Ekkert hlaupið í gær þar sem hvílt var samkvæmt planinu. Veðrið var hins vegar afar gott og kjörið fyrir útiveru.
Sá nýlega grein um Badwater sem ég þýddi lungann úr að gamni og til fróðleiks. Hún fylgir hér á eftir.
Badwater ultra maraþon er ekki bara eitt af þessum mörgu hlaupum sem eru miserfið. Það er ekki bara að skrá sig á þátttakendalista til að taka þátt í hlaupinu. Þátttakendur verða að standast strangar kröfur til að fá að taka þátt í hlaupinu. Sérstök nefnd velur þá sem fá að taka þátt í hlaupinu. Þann 15. febrúar er birtur listi yfir 80 hlaupara sem verður heimilt að taka þátt í hlaupinu. Síðan er tíu aðilum boðið til hlaupsins eftir sérstökum viðmiðunum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur frá 12 þjóðum taki þátt í hlaupinu í ár. Af mörgum er Badwater talið eitt af erfiðustu hlaupum heims. Hlaupið hefst við Badwater 85 metra undir sjávarmáli og endar við Mt. Whitney Portals 2533 m. yfir sjávarmáli. Fara þarf yfir þrjú fjöll á leiðinni og hitastigið í Dead Valley fer iðulega upp í 50 gráður á Celsíus. Uppi á fjöllunum er frost. Sextíu og þrjár mílur af leiðinni er flöt eyðimörk, fjörutíu og sex mílur liggja upp á við og tuttugu mílur liggja niður á við. Á árunum 1974 - 1986 voru skráðar 70 formlegar tilraunir til að fara þessa leið. Aðeins fjórum aðilum tókst ætlunarverkið. Sá fyrsti sem lauk hlaupinu hét Al Arnold sem lauk því í þriðju tilraun á 84 klst. Í fyrstu tilraun sinni leið hann útaf eftir aðeins 18 mílur. Eftir þá tilraun hóf ann æfingar í gufubaði þar sem hann kom fyrir hjóli og æfði sig daglega þar. Þar til viðbótar hljóp hann fjórum sinnum í viku í erfiðu landslagi samtals um 80 - 90 mílur eða um 130 - 140 km. Metið var því næst bætt niður í 56.33 af Max Telford frá Nýja Sjálandi. Árið 1986 var fyrsta formlega keppnin skipulögð. Tuttugu og tveir hófu hlaupið en það þurfti að aflýsa því út að ágreiningu um tryggingamál varðandi fylgdarlið. Tveir hlauparar ákváðu engu að síður að reyna að ljúka hlaupinu og tókst það á 70 klst. 22 mín. Árið eftir var fyrsta formlega Badwater hlaupið haldið og voru fimm keppendur skráðir til leiks. Viku áður hafði fyrsta konan, Linda Elam, lokið hlaupinu.
Cornell vann fyrsta formlega hlaupið á tímanum 45 klst. 15 mín. Besti tími konu í þessu hlaupi var skráður 52.15. Lakasti tíminn sem skráður hefur verið náðist í fyrsta hlaupinu þegar Crutshlow nokkur lauk því á 126 klst og 30 mín. Nú hefur fagmennska vaxið og lagðir miklu meiri fjármunir í þetta en var gert áður. Hlauparar geta t.d. baðað sig í ísvatni sem er komið fyrir í húsbílum sem fylgja þeim. Orkunotkun er reiknuð út fyrir fram og mataræði stillt upp eftir því. Með hliðsjón af fyrrgreindu má enn betur sjá hvílíkt afrek það var hjá Scott Jurek að setja brautarmet í Badwater sl. sumar á um 24 klst. Monica Schulz lauk hlaupinu á um 38 klst, en hún hefur hlaupið það á undir 30 klst.
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli