Rólegt í gærkvöldi eins og planið segir til um, ca 8 km í léttum gír. Torfi Leifsson kenndi mér um daginn æfingar til að styrkja hásinarnar sem hann hefur notað með góðum árangri í baráttu sinni við hásinameiðsli. Ég hef farið í gegnum þær síðan í þeirri trú að þær minnki hættu á álagsmeiðslum. Þær taka í og ég hef þá trú að þær séu til bóta þar til annað kemur í ljós.
Fékk upplýsingar um að búið væri að gefa út endanlega skrá um þáttakendur í WS 100 2005. Alls eru 436 þátttakendur skráðir til leiks. Þar af eru 410 frá Bandaríkjunum en hinir skiptast þannig:
Kanada 13
Þýskaland 2
Noregur 2
Nepal 2
Danmörk 1
Tanzanía 1
Suður Afríka 3
Frakkland 1
Ísland 1
Samkvæmt því sem ég hef lesið er ekki óraunhæft að ætla að það sé um 2/3 hluti þáttakenda sem komast í mark undir tilskildum tímamörkum, sem eru 30 klst, og teljast þannig hafa formlega lokið hlaupinu. Hinir detta út af ýmsum ástæðum, þola ekki álagið, andlegt eða líkamlegt, fara of hægt, ofgera sér og eru settir út á drykkjarstöð áður en hlaupinu lýkur eða verða fyrir meiðslum svo dæmi séu nefnd um það sem getur hent á langri leið.
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli