Tók 8 km fyrir kvöldmat í afar góðu hlaupaveðri.
Langt síðan ég hef heyrt eins gott og skorinort erindi eins og Egill Helgason flutti á Stöð 2 í kvöld. Hann hraunaði yfir feministafastistana sem sjá fátt verra en Bandaríkin og hvíta karlmenn. Síðan geta þær verið, eins og Egill lýsti því, fullar af skilningi og umburðarlyndi á miðaldasjónarmiðum og kvennakúgurum í Austurlöndum nær. Framferði karlmanna í Arabalöndunum er réttlætt með því að það sé annar menningarheimur og það verði að sýna þeim fullt umburðarlyndi og kurteisi. Skiptir ekki máli þótt þarlendir neiti að taka í höndina á kvenfólki sökum þess að það sé óæðra en karlar að þeirra mati. Dogs and woman not allowded stendur þar í verslunardyrum. Umburðarlyndið og skilningurinn hjá þessu liði á framferði arabakarla helgast af bandaríkjafóbíu þeirra. Arabískir karlar hata Bandaríkin og það gerir feministaöfgaliðið einnig.
Ég hef lengi látið í ljós andúð mína á málflutningi öfgasinnaðra feminista. Sú skoðun mín mun ekki breytast. Mér til ánægju heyrir maður æ oftar að venjulegu fólki er farið að ofbjóða í æ ríkari mæli yfirgangurinn og öfgarnir í þeim og mannfyrirlitningin sem birtist í ýmsum myndum. Einu sinni man ég eftir því að ein þingkonan fullyrti að 25% karlmanna væru nauðgarar. Erlendar rannsóknir hefðu sýnt það og sannað. Henni vafðist tunga um tönn þegar fréttamaðurinn spurði hver karlanna í þingfloknum félli undir þessa smekklegu skilgreiningu.
Ég endurtek þakkir til Egils Helgasonar fyrir uppbyggilegan pistil.
föstudagur, febrúar 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli