Fór að stað á laugardagsmorguninn tæplega 8.30 út Fossveginn til móts við Pétur og Halldór. Fór aðeins lengra en að göngubrúnni og hitti þá rétt fyrir kl. 9.00. Maður finnur mikinn mun á hvað er léttara og skemmtilegara að hlaupa þegar stígarnir eru þíðir og svell og snjór horfið. Við höfðum aðeins verið að velta fyrir okkur að fara utanvegahlaup með Fífunni frá Hafnarfjarðarlauginni. Þar sem þetta átti að vera stuttur dagur var því sleppt en annars hefði það passað fínt að taka það með. Haraldur Júlíusson kom léttstígur á móti okkur þegar við vorum að komast að göngubrúnni en hann hefur stundum (of sjaldan) komið með okkur í laugardagstúrinn í vetur. Við fórum sem leið lá yfir Kópavoginn og fyrir Arnarnesið og þaðan til baka. Þegar við skildum setti Pétur okkur Haraldi fyrir það verkefni að taka Kópavogaströppurnar tvisvar sem við gerðum með sóma. Þær eru fín æfing og verða æ auðveldari. Við Haraldur fórum síðan yfir í Fossvogsdalinn og inn í Elliðárdal þar sem við tókum aukaslaufu upp að stíflu til að ná amk 25 km. Síðan fór hver til sína heima.
Sat flokksþing Framsóknar eftir hádegi og fram eftir degi. Það er margt skemmtilegt sem kemur upp á svona þingum og sérstaklega ef einhverjir fá það á tilfinninguna að það eigi að rugga bátnum eitthvað. Man. Utd vann góðan sigur og er farið að naga í hálsmálið á Chelsea. Kannski Ferguson taki þetta á lokasprettinum?
Fór undir kvöldið með fjölskyldunni upp í Borgarfjörð þar sem fagnað var fimmtugsafmæli einnar frænkunnar. Það var góð samkoma.
sunnudagur, febrúar 27, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli