu vandamáli.
Á hinn bóginn er það vissulega fyrirhafnarinnar virði að ganga upp og leggja mikið erfiði á sig ef menn ná að standa á hnjúknum í bjartviðri. Þá gleymist allt streðið.
Heyrði í dag viðtal við Harald Ólafson en hann er að leggja á Hvannadalshnjúk með 100 manns. Hann var m.a. að fara yfir þær öryggisráðstafanir sem þarf að viðhafa í ferðum sem þessum. Ég hef tvisvar gengið á Hvannadalshnjúk, árið 1998 og 2003 og í bæði skiptin munaði einungis hársbreidd að stórslys yrði. Því er það reynsla mín að það verði aldrei of varlega farið í þessari ferð. Það er ekki allt sem sýnist.
Í fyrri ferðinni setti kóf á okkur þegar við vorum komin upp undir sjálfan hnjúkinn og sneri þá hluti hópsins frá en hin gengu alla leið upp. Þegar við lögðum af stað niður vorum við í tveimur línum, samtals 15 manns. Fararstjórinn var fyrstur í fyrri línunni en ég leiddi þá seinni. Hermann fararstjóri ætlaði að fara niður sunnan megin við uppgönguna en við komum hinummegin upp. Hann þurfti að leita fyrir sér að niðurgöngunni sökum dimmviðris og síðan sé ég allt í einu að hann hverfur og svo hver af öðrum. Síðustu mennirnir í línunni, franskir járnbrautarstarfsmenn, náðu að henda sér á ísaxirnar og forða því að allir hröpuðu niður. Þegar Hermann kom fram á brúnina skreið undan honum fleki svo hann flaug fram af ca 4 metra háum hjalla. Næsti maður í línunni stöðvaðist fyrir miðjum hjallanum en sá þriðji á brúninni. Ef allir hefðu farið fram af hefði örugglega orðið verulegt slys við að 6 - 7 manns hefðu lent í einni kös úr svona mikilli hæð. Sökum þess að Hermann hafði kennt okkur daginn áður hvernig ætti að nota ísaxirnar við aðstæður eins og þessar vissu strákarnir hvernig átti að bregðast við og gerðu það eftir kúnstarinnar reglum. Það slasaðist því enginn en mönnum var brugðið.
Fyrir tveimur árum ætluðum við nokkur hópur hlaupafólks ásamt kunningjum upp um hvítasunnuna sem fyrr en við þurftum að snúa við í um 1900 metra hæð sökum storms, dimmviðris og kulda. Frostið var örugglega um 15 stig og kælingin mikil. Við leituðum í skjól undir Dyrhömrum á leiðinni niður til að fá okkur að drekka. Þá henti það að steinn kom á fótinn á Úlfari hennar Bryndísar. Það gerðist svo snöggt að hann veitti því ekki mikla athygli en þegar niður var komið áttaði hann sig á því að blóð lagaði úr fætinum. Þarna skall því hurð nærri hælum því hefði steinninn lent á miðjum fætinum eða á annan stað á líkamanum hefði hann leitt af sér mikla áverka eða jafnvel það sem verra er. Í þessari ferð lentu einnig einhverjir í því að falla í sprungu en voru sem betur fer í línu.
Þetta sýnir að á þessari leið er þörf á mikilli aðgæslu og ekki gerandi nema fyrir alvana menn að vera leiðsögumenn í svona ferð. Á sama hátt eiga fararstjórar að snúa illa búnum mönnum frá því það getur verið alvörumál að lenda í því að vera með uppgefna menn hátt uppi á jöklinum sem ofkælast vegna slaklegs búnaðar. Við sáum einnig í fyrri ferðinni að lofthræðsla getur orðið að verulegu vandamáli.
Á hinn bóginn er það vissulega fyrirhafnarinnar virði að ganga upp og leggja mikið erfiði á sig ef menn ná að standa á hnjúknum í bjartviðri. Þá gleymist allt streðið.
föstudagur, maí 13, 2005
Tók langan túr í kvöld. Fór Poweratehringinn með Hattinum, síðan út í Nauthólsvík og til baka að Elliðaárdalnum og að lokum út Bústaðaveg, niður Grensásveg og til baka Sogaveginn. Þetta gera um 25 km. Var léttur og formið fínt. Veðri gott, hlýtt og létt gola.
Var rétt búinn að gleyma því að í gær, þann 11. maí, er lokadagurinn. Þá lauk formlegri vetrarvertíð meðan vertíðir voru og hétu. Báturinn var þá skveraður upp og oft skipt yfir á önnur veiðarfæri. Sjómenn héldu mikinn gleðskap og oft var lokaball þessa helgi. Það eru nú 25 ár síðan ég var síðast á sjó frá Patró. Þá var ég á Jóni Þórðarsyni og var farið í siglingu síðasta túrinn til Grimsby. Það voru eftirminnilegir einstaklingar þarna um borð. Fæsta hef ég séð síðan þá. Einhverjir eru dánir. Það var nokkur upplifun að fara í siglingu en þessi túr var eina skiptið sem mér hlotnaðist sú upphefð. Þá kynntist maður meðal annars starfsumhverfi gleðikvenna í hafnarhverfum breskra hafnarborga. Þær héldu t.d. nákvæma skrá yfir væntanleg skip. Þegar nýtt skip var væntanlegt var farið að dorga. Jón Þórðarson var skráður á þennan lista eins og önnur skip. Um haustið 1980 hélt ég til Svíþjóðar í nám og er það önnur saga en þar urðu ákveðin kaflaskil í lífinu. Síðan hef ég ekki búið fyrir vestan nema í fríum.
Var rétt búinn að gleyma því að í gær, þann 11. maí, er lokadagurinn. Þá lauk formlegri vetrarvertíð meðan vertíðir voru og hétu. Báturinn var þá skveraður upp og oft skipt yfir á önnur veiðarfæri. Sjómenn héldu mikinn gleðskap og oft var lokaball þessa helgi. Það eru nú 25 ár síðan ég var síðast á sjó frá Patró. Þá var ég á Jóni Þórðarsyni og var farið í siglingu síðasta túrinn til Grimsby. Það voru eftirminnilegir einstaklingar þarna um borð. Fæsta hef ég séð síðan þá. Einhverjir eru dánir. Það var nokkur upplifun að fara í siglingu en þessi túr var eina skiptið sem mér hlotnaðist sú upphefð. Þá kynntist maður meðal annars starfsumhverfi gleðikvenna í hafnarhverfum breskra hafnarborga. Þær héldu t.d. nákvæma skrá yfir væntanleg skip. Þegar nýtt skip var væntanlegt var farið að dorga. Jón Þórðarson var skráður á þennan lista eins og önnur skip. Um haustið 1980 hélt ég til Svíþjóðar í nám og er það önnur saga en þar urðu ákveðin kaflaskil í lífinu. Síðan hef ég ekki búið fyrir vestan nema í fríum.
fimmtudagur, maí 12, 2005
Esjutúr í kvöld í góðu veðri. Mikill munur er nú að af fara þarna upp í logni og hlýju heldur en að vera að strita í árans garranum. Vonandi er vorið komið nú fyrir alvöru. Ég finn að það er ekki úthaldið sem temprar hraðann upp í móti heldur styrkurinn í fótunum. Því verður að nota tímann sem eftir er ins vel og hægt er, enda þótt það gerist engin stórtíðindi héðan af.
Sá á netinu að um síðustu helgi var haldið 6, 12 og 24 tíma hlaup á Borgundarhólmi. Meðan bjart var í bænum var hlaupinn 1,6 km hringur en eftir að fór að dimma var hlaupið fært aðeins til og var þá hlaupinn 1,7 km hringur. Sá karl sem lengst hljóp náði rúmum 229 km en konan sem lengst dró hljóp 198 km. Þau eru hjón!!! og koma frá Svíþjóð. Ég hugsa að það sé orðið dálítið þreytandi að hringsóla svona í heilan sólarhring. Manni fannst alveg nóg um tímana fjóra í Pétursþoninu. Alls tíku 14 karlar og 4 konur þátt í hlaupinu.
Sá á netinu að um síðustu helgi var haldið 6, 12 og 24 tíma hlaup á Borgundarhólmi. Meðan bjart var í bænum var hlaupinn 1,6 km hringur en eftir að fór að dimma var hlaupið fært aðeins til og var þá hlaupinn 1,7 km hringur. Sá karl sem lengst hljóp náði rúmum 229 km en konan sem lengst dró hljóp 198 km. Þau eru hjón!!! og koma frá Svíþjóð. Ég hugsa að það sé orðið dálítið þreytandi að hringsóla svona í heilan sólarhring. Manni fannst alveg nóg um tímana fjóra í Pétursþoninu. Alls tíku 14 karlar og 4 konur þátt í hlaupinu.
miðvikudagur, maí 11, 2005
Kerfið var eitthvað bilað í gærkvöldi (þid) þannig að það fór ekkert inn. Tók 16 km hring í gærkvöldi og var kominn heim rétt undir miðnætti. Viðurkenni alveg að ég var svolítið latur að fara út um 22.30 en svona er þetta, þegar maður hefur sett sér ákveðin markmið þarf maður líka að fara út að hlaupa þegar manni finnst miklu áhugaverðara að vera inni í rólegheitum. veðrið var mjög gott, + 1C og logn.
Hef verið að hugsa um hvort rétt sé að telja kílómetrana þegar verið er að meta hlaupamagn og telja þess í stað þann tíma sem verið er að. Ég sé að þetta gera menn víða þegar verið er að setja upp hlaupaplön. Haft er á orði að hlauparar verði kílómetrafíklar en hugsi minna um gæðin!! Þarf að skoða þetta þegar þessi törn er frá.
Sat foreldrafund með unglingaráði handboltans í Víking í gærkvöldi og þar var margt spjallað um hvernig megi bæta umgjörina um handboltann hjá yngri flokkum Víkings. Margt er vel gert og hefur ráðning yfirþjálfara hjá félaginu sýnt sig vera stórt skref fram á við. En lengi getur gott batnað og metnaðarfull stjórn unglingaráðs hefur margar hugmyndir um hvað hægt er að gera næsta vetur. Þasð þarf bara að virkja foreldrana því ekki er hægt að ætlast til að það fólk sem situr í stjórn unglingaráðsins geri allt sjálft.
María og vinkonur hennar í 5. flokki spiluðu við Þrótt í Reykjavíkurmótinu seinnipartinn og sigruðu 2 -1. María negldi einu inn með bylmingsskoti!!!. Síðast þegar þær spiluðu við Þróttarstelpurnar vann Þróttur afgerandi 5- 0 þannig að Víkingsstelpurnar voru ansi kátar í leikslok.
Ef einhver í smáíbúðahverfinu hefur tapað litlum bláum páfagauk þá getur skeð að hann sé staddur að Rauðagerði 36 þessa stundina. Í gærkvöldi benti kona í nærliggjandi húsi Jóa og félaga hans á lítinn páfagauk sem sat uppi í tré og nokkrir þrestir voru að rannsaka og pota í. Strákarnir náðu gauknum sem var svo kaldur að hann gat varla hreyft sig. Búr er til á bænum frá síðustu páfagaukaútgerð sem gestinum var skellt í og gefið að éta. Hann var svo svangur að hann borðaði stanslaust þangað til farið var að sofa. Raddir eru komnar upp um hvort eigi að skila honum en þær njóta ekki vinsælda.
Mér fannst fyrsta frétt sjónvarpsins í gærkvöldi einkennileg. Hún var um einhvern rúmena sem hafði komið hingað til lands í vetur og óskað eftir hæli sem pólitískur flóttamaður en verið vísað aftur til Bretlands. Hann hafði verið hluti af rúmenskri glæpaklíku en lent upp á kant við hana og verið gengið í skrokk á honum. Maður veit náttúrulega ekkert um hvort þær skýringar sem eru á borð bornar séu eitthvað í kallfæri við sannleikann. Síðan var bætt um betur og kastljósþátturinn settur undir umræður um málið og náttúrulega var Ragnar Aðalsteinsson mættur. Talað var í síma við einhverja enskumælandi manneskju sem færði rök fyrir því að íslensk stjórnvöld gætu betur gætt hagsmuna þessa manns heldur en bresk. So. Hann hafði verið sporaður uppi í Bretlandi eftir tveggaj ara dvöl þar og verið laminn. Niðurstaða umræðunnar var náttúrulega að íslensk stjórnvöld væru skilningslaus og þröngsýn í þessum málaflokki enda sett upp með það fyrir augum. Nú má vel vera að þessi rúmenski fyrrverandi glæpaklíkumeðlimur sé í einhverjum vandræðum en hve mörg hundruð þúsund manna eða milljónir eru það ekki. Ef að á að opna borgarhliðin fyrir öllum þeim sem þannig er statt á um er eins gott að fara að pakka niður.
Héðinsfjarðargöngin voru enn einu sinni á dagskrá og ekki að furða. Á sínum tíma var mikill hljómgrunnur fyrir Ísafjarðargöngunum og Ólafsfjarðargöngunum, þótt dýr væru, svo dæmi séu nefnd, en einhvern vegin hefur þessi framkvæmd ekki notið sama skilnings. Það er á margan hátt skiljanlegt. Þau eru dýr, liggja um friðland og byggðarlögin fámenn sem liggja að þeim. Eitt sem nefnt er göngunum til stuðnings er að þau sé arðbær og er nefnd 14% arðsemi framkvæmdarinnar. Það er sett fram sem rök fyrir því að rétt sé að ráðast í þau. Ég hef ekki skoðað útreiknigana en það er á hreinu að niðurstaðan byggist algerlega á þeim forsendum sem notaðar eru. Þá má spyrja fyrst farið er að nota arðsemismælikvarðann hvort eigi þá ekki að fara fyrst í þær framkvæmdir sem arðsamastar eru. Ef Héðinsfjarðargöngin hafa 14% arðsemi þá er arðsemi Sundabrautarinnar mörgum sinnum meir svo dæmi sé nefnt. Hvað með Suðurstrandarveginn? Það er á hreinu að víða er erfitt að sýna fram á beina arðsemi ákveðinna vegaframkvæmda, reiknaða í krónum en gott vegakerfi er nú einu sinni grunngerðin í samfélaginu. Áhrif góðra samgangna koma fram á svo marga vegu að erfitt er að sjá allt fyrir. Ég er til dæmis viss um að Héðinsfjarðargöngin munu hafa þau áhrif á Siglufjörð að þar mun ákveðin þjónusta dragast saman s.s. í verslun og þjónustu vegna nálægðar við Akureyri, en annað mun kannski (vonandi) spretta upp í staðinn. Ég hef minnst á hve auðveldara er að fara vestur á Patreksfjörð en það var hér áður þegar ég bjó þar. Þá var maður ekki undir 6 klst. að keyra vestur en nú tekur það um 4 klst á góðum bíl. Samt hefur fólkinu fækkað verulega en margt annað hefur breyst. Ferðamannastraumur hefur t.d. vaxið verulega á sumrin en hann kemur ekki nema að litlum hluta í stað þess atvinnulífs sem var á fjörðunum hér áður þegar sóknin í fiskinn var óheft og sjávarútvegur og landbúnaður byggðu meir á mannshöndinni en hann gerir í dag. Það er hins vegar liðin tíð og kemur varla til baka.
Verð í spjalli á Talstöðinni kl. 12.30 í dag (mid) þar sem verður fjallað um WS 100 og þátttöku mína í hlaupinu, undirbúninginn o.fl.
Hef verið að hugsa um hvort rétt sé að telja kílómetrana þegar verið er að meta hlaupamagn og telja þess í stað þann tíma sem verið er að. Ég sé að þetta gera menn víða þegar verið er að setja upp hlaupaplön. Haft er á orði að hlauparar verði kílómetrafíklar en hugsi minna um gæðin!! Þarf að skoða þetta þegar þessi törn er frá.
Sat foreldrafund með unglingaráði handboltans í Víking í gærkvöldi og þar var margt spjallað um hvernig megi bæta umgjörina um handboltann hjá yngri flokkum Víkings. Margt er vel gert og hefur ráðning yfirþjálfara hjá félaginu sýnt sig vera stórt skref fram á við. En lengi getur gott batnað og metnaðarfull stjórn unglingaráðs hefur margar hugmyndir um hvað hægt er að gera næsta vetur. Þasð þarf bara að virkja foreldrana því ekki er hægt að ætlast til að það fólk sem situr í stjórn unglingaráðsins geri allt sjálft.
María og vinkonur hennar í 5. flokki spiluðu við Þrótt í Reykjavíkurmótinu seinnipartinn og sigruðu 2 -1. María negldi einu inn með bylmingsskoti!!!. Síðast þegar þær spiluðu við Þróttarstelpurnar vann Þróttur afgerandi 5- 0 þannig að Víkingsstelpurnar voru ansi kátar í leikslok.
Ef einhver í smáíbúðahverfinu hefur tapað litlum bláum páfagauk þá getur skeð að hann sé staddur að Rauðagerði 36 þessa stundina. Í gærkvöldi benti kona í nærliggjandi húsi Jóa og félaga hans á lítinn páfagauk sem sat uppi í tré og nokkrir þrestir voru að rannsaka og pota í. Strákarnir náðu gauknum sem var svo kaldur að hann gat varla hreyft sig. Búr er til á bænum frá síðustu páfagaukaútgerð sem gestinum var skellt í og gefið að éta. Hann var svo svangur að hann borðaði stanslaust þangað til farið var að sofa. Raddir eru komnar upp um hvort eigi að skila honum en þær njóta ekki vinsælda.
Mér fannst fyrsta frétt sjónvarpsins í gærkvöldi einkennileg. Hún var um einhvern rúmena sem hafði komið hingað til lands í vetur og óskað eftir hæli sem pólitískur flóttamaður en verið vísað aftur til Bretlands. Hann hafði verið hluti af rúmenskri glæpaklíku en lent upp á kant við hana og verið gengið í skrokk á honum. Maður veit náttúrulega ekkert um hvort þær skýringar sem eru á borð bornar séu eitthvað í kallfæri við sannleikann. Síðan var bætt um betur og kastljósþátturinn settur undir umræður um málið og náttúrulega var Ragnar Aðalsteinsson mættur. Talað var í síma við einhverja enskumælandi manneskju sem færði rök fyrir því að íslensk stjórnvöld gætu betur gætt hagsmuna þessa manns heldur en bresk. So. Hann hafði verið sporaður uppi í Bretlandi eftir tveggaj ara dvöl þar og verið laminn. Niðurstaða umræðunnar var náttúrulega að íslensk stjórnvöld væru skilningslaus og þröngsýn í þessum málaflokki enda sett upp með það fyrir augum. Nú má vel vera að þessi rúmenski fyrrverandi glæpaklíkumeðlimur sé í einhverjum vandræðum en hve mörg hundruð þúsund manna eða milljónir eru það ekki. Ef að á að opna borgarhliðin fyrir öllum þeim sem þannig er statt á um er eins gott að fara að pakka niður.
Héðinsfjarðargöngin voru enn einu sinni á dagskrá og ekki að furða. Á sínum tíma var mikill hljómgrunnur fyrir Ísafjarðargöngunum og Ólafsfjarðargöngunum, þótt dýr væru, svo dæmi séu nefnd, en einhvern vegin hefur þessi framkvæmd ekki notið sama skilnings. Það er á margan hátt skiljanlegt. Þau eru dýr, liggja um friðland og byggðarlögin fámenn sem liggja að þeim. Eitt sem nefnt er göngunum til stuðnings er að þau sé arðbær og er nefnd 14% arðsemi framkvæmdarinnar. Það er sett fram sem rök fyrir því að rétt sé að ráðast í þau. Ég hef ekki skoðað útreiknigana en það er á hreinu að niðurstaðan byggist algerlega á þeim forsendum sem notaðar eru. Þá má spyrja fyrst farið er að nota arðsemismælikvarðann hvort eigi þá ekki að fara fyrst í þær framkvæmdir sem arðsamastar eru. Ef Héðinsfjarðargöngin hafa 14% arðsemi þá er arðsemi Sundabrautarinnar mörgum sinnum meir svo dæmi sé nefnt. Hvað með Suðurstrandarveginn? Það er á hreinu að víða er erfitt að sýna fram á beina arðsemi ákveðinna vegaframkvæmda, reiknaða í krónum en gott vegakerfi er nú einu sinni grunngerðin í samfélaginu. Áhrif góðra samgangna koma fram á svo marga vegu að erfitt er að sjá allt fyrir. Ég er til dæmis viss um að Héðinsfjarðargöngin munu hafa þau áhrif á Siglufjörð að þar mun ákveðin þjónusta dragast saman s.s. í verslun og þjónustu vegna nálægðar við Akureyri, en annað mun kannski (vonandi) spretta upp í staðinn. Ég hef minnst á hve auðveldara er að fara vestur á Patreksfjörð en það var hér áður þegar ég bjó þar. Þá var maður ekki undir 6 klst. að keyra vestur en nú tekur það um 4 klst á góðum bíl. Samt hefur fólkinu fækkað verulega en margt annað hefur breyst. Ferðamannastraumur hefur t.d. vaxið verulega á sumrin en hann kemur ekki nema að litlum hluta í stað þess atvinnulífs sem var á fjörðunum hér áður þegar sóknin í fiskinn var óheft og sjávarútvegur og landbúnaður byggðu meir á mannshöndinni en hann gerir í dag. Það er hins vegar liðin tíð og kemur varla til baka.
Verð í spjalli á Talstöðinni kl. 12.30 í dag (mid) þar sem verður fjallað um WS 100 og þátttöku mína í hlaupinu, undirbúninginn o.fl.
þriðjudagur, maí 10, 2005
Fór snemma út í morgun (mád) og tók 12 km áður en ég fór í vinnuna. Mætti Svan á leiðinni þar sem hann hjæólaði í vinnuna. Hann lét vel af sér en hann fór í aðra aðgerð í vetur með hnéð. Þá var skafið heldur meira innan úr því en gert var í janúar. Nú siktar hann á að byrja að skokka þann 1. júní og ætlar að taka það rólega til að ofgera sér ekki og ná upp fyrri styrk. Hann er magnaður, nýlega orðinn sextugur. Einhver væri sestur í helgan stein hvað hlaupin varðar og farinn að stunda golf eða eitthvað rólegra.
Fór á Esjuna seint í kvöld og var kominn heim rétt um miðnættið. Það gekk á með skúrum í dag svo maður var heppinn að sleppa milli skúra. Það var orðið frekar dimmt á niðurleiðinni svo maður fór varlega. Það þarf ekki nema að hrasa einu sinni og allt er fyrir bí.
Seint minnkar snjórinn í Squaw. Hann er enn verulega yfir meðaltali. Það gæti orðið þungt undir færi fyrstu 20 - 30 M í sumar ef ekki gerist eitthvað drastiskt í þessu.
Sá athyglisverða grein í Mbl í morgun sem fjallaði um kynjabundið ofbeldi. Þar var vitnað í rannsókn sem gerð var á þessum málum í USA og Canada en í henni kom fram að konur væru ekki síður ofbeldisfullar á heimilum en karlar. Á hinn bóginn eru karlar sterkari þannig að þeir valda oftar meiri áverkum. Hérlendis er umræðan um þessi mál á skakk og skjön eins og svo oft áður. Hún einskorðast algerlega við að allt ofbeldi á heimilum sé unnið af körlum. Það er sama feministaofstækið í þessu eins og svo mörgu öðru. Allt of fáir þora að ganga fram fyrir skjöldu og ræða málið frá báðum hliðum. Nú er ég alls ekki að mæla ofbeldi bót eða gera lítið úr því sem er. Það eru hins vegar sjaldnast ein hlið á málinu og nauðsynlegt að ræða málið eins og það er en ekki bara þá hliðina sem þægilegri er. Ég held að það sé starfandi opinber nefnd sem eigi að berjast gegn kynjabundnu ofbeldi á heimilum, les: ofbeldi karla gegn konum. Hvað með rest?
Fór á Esjuna seint í kvöld og var kominn heim rétt um miðnættið. Það gekk á með skúrum í dag svo maður var heppinn að sleppa milli skúra. Það var orðið frekar dimmt á niðurleiðinni svo maður fór varlega. Það þarf ekki nema að hrasa einu sinni og allt er fyrir bí.
Seint minnkar snjórinn í Squaw. Hann er enn verulega yfir meðaltali. Það gæti orðið þungt undir færi fyrstu 20 - 30 M í sumar ef ekki gerist eitthvað drastiskt í þessu.
Sá athyglisverða grein í Mbl í morgun sem fjallaði um kynjabundið ofbeldi. Þar var vitnað í rannsókn sem gerð var á þessum málum í USA og Canada en í henni kom fram að konur væru ekki síður ofbeldisfullar á heimilum en karlar. Á hinn bóginn eru karlar sterkari þannig að þeir valda oftar meiri áverkum. Hérlendis er umræðan um þessi mál á skakk og skjön eins og svo oft áður. Hún einskorðast algerlega við að allt ofbeldi á heimilum sé unnið af körlum. Það er sama feministaofstækið í þessu eins og svo mörgu öðru. Allt of fáir þora að ganga fram fyrir skjöldu og ræða málið frá báðum hliðum. Nú er ég alls ekki að mæla ofbeldi bót eða gera lítið úr því sem er. Það eru hins vegar sjaldnast ein hlið á málinu og nauðsynlegt að ræða málið eins og það er en ekki bara þá hliðina sem þægilegri er. Ég held að það sé starfandi opinber nefnd sem eigi að berjast gegn kynjabundnu ofbeldi á heimilum, les: ofbeldi karla gegn konum. Hvað með rest?
mánudagur, maí 09, 2005
Fór 16 km í kvöld. Vaknaði snemma í morgun og var að hugsa um að fara út að hlaupa en bæði nennti ég því varla og síðan er ýmsu að sinna hér heima þar sem nú líður að útskrift. Það þekkja allir sem gengið hafa í gegnum að þá leggst eitt og annað til heima fyrir. Í dag var málað.
Fékk Marathon & Beyond í gær. Þar er frásögn frá 100 M hlaupi í Virgin. Kevin Polin gefur eftirfarandi ráð til 100 m hlaupara:
1.Venja sig við næturhlaup.
2. Gott er að hafa meðhjálpara í næturhlaupum.
3. Nauðsynlegt er að sinna fótunum vel. Skipta skal um sokka og skó áður en vandamálin koma í ljós.
4. Hafa skrifaðan tjekklista í töskunum á drykkjarstöðvunum þannig að maður gleymi engu sem nauðsynlegt er að gera.
5. Vera eins sjálfbjarga og mögulegt er. Treysta fyrst og fremst á sjálfan sig.
6. Rétt er að búast við að vandamál komi upp.
7. Hafa eins réttan útbúnað og mögulegt er, meðal annars hlifar til að fari ekki steinar í skóna.
8. Borða eins mikið og hægt er á drykkjarstöðvum. Saltpillur eru einnig nauðsynlegar, tvær á hverja 15 km.
9. Byrja rólega til að hafa nægt úthald á seinni hluta hlaupsins.
Félagar í UMFR36 verða á ferðinni í Danmörku á næstunni. Pétur Reimarsson hefur skráð sig í Kaupmannahafnarmaraþon þann 22. maí, hans fjórða maraþon á tveimur og hálfum mánuði. Daginn áður, þann 21. maí, mun Halldór Guðmundsson takast á við 100 kílómetra hlaup í Odense. Þar verða hlaupnir tíu 10 km hringir í bænum. Ég er ekki í neinum vafa um að honum gengur vel. Halldór er mjög rútíneraður hlaupari og hefur æft af kostgæfni í vetur. Þingvallavatnshlaupið var lokahnykkurinn í æfingaprógramminu þannig að nú er niðurtalningin hafin. Halldór ætlaði að taka þátt í del Passatore í fyrra með Pétri og Svan en meiddist á miðjum vetri og var nokkra mánuði að jafna sig. Nú er hann kominn á fulla ferð aftur, reynslunni ríkari og fær í flestan sjó. Það er ánægjulegt þegar fjölgar í 100 km félaginu. Þar er fámennt en góðmennt.
Fékk Marathon & Beyond í gær. Þar er frásögn frá 100 M hlaupi í Virgin. Kevin Polin gefur eftirfarandi ráð til 100 m hlaupara:
1.Venja sig við næturhlaup.
2. Gott er að hafa meðhjálpara í næturhlaupum.
3. Nauðsynlegt er að sinna fótunum vel. Skipta skal um sokka og skó áður en vandamálin koma í ljós.
4. Hafa skrifaðan tjekklista í töskunum á drykkjarstöðvunum þannig að maður gleymi engu sem nauðsynlegt er að gera.
5. Vera eins sjálfbjarga og mögulegt er. Treysta fyrst og fremst á sjálfan sig.
6. Rétt er að búast við að vandamál komi upp.
7. Hafa eins réttan útbúnað og mögulegt er, meðal annars hlifar til að fari ekki steinar í skóna.
8. Borða eins mikið og hægt er á drykkjarstöðvum. Saltpillur eru einnig nauðsynlegar, tvær á hverja 15 km.
9. Byrja rólega til að hafa nægt úthald á seinni hluta hlaupsins.
Félagar í UMFR36 verða á ferðinni í Danmörku á næstunni. Pétur Reimarsson hefur skráð sig í Kaupmannahafnarmaraþon þann 22. maí, hans fjórða maraþon á tveimur og hálfum mánuði. Daginn áður, þann 21. maí, mun Halldór Guðmundsson takast á við 100 kílómetra hlaup í Odense. Þar verða hlaupnir tíu 10 km hringir í bænum. Ég er ekki í neinum vafa um að honum gengur vel. Halldór er mjög rútíneraður hlaupari og hefur æft af kostgæfni í vetur. Þingvallavatnshlaupið var lokahnykkurinn í æfingaprógramminu þannig að nú er niðurtalningin hafin. Halldór ætlaði að taka þátt í del Passatore í fyrra með Pétri og Svan en meiddist á miðjum vetri og var nokkra mánuði að jafna sig. Nú er hann kominn á fulla ferð aftur, reynslunni ríkari og fær í flestan sjó. Það er ánægjulegt þegar fjölgar í 100 km félaginu. Þar er fámennt en góðmennt.
sunnudagur, maí 08, 2005
Hljóp ekkert á föstudaginn. Fór strax eftir vinnu vestur á Rauðasand með félaga mínum til að kíkja á húsið heima. Við gistum á Patreksfirði um nóttina og renndum yfir á Sand snemma um morguninn til að mæla upp húsið. Það þarf að setja gólf í það og líklega fá veggirnir að fjúka líka. Þetta er verk sem maður hefur ýtt á undan sér en nú er ég búinn að fá góðan mann til aðstoðar sem kann svona hluti. Þetta er ekki orðið neitt mál tímalega séð að renna vestur. Þvílíkur munur frá því sem var fyrir ca 15 árum. Hvalfjarðargöngin, Brattabrekka, Gilsfjarðarbrúin, Klettshálsinn, Vattarfjörðurinn, Kleifaheiðin ofl. ofl. Allir þessir leiðindakaflar komnir í nútíma búning. Það munar alla vega 1,5 klst á tíma miðað við hvaða tíma það tók fyrir 15 árum. Við sáum eina tófu á leiðinni vestur og tvo erni á leiðinni suður fyrir utan margt annað. Það var frekar kalt fyrir vestan en annars gott veður. Vorið var varla farið að kræla á sér. Komum í bæinn aftur síðla dags á laugardaginn. Tók svo Esjuna í kvöld. Það var kalt og hvasst uppi og líklega frost. Maður mátti passa sig á að láta ekki vindinn taka völdin á leiðinni niður. Þessi vika gerir tæpa 90 km. Það er allt í lagi, sérstaklega þar sem í henni eru 3 Esjuferðir. Nú fer þeim fjölgandi.
Heyrði í fréttum að skynsemin ætti að ráða varðandi verðlagningu á hráolíunni. Þó nú væri.
Jónína Ben. skrifaði grein í sunnudagsmoggann. Góð grein og miklu yfirvegaðri en fjasið í henni í Kastljósinu um daginn. Ráðlegg fólki að lesa hana.
Mér finnst gott hjá Gunnari Birgissyni að leggja fram sínar áherslur í samgöngumálum. Það er farið að styttast í sveitarstjórnarkosningar og menn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað fram að færa.
Heyrði í fréttum að skynsemin ætti að ráða varðandi verðlagningu á hráolíunni. Þó nú væri.
Jónína Ben. skrifaði grein í sunnudagsmoggann. Góð grein og miklu yfirvegaðri en fjasið í henni í Kastljósinu um daginn. Ráðlegg fólki að lesa hana.
Mér finnst gott hjá Gunnari Birgissyni að leggja fram sínar áherslur í samgöngumálum. Það er farið að styttast í sveitarstjórnarkosningar og menn verða að sýna fram á að þeir hafi eitthvað fram að færa.
föstudagur, maí 06, 2005
Tók Esjuna í kvöld. Þetta er búinn að vera fínn dagur. Veðurútlitið er heldur gott, líklega fer aðeins að hlýna. Hitti hollenskan strák við Esjurætur sem er áhugamaður um fjallamaraþon. Hann er að æfa fyrir fjallahlaup í Ítalíu. hann fór eitt 48 km langt í fyrra þar sem hækkunin var 4000 metrar og lækkunin 4000 metrar. Það er margt til.
Líklega hefur breski verkamannaflokkurinn sigur, en slakan þó samkvæmt fyrstu útgönguspám. Blair verður hálfgerður fangi í eigin flokki þar sem meirihlutinn er svo naumur að hann verður háður þeim hluta þingmanna sem er mjög andvígur honum. Líklega hættir hann bráðlega og Gordon Brown tekur við.
Nokkur numræða hefur átt sér stað um breska kosningakerfið. Það er með eindæmum vitlaust og ólýðræðislegt þar sem sá sem flest atkvæðin fær í hverju kjördæmi tekur allt. Þetta þætti ekki gáfulegt hérlendis ef það væri við lýði. Nóg er samt.
Það er alltaf gaman þegar fólk nær baráttumálum í höfn eða þó ekki sé nema hluta af þeim. Sá viðtal í Mogganum í morgun við manneskju sem var að kaupa í matinn í Stokkhólmi. Í viðtalinu var tvítekið fram að innkaupin ættu sér stað í dýrustu búð í Stokkhólmi. Hér áður fyrr barðist þessi manneskja fyrir bættum hag öreiganna (eða þannig). Það er allavega gott að hagur einhverra öreiga hefur batnað þótt ekki hafi fullur sigur unnist fyrir alla.
Líklega hefur breski verkamannaflokkurinn sigur, en slakan þó samkvæmt fyrstu útgönguspám. Blair verður hálfgerður fangi í eigin flokki þar sem meirihlutinn er svo naumur að hann verður háður þeim hluta þingmanna sem er mjög andvígur honum. Líklega hættir hann bráðlega og Gordon Brown tekur við.
Nokkur numræða hefur átt sér stað um breska kosningakerfið. Það er með eindæmum vitlaust og ólýðræðislegt þar sem sá sem flest atkvæðin fær í hverju kjördæmi tekur allt. Þetta þætti ekki gáfulegt hérlendis ef það væri við lýði. Nóg er samt.
Það er alltaf gaman þegar fólk nær baráttumálum í höfn eða þó ekki sé nema hluta af þeim. Sá viðtal í Mogganum í morgun við manneskju sem var að kaupa í matinn í Stokkhólmi. Í viðtalinu var tvítekið fram að innkaupin ættu sér stað í dýrustu búð í Stokkhólmi. Hér áður fyrr barðist þessi manneskja fyrir bættum hag öreiganna (eða þannig). Það er allavega gott að hagur einhverra öreiga hefur batnað þótt ekki hafi fullur sigur unnist fyrir alla.
fimmtudagur, maí 05, 2005
Fór út í morgun uppúr sex og tók 25 km. Poweratehringurinn, hatturinn og síðan út í Nauthólsvík og svo heim með slaufu út á Grensásveg. Nú verður að nota tímann því dagurinn er þegar skipulagður. Mætti Fríðu Rún á stígnum fyrir neðan Árbæjarlaug. Hún hefur líka verið árla á fótum. Eftir blaðaútburð gat maður síðan fengið sér te og ristað brauð. Getur verið að maður taki síðan annan túr í kvöld.
Sá í Mogganum að það er búið að legga afnám stimpilgjaldsins á ís. Þvílíkt. Ef einhver skattur er óréttlátur og ranglátur þá er það stimpilgjaldið. Erlendar lántökur bera ekki stimpilgjald, raðgreiðslur bera ekki stimpilgjald og skuldbreyting innan sama banka ber ekki stimpilgjald. Ný lán í banka bera stimpilgjald og lán sem notað er til að gera upp lán í öðrum banka ber stimpilgjald. Ég efast um að þessi skattur standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem einungis hluti lántöku ber stimpilgjaldið. Þegar ég endurfjármagnaði íbúðalánasjóðslánnið í janúar með lífeyrissjóðsláni borgaði ég um 120.000 kall í stimpilgjald. Ég verð svona 5 mánuði að vinna það upp með lægri afborgunum af nýja láninu. Ég sá djöfull mikið eftir þessum peningum af því ég veit að það þurfa ekki allir lántakendur að borga svona skatt.
Sá í Mogganum að það er búið að legga afnám stimpilgjaldsins á ís. Þvílíkt. Ef einhver skattur er óréttlátur og ranglátur þá er það stimpilgjaldið. Erlendar lántökur bera ekki stimpilgjald, raðgreiðslur bera ekki stimpilgjald og skuldbreyting innan sama banka ber ekki stimpilgjald. Ný lán í banka bera stimpilgjald og lán sem notað er til að gera upp lán í öðrum banka ber stimpilgjald. Ég efast um að þessi skattur standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem einungis hluti lántöku ber stimpilgjaldið. Þegar ég endurfjármagnaði íbúðalánasjóðslánnið í janúar með lífeyrissjóðsláni borgaði ég um 120.000 kall í stimpilgjald. Ég verð svona 5 mánuði að vinna það upp með lægri afborgunum af nýja láninu. Ég sá djöfull mikið eftir þessum peningum af því ég veit að það þurfa ekki allir lántakendur að borga svona skatt.
Hefðbundið 16 km hlaup í kvöld. Kom heim um miðnættið. Allt í fínu lagi og bakið orðið þokkalega mjúkt. Fékk bréf í morgun frá Kristni í San Francisco. Hann býst við að geta crúað mig hluta af leiðinni í júní og er það mjög ánægjuleg tilhugsun. ´Það er alltaf gott að hafa aðeins fast land undir fótum á ókunnugum slóðum. Hann kom dálítið inn á fjallaljón og skröltorma. Fjallaljón eru ekki óalgeng á þeim slóðum sem hlaupið er. Þegar hlauparar eru einir síns liðs að æfa í brautinni eru þeir gjarna með flautu til að fæla kvikindin burtu ef þau láta sjá sig. Öllu verra er það með skröltormana sem skríða inn á stígana á sólríkum dögum til að baka sig. Þeim er ekki beint vel við að láta stíga ofan á sig og er þá eins gott að vera fljótur að hoppa upp ef manni skyldi verða það á. Hann sagðist hafa í þrígang þurft að stökkva yfir orm sem lá á stígum nálægt heimilinu.
Ansi finnst mér umræðan sem hefrur skapast í framhaldi af þætti Opruh Winfrey vera fyndin. Það gekk nú ekki svo lítið á í vetur þegar var verið að spekulera í hver yrði þess heiðurs aðnjótandi að spjalla við sjálfa drottningu spjallþáttanna. Það væri svipað að fá að snerta guðdóminn sjálfan. Að lokum var miss Beckham Íslands valin (eins og hún er gjarna nefnd í DV) ásamt einhverjum tveim til og voru þær vafalaust taldar hafa höndlað hina endanlegu hamingju. Hvað kemur svo á daginn? Maður les í Mogganum greinar frá bálreiðum konum í Bandaríkjunum sem segjast munu kenna sig við Finnland héðan í frá eftir að hafa hlustað á herlegheitin og alls ekki láta dætur sínar fara í skólann með Iceland á bolnum. Það kom nefnilega í ljós að Oprah Winfrey kann sitt fag. Frægð hennar gengur út á að vekja athygli með þáttum sínum og skapa umtal. Ef hún færi að fjasa um fiskuppskriftir, feðraorlof og menntun kvenna á Íslandi myndu allir sofna úr leiðindum og auglýsingatekur falla. Því þurfti hún að fá eitthvað djúsí í þáttinn. Hún þurfti því bara að spyrja nógu margra ágengra spurninga nógu oft þar til hægt var að klippa saman nógu margar krassandi spurningar og krassandi svör við þeim til að fylla heilan þátt. Sumt kom ótilkvatt (við erum svo hip hop og trendý og erum bara á barnum fram til kl. 6 um morguninn bla bla bla bla) en í annað náði hún með hörku og klókindum. Bingó. Það sem mér finnst fyndnast er að það skuli hafa verið fjölmiðlakona sem lendir í þessu. Þó hún segist hafa farið af stað með góðum ásetningi um að kynna hönnun, mat og ég man ekki hvað þá hefur það verið svo mikið mál hjá henni að fara í þátt hjá OW að allur góður ásetningur hefur rokið út um gluggann. Ég svara ekki spurningum um kynlíf. Jæja, kannski bara svolítið fyrst hún spyr svona mikið um það. Ég vil alls ekki koma með hákarl og hrútspunga. Nú, fyrst hún vill ekki annan mat ætli ég slái ekki til!!! Það er segin saga hérlendis sem annarsstaðar að þegar maður fer í viðtal þá verður maður að passa sig á einu. Það er að það sé ekki hægt að taka svör úr samhengi og fá þannig út aðra meiningu en maður vildi segja. Íslenskir fjölmiðlamenn sem og erlendir iðka þá list oft af mikilli kúnst að kippa orðum og setningum úr samhengi og fá þannig út allt annað en viðmælandinn meinti. Það er stundum hart að fá boomerangið í hausinn. Oprah Winfrey er enginn amatör, hún er proffi. Það er engin tilviljun að hún hefur náð þangað sem hún er komin.
Ansi finnst mér umræðan sem hefrur skapast í framhaldi af þætti Opruh Winfrey vera fyndin. Það gekk nú ekki svo lítið á í vetur þegar var verið að spekulera í hver yrði þess heiðurs aðnjótandi að spjalla við sjálfa drottningu spjallþáttanna. Það væri svipað að fá að snerta guðdóminn sjálfan. Að lokum var miss Beckham Íslands valin (eins og hún er gjarna nefnd í DV) ásamt einhverjum tveim til og voru þær vafalaust taldar hafa höndlað hina endanlegu hamingju. Hvað kemur svo á daginn? Maður les í Mogganum greinar frá bálreiðum konum í Bandaríkjunum sem segjast munu kenna sig við Finnland héðan í frá eftir að hafa hlustað á herlegheitin og alls ekki láta dætur sínar fara í skólann með Iceland á bolnum. Það kom nefnilega í ljós að Oprah Winfrey kann sitt fag. Frægð hennar gengur út á að vekja athygli með þáttum sínum og skapa umtal. Ef hún færi að fjasa um fiskuppskriftir, feðraorlof og menntun kvenna á Íslandi myndu allir sofna úr leiðindum og auglýsingatekur falla. Því þurfti hún að fá eitthvað djúsí í þáttinn. Hún þurfti því bara að spyrja nógu margra ágengra spurninga nógu oft þar til hægt var að klippa saman nógu margar krassandi spurningar og krassandi svör við þeim til að fylla heilan þátt. Sumt kom ótilkvatt (við erum svo hip hop og trendý og erum bara á barnum fram til kl. 6 um morguninn bla bla bla bla) en í annað náði hún með hörku og klókindum. Bingó. Það sem mér finnst fyndnast er að það skuli hafa verið fjölmiðlakona sem lendir í þessu. Þó hún segist hafa farið af stað með góðum ásetningi um að kynna hönnun, mat og ég man ekki hvað þá hefur það verið svo mikið mál hjá henni að fara í þátt hjá OW að allur góður ásetningur hefur rokið út um gluggann. Ég svara ekki spurningum um kynlíf. Jæja, kannski bara svolítið fyrst hún spyr svona mikið um það. Ég vil alls ekki koma með hákarl og hrútspunga. Nú, fyrst hún vill ekki annan mat ætli ég slái ekki til!!! Það er segin saga hérlendis sem annarsstaðar að þegar maður fer í viðtal þá verður maður að passa sig á einu. Það er að það sé ekki hægt að taka svör úr samhengi og fá þannig út aðra meiningu en maður vildi segja. Íslenskir fjölmiðlamenn sem og erlendir iðka þá list oft af mikilli kúnst að kippa orðum og setningum úr samhengi og fá þannig út allt annað en viðmælandinn meinti. Það er stundum hart að fá boomerangið í hausinn. Oprah Winfrey er enginn amatör, hún er proffi. Það er engin tilviljun að hún hefur náð þangað sem hún er komin.
þriðjudagur, maí 03, 2005
Tók mér frí í dag. Er svolítið stífur i bakinu og taldi ekki ástæðu til að þrælast á því þar sem allt er í þokkalegu róli. Það er svo sem ekki mikið að gerast þar fyrir utan. Sá Púllarana slá Chelsea út úr meistaradeildinni. Munaði litlu að Eiður næði að skora þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum en það munaði nógu miklu til að það gerðist ekki.
Haukar unnu góðan sigur í Eyjum og geta tryggt sér meistaratitilinn í næsta leik í Firðinum. Gott hjá Haukum sem byggja lið sitt að mestu leyti á eigin framleiðslu á handboltamönnum.
Haukar unnu góðan sigur í Eyjum og geta tryggt sér meistaratitilinn í næsta leik í Firðinum. Gott hjá Haukum sem byggja lið sitt að mestu leyti á eigin framleiðslu á handboltamönnum.
mánudagur, maí 02, 2005
Tók Esjuna í kvöld. Fór alveg upp að steini og hljóp svo niður. Var aðeins lengur á leiðinni en síðast enda ekki furða, efst var frost, snjór á stígnum og mótvindur. Mjög ánægður með að finna ekkert fyrir þessu í fótunum svo og að Þingvallavatnshlaupið gerði ekki vart við sig á neinn hátt. Stoppa ekkert á leiðinni hvorki á leiðionni upp eða niður og snýst á hæli hjá steininum og held án tafar til baka.
Síðasti mánuðurinn hafinn. Einn fimmti eftir af æfingatímanum en einn fjórði af æfingamagninu. Ég tel júní varla með, þá verður bara niðurtalning og þægilegheit. Þetta hefur liðið hratt og verið skemmtilegt. Ef ekkert kemur upp á verður það sem eftir er á álíka nótum.
Blað var brotið í sögu The Beautifuls í kvöld. Þeir fóru í stúdíó hjá Leaves og tóku upp lag sem á að hljóma sem hvatningarsöngur Víkings á fótboltavellinum í sumar. Þetta var mikil upplifun hjá ungum drengjum að fara í alvöru stúdíó og vinna með alvöru mönnum. Gaman verður að heyra útkomuna. Það fer að styttast í að deildin fari að byrja svo þetta voru síðustu forvöð.
Spennan fer vaxandi í Bretlandi í aðdraganda kosninga. Það virðist sem svo að Blair sé alls ekki viss um að sigra. Mér hefur reyndar alltaf fundist hann vera hálfgerður froðusnakkur, poppaður upp af auglýsingastofum. Hvað var sagt hér áður; "The new Labour" Allir kratar sem vettlingi gátu valdið nudduðu sér upp við hann. New Labour var orðið. Hvernig er staðan nú? Össur sver af sér alla velvild í garð Blairs en tengir sig við fjármálaráðherrann. Menn segja að Labour vinni líklega þrátt fyrir Blair. Hann er rúinn trausti, uppvís að tvísögli og ósannsögli. Það trúir varla nokkur maður að frá honum komi neitt sem máli skiftir. Málflutningur hans skiptir ekki máli, það getur farið svo að hann verði fangi í eigin flokki enda þótt Labour sigri, því andstaða er mikil gegn honum í hans eigin flokki.
Myndin í sjónvarpinu gær var sterk, en hún fjallaði um Blóðuga sunnudaginn í Londonderry í Norður Írlandi. Ástandið þarna hefur verið svakalegt gegnum áratugina. Bretar eru loksins farnir að átta sig á að herseta leysir engann vanda á þessu svæði en í framhaldi af blóðuga sunnudegnum voru hermennirnir sem skutu niður varnarlaust fólk aðlaðir. Þannig var afstaða breska "heimsveldisins" á þeim tíma.
Síðasti mánuðurinn hafinn. Einn fimmti eftir af æfingatímanum en einn fjórði af æfingamagninu. Ég tel júní varla með, þá verður bara niðurtalning og þægilegheit. Þetta hefur liðið hratt og verið skemmtilegt. Ef ekkert kemur upp á verður það sem eftir er á álíka nótum.
Blað var brotið í sögu The Beautifuls í kvöld. Þeir fóru í stúdíó hjá Leaves og tóku upp lag sem á að hljóma sem hvatningarsöngur Víkings á fótboltavellinum í sumar. Þetta var mikil upplifun hjá ungum drengjum að fara í alvöru stúdíó og vinna með alvöru mönnum. Gaman verður að heyra útkomuna. Það fer að styttast í að deildin fari að byrja svo þetta voru síðustu forvöð.
Spennan fer vaxandi í Bretlandi í aðdraganda kosninga. Það virðist sem svo að Blair sé alls ekki viss um að sigra. Mér hefur reyndar alltaf fundist hann vera hálfgerður froðusnakkur, poppaður upp af auglýsingastofum. Hvað var sagt hér áður; "The new Labour" Allir kratar sem vettlingi gátu valdið nudduðu sér upp við hann. New Labour var orðið. Hvernig er staðan nú? Össur sver af sér alla velvild í garð Blairs en tengir sig við fjármálaráðherrann. Menn segja að Labour vinni líklega þrátt fyrir Blair. Hann er rúinn trausti, uppvís að tvísögli og ósannsögli. Það trúir varla nokkur maður að frá honum komi neitt sem máli skiftir. Málflutningur hans skiptir ekki máli, það getur farið svo að hann verði fangi í eigin flokki enda þótt Labour sigri, því andstaða er mikil gegn honum í hans eigin flokki.
Myndin í sjónvarpinu gær var sterk, en hún fjallaði um Blóðuga sunnudaginn í Londonderry í Norður Írlandi. Ástandið þarna hefur verið svakalegt gegnum áratugina. Bretar eru loksins farnir að átta sig á að herseta leysir engann vanda á þessu svæði en í framhaldi af blóðuga sunnudegnum voru hermennirnir sem skutu niður varnarlaust fólk aðlaðir. Þannig var afstaða breska "heimsveldisins" á þeim tíma.
sunnudagur, maí 01, 2005
Var að ljúka við að klára statistikkina fyrir apríl. Hann lagði sig með 507 km sem er það mesta sem ég hef hlaupið í einum mánuði til þessa. Síðustu þrjár vikur voru 130 km, 133 km og 145 km. Í janúar hljóp ég að jafnaði um 65 km á viku, í febrúar tæpa 80 km á viku, í mars rúma 100 km á viku og í apríl nálægt 130 km á viku. Samtals er heildarmagnið frá áramótum rétt yfir 1500 km eða sem svarar hring í kringum landið. Þetta er allt eftir bókinni og hefur allt gengið upp til þessa sem ætlað var og getur maður ekki verið annað en ánægður með það. Ég geri ráð fyrir að maí verði svipaður að magni til og apríl en uppleggið verður dálítið annað. Nú verður meiri áhersla lögð á Esjuna og brekkuátök, bæði upp og niður. Það segja allir sem til þekkja að lykillinn að því að frjósa ekki fastur á miðri leið í WS 100 er að hafa sinnt brekkuhlaupunum af kostgæfni. Ég held að uppleggið frá byrjun hafi verið nokkuð skynsamlegt með því að fara frekar rólega af stað en þyngja síðan stöðugt á. Það sem leynist síðan bak við janúar og febrúar er að ég tók þá alltaf löng hlaup á laugardögum og sunnudögum (25 - 35 km) en var þá aftur á móti frekar rólegur í miðri viku. Það hefur örugglega nýst mjög vel að taka þessi hamborgarahlaup eins og þau eru kölluð því þau byggja örugglega betur upp styrkinn en að hlaupa löng hlaup með óreglulegum hætti. Get ekki sagt að ég finni fyrir gærdeginum enda var ekki um átakahlaup að ræða heldur skemmti- og félagshlaup.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)