Esjutúr í kvöld í góðu veðri. Mikill munur er nú að af fara þarna upp í logni og hlýju heldur en að vera að strita í árans garranum. Vonandi er vorið komið nú fyrir alvöru. Ég finn að það er ekki úthaldið sem temprar hraðann upp í móti heldur styrkurinn í fótunum. Því verður að nota tímann sem eftir er ins vel og hægt er, enda þótt það gerist engin stórtíðindi héðan af.
Sá á netinu að um síðustu helgi var haldið 6, 12 og 24 tíma hlaup á Borgundarhólmi. Meðan bjart var í bænum var hlaupinn 1,6 km hringur en eftir að fór að dimma var hlaupið fært aðeins til og var þá hlaupinn 1,7 km hringur. Sá karl sem lengst hljóp náði rúmum 229 km en konan sem lengst dró hljóp 198 km. Þau eru hjón!!! og koma frá Svíþjóð. Ég hugsa að það sé orðið dálítið þreytandi að hringsóla svona í heilan sólarhring. Manni fannst alveg nóg um tímana fjóra í Pétursþoninu. Alls tíku 14 karlar og 4 konur þátt í hlaupinu.
fimmtudagur, maí 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli