Laugardagurinn var ekki dagur stórátaka. Fyrriparturinn fór í að ganga frá eftir gærdaginn og koma ýmsu fyrir á nýjan leik. Svo var farið á völlinn eftir hádegið þar sem Víkingarnir öttu kappi. Réttir Víkingar unnu stórsigur á Víkingunum frá Ólafsvík. Það er ánægjulegt að sjá að það ehfur tekist að stilla upp góðu liði eftir hina miklu blóðtöku frá síðasta ári. Það eru hins vegar margir leikir eftir og margt getur skeð fram á haustið, en fagna ber hverjum 3 stigum sem eru í höfn.
Fór út í kvöld (laugardag) og hljóp 25 km í góðu vorveðri. Kom inn rétt fyrir miðnættið. Maður getur því miður ekki notið góða veðursins eins og skyldi því nú dúða ég mig eins og ég get til að venja mig við hitann og svitna eins og ég get. Því verður ekkert stuttermabolshlaup fyrr en komið verður fram í júlí.
sunnudagur, maí 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli