Fór út um kl. 2300 og hljóp um 27 km. Poweratehringurinn, Hatturinn, út í Nauthólsvík og til baka, út á Grensásveg og aukaslaufur eiga að gera þessa vegalengd. Veðrið var afar gott, bjart og logn en kólnaði undir miðnættið. Það var um 6 stiga hiti þegar ég fór út en hann var kominn niður í 2ja stiga hita þega ég sá síðast á mæli. Nú þarf maður helst að fara að fá hita til að fara að venja sig svolítið við hann. Annars geri ég ráð fyrir að hlaupa aldúðaður eins og á vetrardegi það sem eftir er.
Umræða um meintar mútugreiðslur til lækna voru til umræðu í Kastljósi í kvöld. Kári Stefánsson varðist af hörku og níddi niður lækni sem hafi fjallað um slíkar greiðslur lyfjafyrirtækja til lækna kvöldið áður. Ég ætla ekki að dæma um þetta en þessi umræða rifjaði upp fyrir mér umfjöllun um málara og atvinnusjúkdóm þeirra sem var mikið til umræðu í Danmörku þegar ég bjó þar á sínum tíma. Málarar héldu því fram að leysiefnin úr málningunni ylli heilaskaða sem meðal annars kæmi fram í minnisleysi og lakari einbeitingu hjá málurum. Hópur lækna var fenginn til að rannsaka málið fyrir hönd málningarfyrirtækjanna. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að það væri alveg hættulaust að vinna við málningarvinnu og málningin væri skaðlaus en ástæða fyrrgreindra erfiðleika hjá málurum væri sú að málarar hefðu að upplagi minni greind en venjulegt fólk.
Keflavík vann KR í kvöld. Það var ánægjulegt.
föstudagur, maí 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli