þriðjudagur, maí 03, 2005

Tók mér frí í dag. Er svolítið stífur i bakinu og taldi ekki ástæðu til að þrælast á því þar sem allt er í þokkalegu róli. Það er svo sem ekki mikið að gerast þar fyrir utan. Sá Púllarana slá Chelsea út úr meistaradeildinni. Munaði litlu að Eiður næði að skora þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum en það munaði nógu miklu til að það gerðist ekki.

Haukar unnu góðan sigur í Eyjum og geta tryggt sér meistaratitilinn í næsta leik í Firðinum. Gott hjá Haukum sem byggja lið sitt að mestu leyti á eigin framleiðslu á handboltamönnum.

Engin ummæli: