Fór hring í hverfinu í gærkvöldi í góðu veðri. Kláraði rúmlega 300 km í janúar eða rétt tæpa 70 km á viku. Það er það lengsta sem ég hef hlaupið í janúar til þessa. Öll plön gengu upp. Enda þótt það þyki ýmsum það vera baunatalning að halda saman hlaupnum kílómetrum þá finnst mér það vera nauðsynegt til að hafa yfirlit um hvrenig æfingar ganga, hvort sett markmið náist og hafa samanburð milli ára um þróun æfinga. Það er einnig hægt að halda saman þeim tíma sme fara í æfingar, það er kannski ekkert betra því maður er tildæmis lengur að hlaupa ákveðna vegalengd í mótvindi heldur en í meðvindi og fær þá meira út úr því. Stefni að svipaðri vegalengd í febrúar.
Fór og heimsótti Steingrím á Landsspítalann í gærkvöldi. Hann er á réttri leið eftir bílslys sem hann lenti í fyrir tæpum tveimur vikum. eftir að hann fór í aðgerð í síðustu viku til að tappa vökva úr brjóstholinu á honum þá hefur allt verið á réttri leið. Það komu um tveir lítrar út þannig að eitthver áhrif hefur það haft. Hann vonast til að vera kominn til vinnu í mars ef allt gegnur eins og ætlað er.
Múhameðstrúarmenn eru æfir yfir einhverjum teikningum af Múhameð spámanni sem birtust í Jyllandsposten í september. Þeir hóta sprengjuárásum á Danmörku, norrrænir ríkisborgarar eru fluttir frá arabalöndum vegna hótana, danskir og norskir fánar svo og myndir af Anders Fogh Rasmussen eru brenndar á götum úti. Mér fannst Friðrik Þór standa sig vel í sjónvarpinu í gærkvöldi þegar hann fjallaði um málið andspænis formanni múhameðstrúarmanna hérlendis. Á þessu máli eru margar hliðar og ég veit ekki hvort ég komist yfir að fara í gegnum það hér. Fjölmenningarliðið fjasar sífellt um að við eigum að sýna umburðarlyndi gagnvart þeim sem flytjast til landsins og bera virðingu fyrir þeirra siðum og venjum. Gott og vel. Það er ok svo langt sem það nær. Það verður hins vegar að vera gagnkvæmt. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Múhameðstrúarmenn eru þekktir fyrir allt annað en umburðarlyndi gagnvart öðrum siðum og venjum. Þeir líta á kristna trú sem óhreina og hafa þá köllun að útrýma því sem óhreint er. Flóknara er það nú ekki. Formaður múhameðstrúarmanna segir að það sé bannað að teikna spámanninn. Bannað að teikna spámanninn!! Það er bara ekkert annað. Samkvæmt því ætti að vera bannað að hafa teiknaðar myndir af Kristi á altaristöflum eða á jólakortum. Samkvæmt þessu ætti Davíð Stefánsson að hafa verið settur á sama lista og Salmon Rhusdi var settur fyrir söngva Satans eftir að hann skrifaði Gullna hliðið og Monty Pyton gengið að hljóta álíka örlög fyrir myndina Life of Brian. Nú má vel vera að það gangi ekki að blanda þessum menningar- og trúarbragðaheimum saman, til þess séu þeir of ólíkir. Ef að það er niðurstaðan þá held ég að það sé best að það sé hver heima hjá sér þannig að menn séu ekki að pirra hvern annan með svona uppákomum.
Að lokum. Hvar skyldi lóðin vera staðsett sem á að fara undir mosku múhameðstrúarmanna sem á að rísa í Elliðaárdalnum?
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli