mánudagur, apríl 27, 2009

Einhver bjáninn hafði ekki annað að gera á kjörstað en að skíta á gólfið í kjörklefanum og skeina sér á kjörseðlinum. Sá hefði haft gott af því að vera fædd í Kína á dögum Maós eða í Argentínu á dögum herforingjastjórnarinnar svo dæmi séu nefnd um hlýleg ekkilýðræðisríki. Á Vísi.is sá maður svo að ekki hafði náðst í skítadreifarann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta lýsir fréttamatinu afar vel. Fjölmiðlar eltast við fólk sem hagar sér eins og vitleysingar en ég hef aftur á móti hvergi séð að það þyki fréttnæmt að nær 200 manns hlupu hálft og heilt maraþon í Reykjavík í blíðunni á kjördag. Það er líklega varla nógu geðveikt.

Fréttamaður ríkissjónvarpsins skálmar upp að þinghúsinu og tekur viðtal við þrjá grímuklædda svokallaða akivista sem híma þar undir vegg. Það þykir fréttaefni sem þeir segja. Mér finnst að það ætti að vera grundvallaratriði hjá ríkisfjölmiðli að það sé ekki talað við fólk sem stendur í götuóeirðum og hylur andlit sitt eins og glæpamenn. Á sama tíma upplýsir fulltrúi löglega framboðins framboðslista til Alþingis að honum sé ómögulegt að ná athygli hjá sama fjölmiðli nema með einhverjum bjánalátum.

Ég kláraði mitt 30 maraþon á laugardaginn. Það eru nokkuð margir sem hafa hlaupið fleiri maraþon. Ætli ég sé ekki í 16-17 sæti eða eitthvað álíka. Mitt fyrsta maraþon hljóp ég sumarið 2000. Bryndís Svavarsdóttir trónir ein langefst á toppnum með 105 maraþon. Ætli ég hafi svo ekki hlaupið annað eins og þessi 30 maraþon í ultrahlaupum. Alls hafa yfir 1200 íslendingar hlaupið eitt eða fleiri maraþon. Það er dálítið mikið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála því að þetta lið er viðbjóðslegt. Þetta er pakkið sem klifraði upp í byggingakrana á Reyðarfirði og meig á lögreglumennina sem fóru að hjálpa þeim niður, sama liðið og kastaði þvagi og saur í Alþingishúsið og lögregluna. Sama lið og stóð að hústökunni um daginn. Þetta eru svokallaðir anarkistar sem viðurkenna ekki að það séu stjórnvöld sem hafi með stjórn samfélagsins að gera. Alveg sama þótt þau séu lýðræðislega kjörin. Þeirra sjónarmið varðandi kosningar er að það sé niðurlægjandi að velja sér stjórnvöld og gangast þar með undir vald annarra. Líta semsagt á það sem ákveðin skilaboð að "gefa skít" í kosningarnar, beinlínis. Þetta er pakkið sem heldur úti hinni smekklegu vefsíðu "aftaka.org"

En þessi skítbuxi er víst einhver stúlka úr þeirra hópi, sem er sjálfsagt hampað sem hetju þessa dagana í hópi þessara vitleysingja og er sjálfsagt ákaflega ánægð með sig og uppátækið. Þangað til fjölmiðlar og foreldrarnir finna út hver hún er.

https://publish.indymedia.org.uk/media/2009/04//428652.mp4

Það er alveg hreint ótrúlegt hvernig fjölmiðlar eltast við þetta lið. Það á bara að vera regla að tala ekki við fólk sem hylur andlit sitt. En hvað með þegar þetta lið fór á Bessastaði? Bara boðið inn í kaffi!! Það er nú kannski ekki hægt að gera miklar kröfur þegar forsetafrúin hegðar sér eins og fífl.

Og svo er það alveg með endemum að fólk skuli hafa kosið þessa Borgarahreyfingu á þing. Fólkið sem réðist til atlögu að lýðræðislega kjörnu Alþingi með ofbeldi. Veit ekki hvað maður á eiginlega að halda.

Þú hefur sjálfsagt átt erfitt með að kjósa Gunnlaugur, eða ertu kominn aftur í Framsókn?

Nafnlaus sagði...

Án þess að það skipti svo miklu máli þá átti ég virkilega erfitt með að taka ákvörðun að þessu sinni. Mér finnst hins vegar það vera svo mikið principmál að nota kosningaréttinn að það stóð aldrei annað til en að gera það. Mér finnst aumingjaháttur að skila auðu og það kom aldrei til greina að sitja heima. Ég er óflokksbundinn og geri ráð fyrir að vera það framvegis.