Fór út í morgun uppúr sex og tók 25 km. Poweratehringurinn, hatturinn og síðan út í Nauthólsvík og svo heim með slaufu út á Grensásveg. Nú verður að nota tímann því dagurinn er þegar skipulagður. Mætti Fríðu Rún á stígnum fyrir neðan Árbæjarlaug. Hún hefur líka verið árla á fótum. Eftir blaðaútburð gat maður síðan fengið sér te og ristað brauð. Getur verið að maður taki síðan annan túr í kvöld.
Sá í Mogganum að það er búið að legga afnám stimpilgjaldsins á ís. Þvílíkt. Ef einhver skattur er óréttlátur og ranglátur þá er það stimpilgjaldið. Erlendar lántökur bera ekki stimpilgjald, raðgreiðslur bera ekki stimpilgjald og skuldbreyting innan sama banka ber ekki stimpilgjald. Ný lán í banka bera stimpilgjald og lán sem notað er til að gera upp lán í öðrum banka ber stimpilgjald. Ég efast um að þessi skattur standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þar sem einungis hluti lántöku ber stimpilgjaldið. Þegar ég endurfjármagnaði íbúðalánasjóðslánnið í janúar með lífeyrissjóðsláni borgaði ég um 120.000 kall í stimpilgjald. Ég verð svona 5 mánuði að vinna það upp með lægri afborgunum af nýja láninu. Ég sá djöfull mikið eftir þessum peningum af því ég veit að það þurfa ekki allir lántakendur að borga svona skatt.
fimmtudagur, maí 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli