Fór í stöðina í kvöld og tók prógrammið, hlaup og túr í gegnum tækin. Tálgaði smá tíma af hlaupatímanum. Þetta verður orðið betra eftir ca mánuð. Það er heldur leiðinlegra að hlaupa á bretti heldur en úti. Þar er alltaf eitthvað að gerast. Maður sér eithvað nýtt framundan, brekku, brekkubrún, brú, hús eða eitthvað. Á brettinu er ekkert að gerast. Maður verður helst að hafa útvarp og leiða hugann frá tölunum fyrir framan sig sem hreyfast ansi hægt. Þetta hefur þó einn góðan kost. Maður styrkir þolimæðina og agann. Það á að fara ákveðna vegalengd hverju sinni og hún verður farin hversu leiðinlegt sem það er. Líklega venst þetta þó með tímanum. Þetta þekkja þeir betur sem eru vanari að hlaupa á bretti heldur en ég. Fótaæfingarnar taka vel í og verður gaman að sjá þegar fer að vora hvort þær hafi gert gagn þegar út í alvöruna er komið.
Var á stjórnarfundi hjá Víking fyrir kvöldmat. Þar var farið yfir ýmislegt en ekkert stórmál á ferðinni, nema þá helst að ákveðið uppgjörsmál við borgina vegna fjárfestinga virðist vera að komast í höfn. Víkingar spila við Hauka á sunnudaginn og verða helst að vinna til að dragast ekki aftur úr. Nú er hver leikur mikilvægur.
Þarf að kaupa síma vegna vinnunnar. Skoðaði lista sem ég fann í Expressen hinu sænska um geislunarstig GSM síma. Vil frekar kaupa síma með lágri geislun til að steikja ekki á mér hausinn með símtölum frekar en nauðsynlegt er.
Horfði enn einu sinni á DVD diskinn. ÚFF, ég segi ekki annað. Þarna sá ég þó eitt sem ég hafði ekki tekið eftir áður. Kanadísk kona lauk hlaupinu rétt undir 24 klst. Það var hennar níunda 100 M hlaup á sex mánuðum. Hún ætlar að hlaupa tuttugu og tvö 100 M hlaup á árinu. Hvað er maður að væla?
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli