laugardagur, apríl 30, 2005

Þingvallavatnshlaupið í dag. Pétur og Halldór komu um kl. 8.00 og við vorum komnir austur um hálftíma síðar. Gerðum okkur klara og fengum aðvífandi mann til að taka mynd af okkur. Honum hnykkti við þegar hann heyrði áform okkar og taldi rétt að hafa mynd tiltæka ef þyrfti að auglýsa eftir okkur. Það var stíf norðan gola í fangið alla leið með vatninu að vestanverðu norður að þjónustumiðstöð. Annars var sól og frekar hlýtt. Við þjónustumiðstöðina tókum við 5 km aukaslaufu upp undir Ármannsfellið fagurblátt til að ná örugglega yfir 70 km. Það var þægileg tilfinning að fá vindinn í bakið og fjúka til baka niðureftir. Það var gott af hafa borið nesti út og geta haft nesti og drykki með jöfnu millibili. Við vorum léttir í spori og fjöllin, skógurinn og víkur vatnsins liðu hratt hjá. Pétur var sóttur af konu sinni við 42,2 km þannig að hann kláraði sitt maraþon. Við Halldór héldum áfram niður að Írafossi. Þar sóttu að okkur tveir grimmir hundar sem létu ófriðlega og okkur sýndist þeir vera alveg tilbúnir að eta okkur upp til agna ef þeim byðist tækifæri. Við náðum að lempa þá til og sleppa yfir ána óskaddaðir. Við áttum nestisögn við Írafoss og héldum síðan sem leið lá hefðbundna slóð. Það var ósköp notalegt að sjá að ódáinsvöllum Nesjavalla þegar komið var fram á síðustu hæðarbrún. Alls taldi mælirinn 72 km þegar í hlað var komið. Við fengum að fara í sturtu og síðan í pottinn með góðan bjór okkur við hlið. Dönsk stúlka tók ljúflega á móti okkur og gerði það fyrir okkur sem mögulegt var.
Síðan héldum við heim, vel á okkur komnir með ósára og óstirða fætur og hinir kátustu eftir góðan dag.
Frídagur í dag. Við Halldór renndum austur á Þingvöll eftir kvöldmat að bera út nesti fyrir morgundaginn. Einnig sömdum við við danskan vert á Nesjavöllum um súpu að fara í pottinn þegar við komum þangað eftir að hafa stikað hringinn. Við leggjum þrír af stað eitthvað fyrir kl. 9.00 en Pétur ætlar ekki lengra en ca eitt maraþon. Það er svona cirka að sumarbústaðahverfinu fyrir austan vatnið. Okkur líst vel á morgundaginn, það verður gott veður og heldur hagstæðar aðstæður. Halldór er reyndur maður á þessum slóðum, hann hefur hlaupið Þingvallahringinn a.m.k. þrisvar. Við mældum hringinn með löglegum Garmin og hann reyndist 65 km. Því verðum við að bæta við 5 km einhversstaðar á leiðinni til að ná 70 km því það er varla farandi fyrir minna fyrst af stað er lagt á annað borð.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Esjuganga fyrir kvöldmat. Fór eystri leiðina alla leið upp að Steini. Hún er töluvert lengri en að fara beint af augum en mikið betra að hlaupa hana niður. Ég var 37 mínútur upp að Steini en 24 mín. niður. Ég veit ekki hvort þetta sé góður eða slakur hraði en ágætur að miða við fyrir næstu vikur. Ég var fljótari upp að Steini nú en ég var fyrst upp í grjótbrekkuna fyrir ofan ána þar þannig að heldur er sótt fram á við. Veðrið var afar gott og hentugt fyrir stuttermaboli. Það lítur vel út með veður á laugardaginn, hæg norðan átt og gæti verið sólríkt og hiti þokkalegur.

Hef fylgst nokkuð með umræðunni um öryrkjaskýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans. Það er fögnuður að hægt skuli vera að ræða þessi mál án þess að allt fari beint í hávaða og brigslyrði. Niðurstaða skýrslunnar er nokkuð sláandi og sýnir að það er full þörf á að taka til hendinni í þessum málum á margan hátt. Það virðist ljóst að aðgengi fólks inn á örorkubætur sé miklu greiðari en eðlilegt er, enda eftir töluverðu að slægjast fyrir viðkomandi miðað við að vera í illa launuðum störfum. Mér fannst tillaga Tryggva athyglisverð að örorkubætur gætu falist í niðurgreiðslu á vinnulaunum í stað þess að afhenda fólki peninga og gera því þannig næstum ókleyft að komast inn á vinnumarkaðinn nema í svartri vinnu.

Það hefur verið nokkur umræða um álíka mál í Svíþjóð og sérstaklega það að þeim hefur fjölgað verulega sem segjast vera útbrunnir í starfi og geti ekki unnið. Prófessor í Umea hafði uppi efasemdir um að þarna væri allt sem skyldi og kerfið væri of auðvelt viðfangs. Þá risu upp margir læknar sem reyndu að keyra hann niður. Blaðamaður á Aftonblaðinu (fullfrískur) fór til læknis og kvartaði sáran yfir að lífið væri svo jobbigt, hann orkaði ekki með vinnuna og stressið væri að ganga frá honum. Eftir 42ja mínutna viðtal (þar af fór læknirinn í kaffi í 12 mínútur) stóð hann á tröppum læknaskrifstofunnar með vottorð uppá að hann væri újtbrunninn í starfi og gæti ekki unnið.

Haukar unnu íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í kvöld með sigri á ÍBV. Til hamingju með það Haukar. Ég sá þegar liðin voru kynnt að 7 leikmenn ÍBV báru erlend nöfn. Vissulega er Alla Gorgoria komin með íslenskan ríkisborgararétt en þá eru eftir 6. Haukar höfðu tvo erlenda leikmenn í sínum röðum. Mér finnst að það sé full þörf á að setja skorður við hve marga erlenda leikmenn þessi lið mega hafa innan sinna vébanda. Karfan hefur tekið á þessum málum og þar er bæði búið að setja þak á fjölda erlendra leikmanna og einnig launaþak. Hvaða möguleika hafa þau lið í íslandsmóti sem ekki geta sett milljónir á milljónir ofan í laun til erlendra leikmanna? Nákvæmlega alls enga.
Hefðbundinn hringur í kvöld upp á 16 km. Veðrið er eins og það á að vera á hörpunni, milt og lygnt. Ég tek svipaðan hring á morgun og svo verður dagshvíld fyrir Þingvelli. Það verður farið rólega og gengið upp brekkur. Fyrst og fremst skilar það uppbyggingu á andlegu hliðinni, að venja sig við að vera 7 - 8 klst á hlaupum samfleytt, borða í hlaupinu og fleira sem leggst inn á reynslubankann.

Skrapp smástund yfir í Ferðafélag í kvöld. Hjörleifur Guttormsson var að kynna nýju Ferðafélagsbókina. Hann var góður fyrirlesari eins og ætíð og þær myndir sem ég sá voru afar góðar. Ég held að það sem Hjörleifur veit ekki um austfirskt landslag er ekki þess virði að vita það, hann veit allt sem máli skiptir.

Skoðaði vef Mannréttindaskrifstofu Íslands út af þeirri umræðu sem hefur verið um að ríkið lét skrifstofuna ekki fá fjármuni í ár eins og fyrri ár. Mér fannst ýmislegt stinga í augun. Af hverju er biskupsstofa þarna en ekki ásatrúafélagið eða kaþólski söfnuðurinn? Af hverju eru Samtökin 78 í þessum hóp en ekki félag einstæðra feðra svo annað dæmi sé nefnt? Ég sá á þeirri umfjöllun sem umsókn Háskólans á Akureyri fékk áður en hann var samþykktur inn að það var ekki sjálfgefið að taka nýja aðila inn í hópinn. Ég ætla ekki að fullyrða neitt en það vöknuðu ýmsar spurningar við að skoða sig um á síðunni.

Það vekur furðu að díselolía eigi að verða dýrari en bensín þegar þungaskatturinn verður settur inn í lítraverðið í sumar. Allstaðar erlendis þar sem maður hefur séð verðlagninguna þannig framkvæmda er líter af dísel svona 10% ódýrari en bensín. Þetta er alveg gaga ákvörðun ef það verður niðurstaðan að díselinn verði dýrari en bensín. Ef einhversstaðar er verjandi að hafa neyslustýringu í gegnum skatta er það á þessu sviði. Þá færu menn kanski að kaupa dísel fólksbíla hérlendis en ekki verða þessi ósköp til að örfa það. Bölvað rugl og nauðsynlegt að berja svona hugmyndir niður.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Fór 16 km í kvöld. Fínt veður, logn og hlýtt. Á laugardaginn verður Þingvallahlaup. Lagt af stað frá Nesbúð kl. 8.40. Nesti keyrt út kvöldið áður. Veðurspáin heldur góð. Áhugasamir eru beðnir um að láta vita. Sá á vefnum að félagi Ágúst Kvaran heldur viturt erindi í Háskóla Íslands um næringarbalans Ragnars Reykáss kl. 14.00 á laugardaginn þannig að ekki hleypur hann Þingvallahlaup. Líklega eru rannsóknir á Ragnörum allra landa næsta skref í þróunarbrautinni.

Í kvöld þegar ég var að skokka hlustaði ég á lýsingu á leik ÍBV og Hauka frá Eyjum. Eitthvað hafði útvarpsmanninum gengið illa að komast í samband í fyrri hálfleik og því var sjónvarpslýsingunni sleppt inn í útvarpið. Gekk vel og var fínt. Síðan náði útvarpsmaðurinn sambandi og þá sátu þeir hlið við hlið félagarnir á RÚV og lýstu leiknum hvor inn á sína rás. Ætli þetta sé enn ein sönnun þess að þetta er útvarp allra starfsmanna þegar tveir menn eru sendir á svona lýsingar í stað þess að tengja eina lýsingu inn á báðar rásirnar. Óarðbær atvinnubótavinna á vegum ríkisins var tíðkuð mikið í kommúnistaríkjunum hér áður en hún var líka dæmi um óvandaða notkun fjármuna.

Talandi um RÚV þá hef ég hugsað mikið um þáttinn með Jónínu Ben. frá því um daginn. Það er náttúrulega með ólíkindum að manneskju skuli hleypt í svona viðtalsþátt með órökstuddar árásir og fullyrðingar í allar áttir án þess að þurfa að standa við neitt einasta orð. Ég ætla ekki að segja af eða á hvort eitthvað sé til í þeim fullyrðingum sem hún hélt fram. Það er lágmark að leggja handfastar sannanir á borðið þegar slíku er haldið fram. Að öðrum kosti á viðkomandi þáttastjórnandi ekkert fyrr að missa en vinnuna og fullyrðandinn eitthvað annað. Hvað ætli yrði sagt ef ég myndi fullyrða að hinn eða þessi væri þjófur og ræningi ef ég fengi að leika lausum hala í sjónvarpinu? Ætli það myndi ekki draga dilk á eftir sér.
Ferðin til Krakow var mjög skemmtileg. Þetta er svona hefðbundin borgarferð en alltaf gaman að koma á slóðir sem eru manni kunnar. Krakow er ein af fáum borgum Póllands sem ekki varð fyrir miklum skemmdum í stríðinu. Því stendur gamli borgarhlutinn eins og hann var byggður upp fyrir hundruðum ára. Samkvæmt alþjóðlegum ferðamannastaðli er hann einn af 1000 eftirtektarverðustu ferðamannastöðum í heimi. Matur er mjög ódýr í Póllandi en afar góður. Veitingahúsin eru fín og gæðin mikil. Eini staðurinn sem féll ekki undir þessa skilgreiningu var veitingahús í gyðingahverfinu þar sem maturinn var helmingi dýrari en annarsstaðar og einnig töluvert mikið verri. Þar spilaði þriggja manna hljómsveit undir matnum og síðan kom á reikningnum 3 x muzica eða þrír skammtar af tónlist. Ég sá eftir því að hafa ekki farið að prútta við þá og segja að ég væri heyrnarlaus á öðru eyranu og fá þannig afslátt!! Í Krakow eru flestar kirkjur á fermeter í Evrópu og kannski þótt víðar sé farið. Það var hver stórkirkjan við hliðina á annarri. Manni var óglatt að sjá prjálið sem er í þeim. Þeir vor afar stolti af Jóhannesi Páli en það er spurning hvort rottvælerinn vekur sömu tilfinningar hjá þeim. Þýskur ofsatrúarmaður með nazi fortíð sem páfi, ésús minn. Svo er strax farið að finna upplýsingar þar sem kemur fram að hann hafi hvatt biskupa í USA til að hilma markvisst yfir barnanauðgurunum. Það var greinilega mikið að gerast í Krakow, mikið af nýjum og stórum byggingum og almennt að sjá að þarna væri allt í heldur góðum gangi.Samkvæmt upplýsingum frá EU er yfir helmingur af þróunarsjóðum sambandsins til Póllands. Á föstudaginn keyrðum við að verksmiðju Schindlers (Schindlers list) og að gyðingahverfinu. Þar var um 100.000 gyðingar múraðir inni í smá gettói í stríðinu áður en þeir voru flestir sendir í útreymingarbúðir. Nú búa þar um 200 manns. Eftir gerð myndarinnar um Schindler fór ferðamannastraumur í þennan borgarhluta að vaxa og viðskiptin að aukast. Við fórum á laugardaginn til saltnámanna í Wilesilava (nokkurn veginn). Þær eru afar merkilegar. Þar hefur verið unnið salt í amk 1000 ár og námurnar verið opnar fyrir ferðamenn í fleiri hundruð ár. Það er stytta af Kóperinikusi í námunum en hann heimsótti þær rétt áður en hann gaf út bók sína um gang himintungla. Verkamennirnir hafa gegnum árhundruðin höggvið út skúlptúra í námunni sem eru orðnir stórkostlegt samasafn listaverka. Námurnar eru samtals nær 400 km langar en einungis lítill hluti þeirra er opinn ferðamönnum. Niður á 150 m dýpi er konsertsalur þar sem veggirnir eru t.d. alþaktir lágmyndum úr bíblíusögunum. Þrír bræður voru um 70 ár að fullgera salinn. Það tók um tvo tíma að fara ferðamannahringinn í námunum sem var hverrar mínútu virði. Á sunnudaginn var farið í ferð til Auswich - Birkenau. Það var dálítið önnur stemming þann daginn. Við manni blasti ein hryllilegasta setning sögunnar: "Arbeit macht frei" þegar gengið var inn í Auswich búðirnar. Það er voðalega erfitt að lýsa því hvernig er að fara um stað eins og þennan og ég held að ég reyni það bara ekki. Það þekkja flestir þennan hluta mannkynssögunnar en það opnar nýja vídd í skilningnum að koma á staðinn sjálfan. Birkenau liggur í um 3ja km fjárlægð frá Auswich búðunum. Þar var komið fyrir um 100.000 manns í ótrúlegum fjölda bragga sem byggðir vor bæði úr steini en eins úr einföldu timbri. Í hesthúsum sem áttu að rúma 50 hesta hvert var troðið inn um 700 manns í þrístöfluð flet. Í Birkenau voru um 90% fanganna send beint í útrýmingu en lífið pínt úr hinum í gengum þrælkunarvinnu og ótrúlegan aðbúnað. Við stríðslok var þessum búðum ekki eytt eins og Treblinka heldur standa þær enn eins og minnismerki um hryllinginn sem þarna átti sér stað. Það eru fleiri milljónir sem heimsækja þennan stað á ári hverju og nú er aðsóknin sérstaklega mikil sökum þess að um 60 ár eru síðan stríðinu lauk. Auswich búðirnar liggja um 60 km fyrir sunnan Krakow, rétt hjá landamærum Tékklands. Nú þarf maður að horfa á Sophias choice og Shindlers list til að skyggnast aðeins betur inn í fortíðina. Það væri gaman að koma aftur til Póllands og kynnast andinu aðeins betur. Það er með Pólland eins og öll þessi austurevrópsku lönd að sagan sem þar er fyrir hendi er manni að mestu leyti hulin en afar fróðlegt að fá örlitla ínnsýn í helstu höfuðdrætti hennar.
Tók Esjuna í kvöld (mánudagskvöld) svona til að snúa sér í gang eftir hóglífi síðustu daga. Ég finn hvað það er bæði léttara að kraftganga hana upp en þegar ég byrjaði að fara á hana í aprílbyrjun og einnig að hlaupa hana niður. Sömuleiðis fann ég glöggt um síðustu helgi hvað brekkurnar voru léttari nú en þegar maður var að byrja að púla í þeim fyrr í vetur. Það var ágætt að fá smá hvíld, ég tók um 120 km á fjórum dögum í síðustu viku, Nú er hins vegar lokaáfanginn að hefjast og byrjar af alvöru með Þingvallahlaupi á laugardaginn kemur, þann 30. apríl n.k. Þetta er sagt með einhverjum fyrirvara þar sem opinber tilkynning hefur ekki verið gefin út en við Halldór vorum að tala um þessa dagsetningu um daginn. Farið er frá Nesjavöllum kl. 9.00 og hlaupið réttsælis kringum vatnið að Nesjavöllum aftur. Hlaupið tekur 7,5 - 9 klst. Það fer dálítið eftir vegalengd, veðri og fleiru sem skiptir máli á svo löngum túr hve langi maður er á leiðinni. Hafið samband ef áhugi er fyrir að slást í hópinn.

mánudagur, apríl 25, 2005

Eg sit her ut i Krakow i Pollandi a sidasta degi stuttrar ferdar hingad sem hefur verid mjog frodleg og skemmtileg a margan hatt. Vedrid hefur verid gott, svolitid kalt fyrsta daginn en svo faerdist allt i rett horf. Krakow er falleg borg og ekki moguleiki ad sja nema litid brot af tvi sem hun hefur upp a ad bjoda. Heldur hefur verid litid hlaupid en her eru mjog godir stigar medfram anni Vislu. For to ut i morgun um 7.30 og tok godan hring med brekkusprettum, svona til ad na ur manni bjor gaerkvoldsins.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Tók lengra hlaup í kvöld en vanalega á virkum dögum. Þarf að vinna upp laugardaginn sem rigndi burt. Tók hefðbundinn Poweratehring með hattinum og fór síðan út í Nauthólsvík og slaufuna út á Grensásveg og heim. Um 25 km. Allt í góðu róli. SMSaði á Pétur Reimars. Hann sagði að það hefði verið heitt í Boston og heldur erfitt. Hann endaði á svipðuðum tíma og hann hafði reiknað með en aðrir sem ætluðu að taka á misstu dampinn niður vegna hita. Annars var upplifunin góð og hlaupið skemmtilegt.

Búið að velja páfa. Nær áttrætt gamalmenni með nazi fortíð. Mér finnst það vera dæmigert fyrir þessa öldungamafíu í Vatíkaninu að velja sér forystumann af þessum toga. Ég sé í Skandinavísku blöðunum að það sé svona 5% af kaþólikkum sem fagni kjörinu af heilum hug (afturhaldsliðið) en aðrir geri það með mismunandi mikið óbragð í munninum. Þessi verður vafalaust fínn í að predika yfir fólkinu í Afríku um hve forkastanlegt það sé að nota getnaðarvarnir til að reyna að draga úr útbreiðslu AIDS. Enda þótt gamli páfinn hafi stappað stálinu í sitt heimafólk þegar uppgjörið gegn rússum fór fram og átt sóma fyrir það, þá var margt hjá honum sem hefði betur mátt fara.

Síðasti kennsludagur í MR hjá Sveini í dag. Dimmission á morgun og síðan lokaprófatörnin. Það er alltaf merkileg tilfinning að sjá fram á að ákveðið tímabil sé að taka enda. Miklu máli skiptir þó að geta horft um öxl og verið sáttur við frammistöðu sína.

mánudagur, apríl 18, 2005

Tók Esjugöngu eftir vinnu í dag. Var kominn tímanlega heim og dreif mig uppeftir fyrir kvöldmat. Fór tvo túra upp og niður á réttum tveimur tímum. Fór þó bara upp að efsta læknum á eystri leiðinni í seinna skiptið áður en maður fer að pjakka upp grjótið. Fín æfing og fann ekkert fyrir þreytu í fótunum þrátt fyrir langa æfingu í gær. Ég er farinn að stækka skammtinn af Leppin recoveryduftinu og nota nú 5 - 6 skeiðar í hálfan líter af mjólk. Búin að vera mjög góð brekkuæfingarhelgi. Einna mesta vandamálið í sumar getur verið að hafa nægt pláss fyrir tærnar svo þær pressist ekki fram í skóna á löngum hlaupum niður brekkur og verði allar út í blöðrum. Eystri leiðin á Esjunni er prýðileg leið að æfa fyrir svona upp og niðurtúra. Maður sér það best þegar slóðinn er kominn undan snjó að það er hægt að skokka hann að mestu hindrunarlaust niður. Þannig fær maður bestu æfinguna á vöðvana framan á fótunum.

Fékk bréf frá Greg skipulagsstjóra WS 100 í dag. Hann var að gefa góð ráð fyrir sumarið en mesta áherslu lagði hann á mikilvægi brekkuhlaupa og að þeim yrði að sinna vel það sem eftir væri af æfingatímanum.

Fór upp í útvarp í eftirmiðdaginn og spjallaði í dægurmálaútvarpinu um málefni blaðbera í framhaldi af grein sem birtist í Mbl í morgun. Það var mikið að þeir veittu þessu einhverja athygli.

Sá tíma Bostonfara í kvöld. Það hljóta að hafa verið heldur erfiðar aðstæður miðað við tímana en vafalaust hefur verið stórkostlega gaman að taka þátt í hlaupinu. Vonandi rennur sú stund upp síðar.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Fór af stað í morgun rétt fyrir kl. átta og hélt í vesturátt. Hafði fyrst hugsað mér að taka hring áður en ég færi niður í Laugar en þegar ég kom yfir brúna í Fossvogsbotninum fór ég að hugsa um frýjunarorð Péturs og úr varð að ég tók almennilega brekkuæfingu. Ég fór fyrst yfir Kópavogshálsinn við kirkjuna og yfir Kópavoginn og upp á Garðabæjarhálsinn, þaðan til baka yfir Kópavoginn og upp tröppurnar. Ég fór svo niður þær aftur og upp brekkuna við hliðina á HK húsinu. Síðan lá leiðin yfir Fossvoginn og upp að Réttarholtsskóla. Þar næst fór ég niður í Elliðaárdal og upp Poweratehringinn að sunnanverðu og niður að norðanverðu. Þaðan fór ég upp stokkinn upp að Orkuveitu og síðan niður í Grafarvoginn og upp úr botn i hans sem leið lá alla leið upp að tönkunum inn af Jökulheimum. Þá sneri ég við og fór sömu leið til baka niður að Gullinbrú og gegnum bryggjuhverfið inn í Elliðaárdal og svo heim. Þetta gerði samtals 43 km á um 4.30 klst.

Þessi leið er svona einn fjórði af því sem WS 100 býður upp á. Ég fór að hugsa um að ef maður ætlaði að hlaupa fjóra svona hringi myndi maður fara allt öðruvísi í hlaupið. Þá myndi maður ganga upp allar brekkur svo dæmi sé tekið. Maður gæti farið fyrstu tvo hringina án mikilla erfiðleika, maður væri orðinn mjög þreyttur á þriðja hring og þann fjórða færi maður algerlega á þrjóskunni.

Sá netinu að góður hópur hlaupara var með í Londonmaraþoninu í dag. Gauti lét ekki að sér hæða og fór á 2.50. Þrír voru undir 3 klst. Aðrir á góðum tímum hver á sínum forsendum.
Glæsilegt.

Hlustaði á Jónínu Benediktsdóttur í Kastljósinu í kvöld. Missti reyndar af upphafinu en það sem ég heyrði var nægilegt til að hlusta af athygli. Hún hefur lagst yfir ársreikninga íslenskra fyrirtækja af mikilli elju og sendi frá sér hörð skeyti í ýmsar áttir. Ég þarf að skoða þetta mál betur. Það er þess eðlis að það er ekki hægt að láta það sem vind um eyrun þjóta.

Man.Utd. vann góðan sigur á Newcastle í dag. Það verður gaman að fylgjast með úrslitunum í Cardiff.

María og stöllur hennar spiluðu við KR í dag og höfðu betur 2-1. Jói og félagar spiluðu við Leikni og höfðu betur 3-2. Sem sagt ágætur dagur.

Horfði á Magdalenusysturnar í sjónvarpinu í kvöld. Ég heyrði um þessa mynd fyrir nokkrum árum en hafði ekki séð hana fyrr. Hún segir frá raunverulegum atburðum á Írlandi þar sem ungum stúlkum var komið fyrir í klaustrum ef þótti sem svo að þær hefðu vikið af þröngum vegi siðgæðisins. Síðustu stofnuninni af þessu tagi var lokað árið 1996. Manni leið beinlínis illa við að horfa á myndina. Nú er mikið af illsku og djöfulskap í heiminum og verður sjálfsagt lengst af, en þegar öfuguggahátturinn og óþverraskapurinn á sér stað í nafni kristninnar þá finnst manni fyrst vera stungin tólg.

laugardagur, apríl 16, 2005

Fór ekkert að hlaupa í dag. Ég hreinlega nennti ekki að fara út í rok og ausandi rigningu. Ég verð að vinna daginn upp næstu daga með því að fara lengra en ég ætlaði. Það er bara gjaldið sem maður verður að greiða fyrir hóglífi dagsins. Rigning er hreinlega verri en snjókoma og frost. Það er hægt að klæða það af sér en ekki árans rigninuna. Einstaka kjarkmaður hætti sér út að hlaupa, m.a. sá ég Pétur Blöndal koma holdvotan niður með Glæsibæ.

Athyglisverð frétt í kvöldfréttum sjónvarpsins þar sem fjallað var um Lambaselsútdráttinn. Það er bara ekki hægt að útdrátturinn í svona happdrætti skuli ekki hafinn yfir gagnrýni. Draga úr kökuboxi. Godbevares. Ég hélt að það væri til nóg af forritum sem myndu draga tölurnar random en svona. Ég var náttúrulega með tölu á því þúsundi sem einungis ein taka var dregin út. En þaður hefði verið með þeim fyrstu að leggja inn umsókn hefðu líkurnar verið meir að fá Jackpot. Að fá lóð í Lambaselinu er svipað og að 5 milljóna vinning í happdrætti. Vistaböndin eru sem betur fer aðferð gærdagsins þannig að það er ansi erfitt að skylda fólk til að búa í húsi sem það byggir.

Ég hff verið að hugsa undanfarna daga um boðskapinn um gjaldfrjálsan leikskóla. Í grein eftir grein sér maður í blöðunum að þetta auki velferð fjölskyldunnar. Ég tel mig vera fjölskyldumann en ég sé ekki annað en að þetta geri mína stöðu verri þar sem börnin mín eru ekki á leikskóla og þessi aðgerð þýði hærri skatta. Það er lágmarkskrafa sem verður að gera til þeirra sem eru að tjá sig um svona mál að það sé farið rétt með hluti en ekki verið að fjasa tóman hálfsannleik. Þegar maður var með krakkana á leikskóla þá kostaði það vissulega peninga en maður neitaði sér bara um ýmislegt annað á móti og þótti bara sjálfsagt. Á maður nú að heimta að samfélagið greiði matinn fyrir krakkana í grunnskólanum, greiði kostnaðinn við að þau taka þátt í íþróttum eða séu í tónlistarskóla svo dæmi séu nefnd, því það má ekki leggja neitt á neinn núorðið? Það er til dæmis ekki samasem merki milli þess að vera með börn á leikskóla og vera láglaunamanneskja. Sem betur fer fær margt fólk sem á ung börn háar tekjur. En það getur þá bara borgað fyrir sig þá þjónustu sem það vill fá eins og að setja börnin á leikskóla svo það geti unnið fyrir háu laununum sínum. Ef öll börn fengju leikskólapláss án þess að greiða fyrir það væri kostnaður sveitarfélaganna ekki bara sá að greiða þann þriðjapart sem foreldrar hafa greitt til þessa, þar til viðbótar þyrfti að leggja fleiri milljarða í nýjar leikskólabyggingar til að geta tekið á móti öllum börnum upp til 6 ára aldurs svo dæmi sé nefnt.

Slagurinn í formannskjöri Samfylkingarinnar harðnar. Nýjasta útspil stuðningsmanna varaformannsins er að Sjálfstæðismenn séu að tromma í röðum inn í flokkinn til að kjósa Össur. Þetta er dæmigerður málflutningur rökþrota fólks. Sá grein eftir varaformanninn í Mbl í dag þar sem hún segist vilja afnema fátækt. Skoðum það aðeins. Að mínu mati verða alltaf einhverjir fátækir í öllum samfélögum sama hve vel megandi þau eru. Þannig eru hlutirnir bara. en hvernig á að afnema fátækt? Hækka atvinnuleysisbætur þannig að allir séu ánægðir. Til hvers á fólk þá að vinna ef það hefur það bara ágætt með því að vera á bótum. Hvaðan eiga skatttekjurnar að koma? Það er orðið þjóðfélagsvandamál í Svíþjóð hvað margir lifa á bótum frá því opinbera. Mig minnir að það séu um 1,5 milljónir af þeim 5 milljónum sem eru á vinnumarkaðsaldri. Er það ástand sem menn vilja innleiða hér? Í þessum sósialdemokratisku löndum þar sem öryggiskerfi ríkisins er mjög þéttriðið eins og Noregi, Danmörku og Svíþjóð sér maður þó mikla fátækt. Mér fannst það mjög athyglisverð niðurstaða í könnun Hörpu Njáls hér um árið að 93 - 94% þjóðarinnar hefðu það ágætt. Því eru frasar eins og það eigi að útrýma fátækt tómt lýðskrum í mínum augum.

Auglýsingaliðið lætur ekki að sér hæða. Nú er komin auglýsing frá SS um hið frábæra, beinlitla lambalæri sem einhver kona segir að sé svo þægilegt að jafnvel kallinn geti skorið það. Bara svo það sé á hreinu þá er ég alltaf látinn skera lambalærin á mínu heimili án þess að sækjast sérstaklega eftir því. Hvað ætli Jafnréttisstofa og feministaliðið myndi segja ef það væri birt mynd af karli við lærið sem segði að það væri svo þægilegt að jafnvel kellingin gæti skorið það? Mín trú að auglýsingin færi þá með hraði sömu leið og málsháttabókin frá Odda, beint á brennuna. Hugarfarið og þrönghyggjan í þessu liði ríður ekki við einteyming.

Víkingur spilaði til úrslita við Val í 2 flokki í handbolta í dag. Leikurinn var tvíframlengdur og fóru Valsmenn þá með sigur af hólmi. Víkingar áttu að geta tryggt sér sigurinn bæði í hefðbundnum leiktíma og í fyrri framlenginu en svona fór þetta.

föstudagur, apríl 15, 2005

Frídagur í dag og ekkert hlaupið. Það er ágætt að fá einn frídagi í viku og nauðsynlegt að hlaða fyri rnæstu viku. Mér líst ekkert á veðrið á morgun, það er spáð bæði roki og rigningu. Það er allt í lagi að hlaupa í roki en verra ef það er ausandi rigning með. Kannski verður lendingin að taka hringi í Elliðaárdalnum, nokkuð marga. Við Halldór ákváðum að gefa hvor öðrum frí á morgun þannig að við værum ekki að hindra hvorn annan fyrst svona stendur á.

Ég hef undanfarna daga kíkt í sænsku blöðin eins og svo oft áður. Þar hefur verið töluverð umræða um að fólk sem er skilgreint "útbrunnið" fari á örorkubætur eða sjúkradagpeninga og þurfi ekki að vinna þaðan í frá. Prófessor í Gavle hélt því fram að flest þessara tilfella væru tóm vitleysa og ættu ekkert skylt við sjúkdóm eða veikindi. Aðrir risu upp og mótmæltu meðmörgum rökum og gáfulegum. Blaðamaður á Aftonblaðinu (ca 25 ára gamall) ákvað að láta reyna á málið og fór til læknis og var hjá honum í 43 mínútur, þar af var læknirinn 12 mínútur í kaffi. Blaðamaðúrinn lýsti því hve hann væri útbrunninn í starfi, stressaður í vinnunni, ætti erfitt með að einbeita sér og gæti ekki sofið. Eftir 43 mínútur stóð hann úti á stéttinni með vottorð upp á að hann gæti ekki sinnt vinnu sinni og ætti að fara á sjúkradagpeninga. Það er orðið verulegt þjóðfélagslegt mein í Svíþjóð hve margir af þeim sem eru á venjulegum vinnualdri eru hættir að vinna og lifa á bótum frá því opinbera. Enda eru skattarnir með því hæsta sem gerist þarlendis.

Það hefur staðið upp úr mörgum á undanförnum dögum að það eigi að senda almenningi bréf í símanum heim til almennings í pósti. Ég er alfarið á móti þessari aðferðafræði og skal reyna að rökstyðja þá skoðun mína. Í fyrsta lagi er að mínu mati alls ekki samasem merki milli þess að ríkið eigi fyrirtæki sem auki almannagæði og að ég eigi prívat og persónulega hlut í fyrirtækinu. Síðan má velta því fyrir sér hvað með þá sem deyja daginn áður en bréin yrðu póstlögð eða þá sem fæðast daginn eftir póstlagningu. Ef almenningur myndi fá bréfin send heim þá yrði bréfunum ráðstafað á eftirfarandi hátt (að öllum líkindum): Einhver hluti myndi glata sínum bréfum. Þetta þekki ég af fyrri reynslu af því að senda verðmæti til fólks. Hluti myndi vilja halda sínum bréfum í þeirri von að þau myndu hækka og einhver hluti myndi selja bréfin. Fjárfestar mydnu því eignast símann fyrir mun lægri upphæð en ef þeir hefðu keypt hann af ríkinu. Að lokum er rétt að skoða hver er staða ríkisins. Ríkið gæti fengið ca 40 milljarða fyrir símann. Ef bréfin yrðu send almenningi fegni ríkið ekkert. Ef ríkið hefði fyrirhugað að leggja það fjármagn sem það myndi fá fyrir símann í vegaframkvæmdir, hvernig ætti þá að fjármagna þær ef ekkert fengist fyrir símann. Það yrði tekið lán og hvernig yrði lánið borgað, jú, með skattpeningum almennings. Ergo, ef hlutabréf símans yrðu send almenningi væri það ávísun á skattahækkun (eða að skattar myndu lækka seinna en ella). Það má í því sambandi minna á að það er einungis hluti landsmanna sem greiðir tekjuskatta og sá hluti fer minnkandi. Það er því að mínu mati tóm vitleysa og hreinn popúlismi að halda því fram það sé besta og réttlátasta aðferðin að senda landsmönnum bréfin í ríkisfyrirtækjum.

Vigdís Finnbogadóttir forseti á afmæli í dag og er 75 ára. Ég óska henni til hamingju með daginn. Hún kom norður til okkar á Raufarhöfn fyrir tæpum 10 árum þegar haldið var upp á 50 ára afmæli þorpsins og lagði sitt af mörkum að gera daginn ógleymanlegan í huga heimamanna.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Sami hringur í kvöld eins og fyrri kvöld, 16 km í góðu veðri. Gott veður og nú fer hann víst örugglega að hlýna. Síðusta vika er sú lengsta eða tæplega 140 km. Síðustu 6 vikur eru að jafnaði upp á um 100 km vikan og verða sífellt lengri. Þetta er bara gott en ekki skal selja björninn fyrr en búið er að skjóta hann. Ég þarf að fara upp í 90 M á viku í maí eða milli 140 og 150 km. það er nú ekki mikið að hlaupa það á viku þegar maður stefnir að því að gera það á einum sólarhring (eða þar um kring) A.m.k. tvö löng hlaup upp á 8 - 9 klst eru eftir auk annarra sem styttri eru þar til settu marki er náð. Þetta verður þó allt auðveldara þegar hægt er að fara að hlaupa reglulega í plúsgráðum., jafnvel tveggja stafa tölum.

Fékk email í dag frá íslendingi sem býr í Kaliforníu. Hann hafði verið að kíkja á hlaupasíðuna og rekist á bloggið mitt. Svona er þetta, gaman að heyra frá fólki sem þekkir til aðstæðna þar vestra. Hann þekkir vel til í Squaw og var ekkert að draga úr mikilfengleika fjallanna sem hlaupið er um né þeirri þraut sem hlaupið er.

Hlustaði á dimmraddaðan þingmann rétt áðan sem hóf máls á málefnum innflytjenda í þinginu í dag og fjallaði um það vandamál að andúð gagnvart þeim fer vaxandi. Ástæða þess var, að mati þingmannsins, bæði vankunnátta og fáfræði. úr því er nauðsynlegt að bæta. Skelfing leiðist mér þessi hroki þegar menn segja að ástæða þess að einhverjir séu ekki á sama máli og þeir sjálfir sé annaðhvort fáfræði eða heimska. Til að bæta úr því þurfi að taka menn í sérstaka meðhöndlun en ekki að skoða hvers vega er þessi meiningarmunur. Af hverju ekki að kanna hvers vegna hefur andúð á erlendu fólki aukist hérlendis í stað þess að segja að það verði að fá fólk til að skipta um skoðun í þessu efni með illu eða góðu. Ég hef verið að hlusta á málflutning formanna bresku flokkanna sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir kosningar til þings. Eitt af helstu stefnumálum Tony Blair er að stöðva straum innflytjenda til Bretlands og þrengja mjög reglur fyrir að veita einstaklingum pólitískt hæli. Hvers vegna skyldi þetta verkefni vera eitt af höfuð stefnumálum Tony Blair, hafandi setið við stjórnvölinn í 8 ár? Ætli hann og menn hans séu farnir að sjá það að umburðarlyndisruglið getur leitt þjóðir í ógöngur? Þingmaðurinn dimmraddaði var eitt sinn í sjálfboðavinnu hjá verkamannaflokknum breska í aðdraganda kosninga. Honum er því flokkurinn ekki ókunnur. Skynsamlegt væri hjá honum að kanna hver er ástæða þessarar stefnubreytingar hjá floknum. Hvers vegna bæði Svíar og Danir hafi hert innflytjendalöggjöfina svo stórkostlega hjá sér? Ætli það sé ekki vegna þess að þeir álykti sem svo að það sé betri hálfur skaði en allur.
Hefðbundinn 16 km hringur í kvöld í fínu veðri. Kom heim rétt um miðnættið. Þetta líkar mér vel að taka hring sem maður þekkir út og inn og veit nákvæmlega hvað bíður bak við næsta horn. Ég tek þetta eins og hverja aðra vinnu eða verkefni sem maður þarf að klára. Nú er að fara að hlýna og er það vel.

Fór í kvöld á myndakvöld hjá Ferðafélaginu. Það voru sýndar myndir vestan af Rauðasandi og frá Látrabjarginu svo og frá Þjórsárverum. Rauðisandurinn er mér vel kunnur en ég hef aldrei komið í Þjórsárver. Kunningi minn sem hefur víða farið og margt séð segist varla hafa farið í skemmtilegri gönguferð en þangað með Gísla Gíslasyni prófessor sem leiðsögumanni. Nefndur Gísli er hættur að fara sem fararstjóri í Þjórsárver sökum heilsubrests en ræðst í viðfangsefni sem hann ræður við og þar á meðal að taka að sér fararstjórn um Rauðasand og Látrabjarg en hann sýndi einmitt myndir þaðan að vestan í kvöld. Hann er ættaður frá Látrum. Ferðafélagið stendur m.a. fyrir ferðum á þessa staði í vor og sumar.

Hitti Elísabetu Sólbergs á ferðafélagskvöldinu. Hún veiktist skömmu eftir Amsterdammaraþonið í haust og fékk blóðtappa í lungun. Hún hljóp þar maraþon á mjög glæsilegum tíma. Hún sagðist hafa veikst illa skömmu eftir að hún kom heim og hélt engu niðri dögum saman. Hún kenndi veikindunum og ofþornun vegna þeirra um veikindin en ekki að þau tengdust beint ofálagi vegna hlaupanna. Hún hefur verið lengi að ná sér og fór ekki að vinna fulla vinnu fyrr en í mars. Hún var nokkuð bjartsýn og sagðist vera að finna verulegan mun á framförum og bakslögin sem hún hefur fengið væru orðin vægari en fyrst. Hún er orðin það frísk að hún ætlar að taka að sér fararstjórn um sunnanverða Vestfirði í sumar með aðsetri á Tálknafirði. Vonandi gengur endurhæfingin vel hjá henni og heilsan verði eins og hún á að sér að vera.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Fór 16 km hring í gærkvöldi í fínu veðri, logni og -1 C. Fór seint af stað og var kominn heim langt gengið í miðnætti. Fór til Arnar á Hrísateignum um morguninn í seinni meðhöndlun. Hann raðaði í mig prjónum annarsvegar, nuddaði og teygði. Sumar teygjurnar voru þess eðlis að maður þurfti að halda sér fast í rúmið til að henda honum ekki út í vegg til að losna úr prísundinni en þetta var fínt þegar því var lokið. Ég er að hugsa um að fara til hans í júníbyrjun þegar æfingatoppnum er náð og álagið farið að minnka og fá nudd og yfirhalningu áður en lagt er í vesturveg.

Í gær kom ný snjóskýrsla á WS 100 vefnum ekki var það betra en síðast. Það hefur snjóað ansi mikið þarna síðustu tvær vikurnar. Það er þó von ennþá um að þetta verði vandræðalaust því snjór sem fellur um miðjan apríl er mjög laus í sér og þiðnar fljótt þegar hlýnar. Það er allt annað en snjór sem fellur að hausti og er kominn í grjóthart hjarn. Þetta er samt svolítið áhyggjuefni því það ersvo miklu erfiðara að hlaupa í snjó heldur en á malarstígum, sérstaklega þegar maður þarf að fara 20 - 25 mílna leið í krömum snjó.

Það er mikið rætt um símann og söluna á honum, misgáfulegt. Agnes Bragadóttir braut ísinn með grein sinni í Morgunblaðinu sem hefur hrundið af stað ákveðinni atburðarás. Það er hið besta mál að almenningur geti átt kost á því að kaup bréf í símanum með ágóðavon í huga. Það er vafalaust með símann eins og aðrar ríkisstofnanir að þær verða yfirleitt miklu verðmætari þegar einkaframtakið hefur farið höndum um þær heldur en þegar þær eru í eigu ríkisins. Því er mikilvægt að eignarhaldið dreifist ekki of mikið heldur verði hann seldur til stórra aðila með markvissa framtíðarsýn. Það skiptir nefnilega máli hvernig eignarhaldið skipast. Ef of margir og of smáir eigendur eru að slíkum fyrirtækjum þá getur það hent að þau verði móðurlaus, þ.e.a.s. að það sé ekki neinn ákveðinn aðili sem móti framtíðarsýn fyrirtækisins og framfylgi henni. Við slíkar aðstæður er einnig hætta á að hægt sé að ná völdum með afar lítið hlutfall hlutabréfa á bak við sig.

Ýmsir spekingar eru að spyrja hví almenningur eig að þurfa að kaupa hlutabréf í símanum þar sem hinn sami almenningur eigi símann. Það er mikill munur á ríkiseign og að sá almenningur sem býr í ríkinu hverju sinni eigi hlutina prívat og persónulega. Því er jafnvel hent á loft að það eigi að senda þjóðinni bréfin heim í pósti. Þá fyrst væri nú stand á Goddastöðum. Ég sá einu sinni þátt um stjórnmálaþróun Afríkunýlendnanna og hvað gerðist í þessum löndum eftir að þær urðu sjálfstæðar. Eitt helsta vandamálið (af mörgum gríðarlega stórum) var að þegar nýlendurnar urðu sjálfstæðar þá leit almenningur á eigur ríkisins sem sínar prívat og persónulegu eigur. Þar hirti hver sem betur gat af því sem ríkið átti og skyldur einstaklinganna gagnvart ríkinu og ríkisfyrirtækum voru engar, menn áttu þetta altsvo og réðu hvað þeir gerðu við það. Ég hef einnig orðið var við þetta hugarfar hérlendis hjá bæjarútgerðum. Þar hefur verið hægt að merkja þetta viðhorf að "við eigum fyrirtækið", það eiga allir að fá vinnu hjá því ef okkur vantar vinnu (við eigum jú fyirtækið og það er til fyrir okkur) og síðan var vinnumórallinn ekki ætíð sem skyldi (þetta er mitt fyrirtæki og ég ræð hvernig ég vinn hjá mínu fyrirtæki). Því er sú hugsun að "við eigum símann" og "við eigum að fá hlutabréfin ókeypis" alveg út í hafsauga að mínu mati. Þessi aðferðafræði var stunduð um tíma í Rússlandi þegar Jeltsín var sm skráutlegastur og allir vita hvar mikið af auðlindum þeim sem voru í eigur Rússneska ríkisins lenti. Við horfðum sum meðal annars á afsprengi þeirra leika við Bayern Munchen í meistaradeildinni í gærkvöldi.

Las grein Jakobs Frímanns í mogganum í morgun. Fín grein. Þetta er alveg ótrúleg umræða sem veður víða uppi eins og ég hef áður minnst á að karlmenn eigi ætíð að stíga hæversklega til hliðar ef einhverjum konum sýnist svo til að fá syndaaflausn vegna fortíðarinnar. Leggjum karlana bara á ís, þetta er nýjasta spekin. Það hlýtur svo að koma næst að það eigi bara að henda þeim alveg eins og gert er með matarafganga sem settir eru í ísskápinn og geymdir þar þar til þeir eru orðnir ónýtir og þá er þeim hent með góðri samvisku. Ég er jafnréttissinni að lífsskoðun en í því felst samt sem áður ekki að maður eigi að bukka og beygja sig yfir öllu sem sagt er og gert í nanfi þess. Jakob rakti nokkur dæmi um að hann hafi verið látinn stíga til hliðar af framboðslistum til að rýma fyrir konum sem fengu mun (miklu) minna kjörfylgi en hann í prófkjöri en samt sem áður voru þær teknar fram yfir hann vegna þess að þær voru konur. Mig undrar bara ekki að hann sé búinn að fá upp í kok og láti heyra í sér þegar farið er að halda því fram að það eigi bara að ísa kallkynið.

mánudagur, apríl 11, 2005

Fór á Esjuna í kvöld. Það var heldur leiðinlegt, snjóruðningur á stígnum, frekar hvasst og gekk á með éljum og kólnaði eftir því sem ofar dró. Fór töluvert ofar en síðast en samt ekki alveg upp að steini. Það var varið að skyggja töluvert á bakaleiðinni en samt gat ég skokkað létt niður. Bæði var snjórinn heldur góður að hlaupa í og svo er stígurinn heldur góður víðast hvar. Það verður gott að taka túrana þarna upp þegar veður er farið að batna. Hnéð virðist alveg hafa náð sér því ég fann ekkert fyrir neinu hvorki á upp- eða niðurleiðinni. Ég endurtek það síðan sem ég hef áður sagt, þvílíkur lúxus að hafa Esjuna við bæjardyrnar.

Sá á netinu í dag að Guðmann og Sveinn Ernstsson höfðu tekið þátt í Rotterdam maraþoninu á laugardaginn. Sveinn var í 131 sæti á 2.43 en Guðmann í 156 sæti á 2.46. Vonandi fer ég rétt með tíma og sæti. Glæsilegur árangur hjá þeim að skila toppárangri eftir æfingar yfir háveturinn við allavega aðstæður. Þriðji maður var einnig í þoninu sem kláraði á rétt rúmum 4 klst en ég þekkti hann ekki.

Fékk email frá Pétri Reimars í dag. Honum fannst leggjast lítið fyrir okkur Halldór að vera að lulla á jafnsléttu og gaf slíkum æfingaplönum háðulegar nafngiftir. Hann sendi okkur prógram fyrir næsta laugardag með alla vega sjö snörpum brekkuæfingum. Ég tel víst að því verði fylgt eftir, sérstaklega þar sem Pétur og fleiri verða að streða í Boston maraþoninu á sama tíma. Við verðum að taka á því hér heima þeim stuðnings.

Tíminn hefur liðið hratt. Það er nú komið á fjórða mánuð síðan formlegar æfingar hófust fyrir WS 100. Planið hefur gengið upp að fullu til þessa og maður hefur blessunarlega sloppið ennþá við öll áföll sem alltaf geta komið upp á. Vissulega er ekki öll nótt úti enn en saman er að líkurnar aukast á að það gangi upp sem ætlað var. Vitanlega getur alltaf eitthvað komið uppá en sem stendur er skrokkurinn í fínu lagi. Við ætlum að taka langa túra um næstu helgi, síðan verður hvíldarhelgi sem er nauðsynlegt því um mánaðamótin verður Þingvallahlaupið. Það verður um 70 km langt ef allt fer sem ætlað er.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Dagurinn var tekinn snemma í morgun og haldið út úr húsi um kl. 7.30. Ýmislegt var á döfinni og þá er bara að lengja daginn í annan endann. Ég tók 23 km í góðu veðri og hlýju. Ein skúr kom en hún skipti ekki máli. Þetta er því búin að verða fín helgi og það sem mest er um vert, fæturnir til í hvað sem er.

Þegar heim var komið þurfti aðhafa hraðar hendur því úrslitaleikurinn milli Ví8king og FH byrjaði uppi í Mosfellsbæ kl. 11.00. Þetta avr stór stund fyrir bæði lið því þetta var lokaleikurinn á góðri leiktíð. Þessi lið hafa ótvírætt verið bestu lið fjórða flokks kk í vetur. Í innbyrðis viðureignum var einn sigur á hvora hlið og eitt jafntefli. Leikurinn var jafn til að byrja með en síðan sigu FHingar fram úr. Í hálfleik voru þeir þremur mörkum yfir. Víkingar girtu síg í brók og náðu að jafna en FH seig aftur fram úr. Þegar tvær mínútur voru eftir hafði var staðan 18 - 16 og Víkingar fengu vítakast. Öllum til furðu þá dæmdu góðir dómarar leiksins skotréttinn af Víking vegna meintra tafa og FH brunaði upp og skoruðu. leikurinn var búinn. Víkingar geta nokkuð sjálfum sér um kennt því þeir misnotuðu 4 vítaköst. Svona er þetta það vinnur bara annað liðið. Við foreldrar Víkingsstrákanna erum stoltir af þeim, bæði innan vallar sem utan. Þessir strákar verða farnir að láta vita af sér á meistaraflokksstigi eftir 3 - 4 ár sem er ekki langur tími miðað við hve stutt er síðan þeir voru 12 ára gamlir.

Að þessu loknu hjálpaði ég tengdaforeldrunum við flutning og náði í seinni hlutann af honum. Þau eru að minnka við sig. Nú kom ekkert fyrir hnéð.

Um kaffileitið leit ég við á lok leiks b liða 3ja flokks Víkings í knattspyrnu í Reykjavíkurmótinu sem spiluðu við KR. A liðin spiluðu þar á undan. Það var nefnilega spilað þar líka eftir að handboltaleiknum lauk. Þeir foreldrar sem ég hitti á leiknum voru furðu losnir því þeir sögðust ekki hafa oft orðið vitni að öðru eins orðavali og munnsöfnuði sem þeir vesturbæjardrengir létu ganga yfir andstæðingana, dómarann og áhorfendur. Einn Víkingur handleggsbrotnaði í leiknum, mörg gul spjöld litu dagsins ljós og rauð í báðum leikjanna. Svona er þetta stundum.

Ég spjallaði svolítið um daginn um að ég vildi ekki gera einhliða kröfur á íslendinga um að sýna innflytjendum skilning og umburðarlyndi. Það verður að ríkja gagnkvæm virðing í báðar áttir ef dæmið á að ganga upp. Verst þykir mér þegar umburðarlyndisliðið er að básúna þörfina á því að það verði að "upplýsa" þá einstaklinga sem ekki taka gagnrýnilaust undir umburðarlyndiskröfuna. Þetta minnir mig á þegar kommúnisminn í Kína og Rússlandi setti fólk í "endurhæfingu". Ég fylgist nokkuð með þessum málum í Danmörku og Svíþjóð því ég þekki nokkuð vel til í þessum löndum. Bæði þessi samfélög hafa verið stórsköðuð með óraunsærri innflytjendastefnu á undanförnum áratugum. Ég heyrði frásögn nýlega sem ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að sé sönn. Umburðarlyndis- og víðsýnisliðið í Danmörku hafði á einhverjum tíma miklar áhyggjur af innflytjendum frá Súdan. Þeir höfðu ekki samneyti við nokkurn utan hópsins, vildu ekki læra dönsku og voru hinir þvermóðustu í samskiptum. Þetta gekkl ekki að mati félagsráðgjafanna. Haft var samband við stjórnvöld í Súdan um hvernig mætti ráða bót á þessu. Ýmislegt var rætt en loks komu menn sér niður á að halda ráðstefnu um vandamálið milli danskra og súdanskra sérfræðinga. Súdanir gerðu miklar kröfur, heimtuðu diplómatapassa fyrir þáttakendur í ráðstefnunni og vildu hafa með sér ótakmarkaðan farangur. Danir gengu að öllum kröfum þeirra því ráðstefnuna skyldi halda. Leiguvél frá SAS var send eftir hinum erlendu þáttakendum ráðstefnunnar. Flugmönnunum blöskraði farangurinn sem súdanir töldu nauðsynlegt að hafa með sér til eins dags fundar, en sama var, samningur var samningur og mikið lá við. Allt gekk upp og hinir erlendu fyrirlesarar skráðu sig inn á hótel. Daginn eftir mætti danski hluti fyrirlesaranna glaðbeittir til ráðstefnunnar en engir aðrir. Hinir súdönsku embættismenn voru horfnir og til þeirra hefur ekki spurst síðan. Svona var þetta. Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussens komst til valda fyrir fjórum árum og var endurkosin í ár fyrst og fremst vegna þess að hún hafði þor til að horfast í augu við margháttuð vandamál tengd hinni hömlulausu innflytjendastefnu dana á liðnum áratugum og reyna að gera eitthvað til að minnka helsta vandann en skaðinn er að miklu leyti skeður. Til þess eru vítin að varast þau fyrir okkur meðan enn er tími til ef menn bera gæfu til að læra af mistökum nálægra þjóða.
Lagði af stað kl. 8.00 í morgun og hitti Halldór við göngubrúna um kl. 8.25. Veðrið var heldur leiðinlegt að sjá. Við höfðum verið að velta fyrir okkur að fara út á Álftanes og síðan eitthvað en ákváðum að fara bara hefðbundnar leiðir inn Fossvog og níður í Laugardal, út Sæbrautina og vestur á Eiðistorg og síðan til baka inn með flugvellinum, tvisvar sinnum. Þetta varð hinn besti dagur, við róluðum þetta í hægum en ákveðnum gír. Margt fólk var úti að að hlaupa. Vindurinn var í bakið á austurleiðinni en í fangið á vesturleiðnni. Það stytti upp fljótlega svo það var bara fínt að hlaupa. Við náðum 50 km þegar upp var staðið með smá slaufum í restina til að ná settu marki. Tíminn var upp á prik og punkt 5 klst þegar heim var komið með öllum stoppum. Aðeins örlaði á þreytu en ekkert sem orð var á gerandi. Það er alveg nauðsynlegt að fara svona langa túra og hlaupa í a.m.k. 5 - 6 klst þegar langt er framundan. Við planerum álíka túr á næsta laugardag.

Fór í eftirmiðdaginn að horfa á Víkingsstrákana spila við Fram í úrslitariðli íslandsmótsins. Fyrr um morguninn höfðu þeir unnið Haukana sem eru ekki árennilegir með fjóra menn yfir 1.90 (sextán ára gamlir). Leikurinn við Fram var aldrei alveg öruggur en þó höfðu Víkingarnir undirtökin mestan partinn og unnu þegar upp var staðið með 4 mörkum. Þetta var úrslitaleikum um hvort liðið léki við FH um íslandsmeistaratitilinn en þeir unnu hinn riðilinn. Sá leikur verður á morgun kl. 11.00 uppi í Mosfellsbæ.

Fór til Ingu systur undir kvöldið. Hún var fimmtug í gær og bauð stórfjölskyldunni heim. Áttum gott kvöld við spjall um heima og geyma og upprifjan á gömlum og góðum minningum eins og tilheyrir við slík tímamót.

föstudagur, apríl 08, 2005

Frídagur í dag. Ágætt og nauðsynlegt að taka frídag af og til, sérstaklega þegar veðrið er leiðinlegt. Rollin skrifaði mér í gær. Hann lagði mér ákveðnar lífsreglur. Hann hefur hlaupið WS þrisvar sinnum. Tvisvar var hann um 26 klst á leiðinni en í síðasta skiptið náði hann undir 24 klst og fékk silfurbeltið. Það sem var öðruvísi í síðasta hlaupinu var að þá gekk hann upp allar brekkur og hafði því nægt þrek þegar fór að líða að lokum hlaupsins. Ef menn keyra sig út í upphafi þá detta menn svakalega niður á seinni hlutanum og þá eru mínúturnar fljótar að líða og mílurnar lengi að telja. Hann lagði áherslu á að borða og drekka vel frá upphafi og vera með a.m.k. þrenn pör af skóm í hlaupinu. Það lítur út fyrir að það verði töluverður snjór í ár og það tekur í. Þá er nauðsynlegt að hafa skó til skiptanna þegar farið er að verða þurrara. Síðan er ákveðið kerfi þar sem maður lætur ljós, vara batterí og annan búnað bíða. Gott er að hafa langerma skyrtu í poka þegar fer að kvölda því þá getur hitinn farið niður í 12 - 15 oC og hætta er að slái að manni þegar mestur krafturinn er farinn úr skrokknum. Að mörgu er því að hyggja. Hann ætlar að koma með á Foresthill School en þá eru 32 mílur eftir eða um þriðjungur hlaupsins (rúmir 50 k). Því miður kemst hann ekki til Íslands á Laugaveginn í ár en Laugavegurinn hverfur ekkert.

Prufaði annað höfuðljósið í gærkvöldi. Það er minna um sig en kom ekki síður vel út. Verkurinn í mjöðminni er alveg að hverfa. Það þakka ég bæði lagni Arnar nálastungumanns og markvissum teygjum. Það stressar alltaf svolítið að vera með svona drauga með í lestinni án þess að vita alveg af hverju þeir stafa.

Horfði með öðru auganu á jarðaför páfa í morgunkaffinu. Þetta var meiri serimonían. Mín skoðun er að Vatíkanið sé áhrifamesta og skipulagðasta mafía í heimi. Forsenda fyrir tilveru hennar er fáfræðin. Sá síðar í dag í sænska Aftonblaðinu að Bernhard Law, bandaríski biskupinn sem hraktist loks úr starfi vegna yfirhilmingar yfir fjölda barnanauðgara var ein aðalfígúran við jarðaför hans heilagleika. Eftir að hann hafði setið án kjóls og kalls um stund var hann nefnilega kallaður til Vatíkansins til annara og vandasamari verka. Þetta sýnir í sjálfu sér hvaða afstöðu Vatíkanið tekur til þessarar svívirðu. Hvað yrði sagt hérlendis ef biskupsstofa myndi ráða prest í vinnu sem hefði misst hempuna vegna yfirhylmingar um barnanauðgun? Biskupinn yrði náttúrulega flæmdur úr starfi, það kæmi ekki annað til greina. Þarna sýnir klerkaveldi Vatíkansins hið rétta andlit sitt og hver virðing þess er fyrir almúganum.

Eyddi dálitlum tíma í blaðberamál í dag. Við fengum nefnilega 41 kíló í morgun til að bera út. Það þarf minna en það til að adrenalínframleiðslan aukist. Las stelpu hjá Pósthúsinu ehf pistilinn vegna þessa sem er varla hægt að kalla annað en barnaþrælkun. Fréttablaðið ræður nefnilega allt niður í þrettán ára börn til að bera út hlössin sem þeim þóknast að láta blaðberana koma til skila. Það er um það bil tvöföld líkamsþyngd þrettán ára barna. Ég er hræddur um að framkvæmdastjóri Fréttablaðsins væri orðinn rassíður ef hann þyrfti að koma 200 kílóum af blöðum og bæklingum til skila í 119 hús á einum klukkutíma. Í desember fengum við í tvígang um 60 kíló til að bera út eða um 500 gr í hver hús. Annan daginn náðum við ekki að bera út nema um helming af einum bæklingnum áður en strákurinn fór í skólann. Strax eftir hádegi sama dag var hringt og honum hótað brottrekstri ef þetta kæmi fyrir aftur. Ég hringdi til baka og var ekki par glaður. Þessu nudda ég framan í þau hvenær sem tilefni gefst til. Ég held að þau skammist sín svolítið vegna þessa, alla vega láta þau svo. Ég er búinn að bera saman launakjör Jóa við laun blaðbera hjá Mogganum sem ber út í sama hverfi og við. Fyrir klukkutíma vinnu og útburð á ca 65 blöðum virka daga fær Morgunblaðsblaðberinn tæp 20.000 á mánuði með orlofi en án alls álags. Jói fær rúmar 14.000 á mánuði með orlofi en án alls álags en við erum a.m.k. klukkutíma og fjörutíu mínútur að bera út við normal aðstæður á virkum dögum. Stundum erum við samtals um tvær klst að koma hlassinu til skila. Þetta kallar framkvæmdastjóri Pósthússins ehf að séu áþekk laun fyrir áþekka vinnu. Ég hef í undirbúningi grein í Mbl vegna þessa.
Tók hefðubundinn 16 km túr á fimmtudagskvöldið. Var seint fyrir og komst ekki af stað fyrr en undir miðnætti. Var kominn heim langt gengið í 1.30 e.m. Mér leist þannig á veðrið að það væri betra að hlaupa um kvöldið en á morgun í slyddu og leiðindum. Þegar maður hefur sett sér markmið þá er annað hvort að halda þau eða sleppa þessu bara alveg.

Fékk gott bréf frá Rollin. Fer yfir það síðar.

Ástæða þess að ég var seinn fyrir var að kvöldið var tekið í tónleika í Austurbæ, meistara Megasi til heiðurs. Ég fór þangað með Svein og Maríu og við skemmtum okkur öll vel eins og allir aðrir sem þarna voru. Kallinn er sem sagt orðinn sextugur. Það hefði einhverjum þótt goðgá að hann næði þeim aldri fyrir 30 árum síðan þegar veislan stóð sem hæst.

Ég fór fyrst á tónleika með Megasi fyrir um 30 árum síðan þegar hann tróð up þar fyrir norðan með Listaskáldunum vondu. Þar söng hann meðal annars kvæðið langa "Fram og aftur blindgötuna" með viðlaginu "Ó, Jón Kennedy, æ hann er dauður". Þetta lag fékk ekki pláss á plötu með honum fyrr en þegar diskarnir voru endurútgefnir með aukaefni.

Ferill hans er ótrúlegur. Á meðan flestir atvinnupopparar láta sér nægja í besta falli að gefa út nokkrar plötur með frumsömdu efni (eða fara beint yfir í coverlögin) þá hefur hann sent frá sér þvílíkan urmul af plötum að með ólíkindum er. Flestar þeirra eru hrein meistarastykki. Allt samið af honum, bæði lög og textar. Allt sungið af honum sjálfum. Textarnir eru ekkert sykurfroðuhjakk þar sem ca tvær línur eru endurteknar svona 20 sinnum eins og sumir gera og kalla texta, heldur eru þeir oft á tíðum langir, vel ortir ljóðabálkar þar sem rýnt er út í ystu skot samfélagsins og það skoðað frá óvæntum sjónarhornum. Enda við hæfi að hann fékk Jónasarverðlaunum hér um árið sem þýddi "böns of money" í vasann hjá honum.

Fyrstu plöturnar eru hver um sig meistarastykki sem standa enn sem stórar og staðfastar vörður í íslensku poppsögunni. Fyrsta platan, Júdasarplatan, Eikarplatan, barnaplatan, Spilverksplatan og sjálfsmorðsplatan. Allar sígildar. Síðan liðu nokkur ár þar sem hann endurstillti kompásinn með einum eða öðrum hætti. Þá hófst önnur hrina. Hver platan rak aðra, þungar, léttar, klassíkerar, létt sönglög, djúpar pælingar. Afköstin gríðarleg og gæðin með ólíkindum. Af íslenskum tónlistarmönnum er það Bubbi einn sem hægt er að setja á svipaðan stall.

Ég hef ætíð keypt plötur Megasar gegnum tíðina og á sumar í fleiru en einu eintaki s.s. þær sem voru endurútgefnar. Vitaskuld keypti maður allt til að fá aukaefnið heim í stofu. Ég held að það sé einungis safnkassinn sem gefinn var út eitthvað fyrir 1990 sem ég á ekki. Litla platan er einhversstaðar til með lögunum Spáðu í mig og Komdu nú og skoðaðu oní í kistuna mína (komdu og sjáðu sjálf hve ég gulur orðinn er). Það er einn sá mergjaðasti texti sem hefur verið gerður við íslenskt dægurlag. Vafalaust hefur það verið bannað á sínum tíma og platan rispuð rækilega með treitommu nagla. Einnig á ég niðri í kassa heftin þrjú sem ann gaf út í krinum 1970. Textar, nótur og myndir.

Þrátt fyrr að Megas gangi ekki veg meðalmennskunnar og líferni hans hafi á stundum boðið upp á annað en það sem broddborgarar landsins telja sæmandi, þá hefur hann engu að síður samið lög og texta sem jafnast fyllilega á við það allra fallegasta sem birt hefur verið í heimi íslenskrar dægurtónlistar. Ég veit ekki hvað tekur t.d fram laginu "Tvær stjörnur" svo dæmi sé tekið.

Í lok tónleikanna í gærkvöldi var sýnt brot úr bannfærða sjónvarpsþættinum þar sem hann syngur með lepp fyrir öðru auganu hið magnaða lag "Geymdu handa mér meyjarblómið amma". Samkvæmur sjálfum sér þá mætti hann ekki í eigin afmælisveislu. Gott hjá honum. Hann er hann.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Fór 16 km í kvöld. Hélt að það væri kalt og hvasst og bjó mig vel en svo var bara hið besta veður, svolítið kalt en næstum því logn. Fínn túr. Sá í undirgöngunum við Elliðaárdalinn að strákarnir höfðu náttúrulega skilið við krassverkið eins og andskotinn hafi verið að verki. Ekki veit ég hvort það að ég spjallaði við þá gerði það að verkum að þeir hættu fyrr en ella eða hvort kuldinn rak þá heim, söm er gjörðin. Rétt við undirgöngin hafði borgin sett upp eitt af mörgum leiðbeiningaskiltum fyrir göngu- og hlaupaleiðir í borginni. Einhver krasshundurinn hafði ekki getað séð það í friði en spreyjað svo yfir það að það er að mestu ónýtt.

Horfði á Steingrím og Geir Haarde ræða símasöluna í sjónvarpinu í kvöld. Nú voru reglurnar sem settar voru þegar átti að selja símann fyrir þremur árum orðnar mjög skynsamlegar samkvæmt orðum Steingríms. Þá átti t.d. ekki að selja meir en 49% og ríkið átti að eiga 51%. Vitaskuld datt eingum að leggja einhverja peninga sem skiptu máli í fyrirtækið við þau býti, að ríkið myndi stjórna og ráða öllu. Annað hevrot er að selja allt saman eða vera ekkert að velta þessu fyrir sér. Það er oft svo að þegar menn vilja fá stórar tölur þá er margfaldað með mörgum árum. Nú er t.d. búið að finna út að síminn hafi skilað ríkinu 23 milljörðum í arð á sl. 15 árum. Meðan þetta var ríkisrekið einokunarfyrirtæki þá þýðir þessi útkoma náttúrulega ekkert annað en að gjaldskráin hafi veriið alltof há en segir ekkert um raunverulega arðsemi fyrirtækisins. Vitaskuld þýðir ekkert að ríkið sé að vasast í samkeppnisrekstri, það er vel flestum að verða ljóst.

Auglýsingar Umferðastofu hafa vakið athygli mína. Þær sýna m.a. kall í umferðinni sem öskrar ókvæðisorðum að öðrum vegfarendum. Lítill strákur situr í aftursætinu, er ekki í bílstól, og hefur strax lært munnsöfnuðinn. Síðan birtist í morgun mynd í blöðunum af litlum krakka að fokka og hreyta úr sér einhverjum ókvæðisorðum um konur. Ég verð að segja að þessar auglýsingar segja mér ekki nema eitt. Þær staðfesta ásamt mörgu fleiru þá karlfjandsamlegu hugmyndafræði sem virðist tröllríða samfélaginu um þessar mundir og birtist svo víða í því feministaofstæki sem ég hef áður minnst á. Karlar eru sýndir í auglýsingum sem vitlausir, feitir, heimskir, skítugir, ruddalegir og frekir. Þetta þykir voðalega sniðugt og enginn þorir að opna munn til að mótmæla þessu. Mér er sem ég sæi upplitið á boðberum jafnréttisins ef svipaðar staðalímyndir yrðu birtar með kvenfólk í aðalhlutverkum.

Sá í dönsku blöðunum í dag að norski jafnréttisráðherrann (kona) hefur í hyggju að loka þeim fyrirtækjum norskum sem ekki hafa að lágmarki 40% kvenna í stjórnum fyrirtækjanna eftir tilskilinn tíma. Er ráðherrann orðinn spinnegal? Maður bara spyr. Ef þetta er ekki ofstæki, þá veit ég ekki hvað það er. Öll fyrirtæki sem skipta einhverju máli munu vafalaust flytja úr landi ef þetta verður uppi á teningnum. Það er kannski það sem ráðherrann vill. Ég hef áður spurt að því hvað kemur almannavaldinu það við hvernig ég skipa stjórn þess fyrirtækis sem ég á og hef lagt mína peninga í og ræð og stjórna í krafti þeirra. Ég sé ekki að jafnréttisráðherrum eða iðnaðarráðherrum komi það bara nokkurn skapaðan hlut við. Þeir geta einbeitt sér að þeim stjórnum sem ríkið skipar en ættu að hafa vit á því að láta einkaaðila í friði.

Chelsea tók Bayern Munchen í bakaríið í kvöld. Okkar maður spilaði allann leikinn og stóð sig vel. Gaman verður að sjá hve langt þeir Chelseamenn komast í ár.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Tók 16 km í gærkvöldi. Maður reyndi að finna afsakanir fyrir að fara ekki út í heldur leiðinlegt veður en þar sem þær reyndust allar léttvægar þá var vetrargallinn bara dreginn fram og farinn fínn túr á hefðbundnar slóðir. Það er nú einu sinni bara einmánuður ennþá þannig að hvað er maður að kvarta. Bara að það sé ekki rigning eða slydda, þá er þetta í lagi.

Þegar ég kom undir brúna í Elliðaárdalnum var þar fyrir hópur vel stálpaðra stráka eða ungra manna, einir sex held ég. Þeir voru þar í heldur hæpnum erindagjörðum eða að mála veggjakrot á veggina í undirgöngunum. Ég stoppaði hjá þeim og fór að spjalla við þá og lýsti skoðun minni á svona kroti, það væri yfirleitt heldur ljótt og leiðinlegt. Þeir sögðu að krot annara væri vissulega ljótt en þeir væru vandvirkari. Ég fór yfir aðgerðir borgarstjórans í New York með þeim þar sem hann byrjaði á baráttu gegn veggjakrotinu þegar hann hóf baráttu sína gegn glæpum í borginni. Það tók sex ár. Einhverjir strákanna þekktu til sögu borgarstjórans en höfðu ekki áttað sig á að veggjakrotið voru fyrstu smáglæpirnir sem hann tók á. Ég bað strákana að hugsa málið aðeins betur þegar ég yfirgaf þá í mestu vinsemd. Þeir voru vafalaust betur viðbúnir því að ég hefði farið að hreyta í þá skít og skömmum en voru síður búnir undir málefnalegar samræður um borgarstjórann í New York.

Fór í gærdag til Arnar nálastungumanns á Hrísateignum. Hann kann margt fyrir sér og hefur reynst mér vel. Ég hef undanfarið fundið fyrir verk efst á hægra fætinum þar sem hann kemur up í mjaðmagrindina. Ekki náð að hafa hann úr mér með teygjum. Eftir vettvangsskoðun þá fann Örn út að vinstri hluti mjaðmagrindarinnar væri stífari en hægri hlutinn og það kæmi fram í ofálagi á vöðvann hægra megin undir miklu álagi. Hann raðaði í mig prjónum um stund og spilaði indverska slölkunartónlist undir og síðan hófst hann handa með að hnoða og teygja. Ég hélt stundum að hann myndi slíta mig í sundur en það slapp allt til. Fer aftur í næstu viku og vona að það dugi. Hann er fínn.

Þegar ég fór til hans fyrir tveimur árum hittist þannig á að á sama degi var ég búinn að lofa lögmanni sem var að verja mál að bera vitni gegnum síma. Síðan er það að þegar Örn er búinn að raða nálum í mig og ég ligg hálfsofandi á maganum þá hringir síminn og lögmaðurinn mættur með sínar spurningar. Ég þurfti þá veskú að standa klár á að svara bæði sækjanda og verjanda í gegnum símann, liggjandi á maganum eins og nálapúði með bakhlutann fullan af nálum. Það hafa varla margir verið í þeirri stöðu í vitnastúku. Málið tapaðist í undirrétti en vannst síðan hæstarétti.

Búið að ákveða að selja Símann. Fagfólk sem ég tek mark á hefur aðeins efasemdir um hvort söluferlið sé nægjanlega gagnsætt. Ég þarf að skoða málið betur til að mynda mér skoðun á því. Margir eru á móti þessu, sérstaklega íbúar úti á landi. Mikilvægt er að skýr stefna sé mótuð hvað varðar uppbyggingu dreifikerfis í landinu svo og hvað varðar skyldur þeirra sem kaupa símann. Mikið hefur breyst í viðhorfum manna gagnvart aðkomu ríksins að atvinnurekstri í landinu á liðnum áratugum. Ég minnist þess að þegar BSÍ var seld fyrir um 25 árum þótti manni það heldur hæpinn gjörningur svo dæmi sé nefnt. Í dag myndi manni finnast það fáránlegt að ríkið væri að reka miðstöð fyrir hópferðabíla.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Fórnaði hlaupunum í kvöld fyrir fyrirlestur og myndasýningu í Ferðafélagssalnum. Simon Yates, breskur fjallgöngumaður, var þar með myndasýningu og fyrirlestur um það sem hann hefur tekist á við í fjallgöngum. Hann er með öflugustu fyrir fjallgöngumönnum heimsins og hefur bæði verið frumkvöðull í að klífa mörg ný fjöll, en þekktastur er hann vafalaust fyrir förina ásamt Joe Simpson á Siula Grande i Perú árið 1985 sem hefur verið gerð skil í myndinni Touching the Void. Þeir lentu í miklum hrakförum eftir að Simpson fótbrotnaði á leiðinni niður og þurfti Yates að skera á línuna þar sem hann lét Simpson síga niður klettavegginn í myrkri og stormi og hann fór fram af klettum. Simpson hrapaði ofan í sprungu og var talinn af. Hann náði hins vegar að skríða út úr sprungunni á undraverðan hátt og síðan skreið hann yfir jökul, skriður og klungur í nær þrjásólarhringa og komst í tjöldin nær dauða en lífi. Þaðan tók við tveggja sólarhringa ferð á asna til mannabyggða, þar keyrði drukkinn bílstjóri þá til Lima og þar tók við mikið vesen að útvegna peninga frá London til að borga læknunum svo þeir færu að gera að sárum Simpsons. Myndin er mjög vel gerð og maður situr kaldsveittur að horfa á hana. Fyrirlestur Yates var fínn og ótrúlegt að sjá hvað menn geta lagt á sig og hvað þeir geta afrekað þegar viljinn er fyrir hendi.

Hitti Trausta og Pétur Helga á fyrirlestrinum. Þeir eru að undirbúa sig fyrir túr til Grænlands í sumar þar sem þeir ásamt tveimur til taka þátt í fjögurra daga liðakeppni þar sem er róið, hjólað, klifrað og hlaupið út frá Anmagsalik í fjóra daga. Samtals er farið yfir um 250 km. Það verður spennandi að fylgjast með undirbúningi þeirra og hvernig þeim gengur þegar á hólmninn er komið.

Ætla að fara að hætta að skrifa um RÚV. Ráðlegg áhugasömum að lesa 5. grein í siðareglum blaðamannafélagsins. Það hefur hins vegar verið mjög pirrandi að fá ruglinu nuddað framan í sig af fólki sem segist vera öðrum fremri. Einhverjir lesa það sem ég er að skrifa. Það er ágætt. Mér hefur m.a. verið bent á að hjúkrunarfræðingurinn sem vann sem starfsmannastjóri Eimskips væri hættur störfum. Gott og vel. Ekki veit ég hvers vegna. Ég hef verið spurður um Héðinsfjarðargöngin. Ég verð að segja að ég hef miklar efasemdir um þessa framkvæmd. Það eru víða fyrir hendi meiri þörf á vegabótum sem fleiri munu hafa gagn af sem hefur í för með sér meiri þjóðhagslega arðsemi. Sem dæmi má nefna hringveginn í Norðurárdalnum Skagafjarðarmegin og leiðina frá Borgarnesi upp fyrir Bifröst. Síðan má nefna Sundabrautina erf maður færir sig nær höfuðborginni. Ég þori varla að nefna Vestmannaeyjargöngin. Ég verð nú að segja að meiri vitleysa hefur varla verið presenteruð í samgöngumálum. Einnig má minna á að ef göngin opnast milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar þá mun einhver hluti af þjónustufyrirtækjum á Sigufirði leggja upp laupana þar sem sókn í þjónustu til Akureyrar mun aukast. Það er allstaðar afleiðing af bættum samgöngum að þjónustan þjappast saman. Það er ekki bæði hægt að sleppa og halda.

Hnéð er orðið gott. Ég hef hins vegar verið með eymsli í vöðvafestingu upp við mjöðm. Er búinn að finna teygjur sem taka á því en til öryggis er ég búinn að panta tíma hjá Erni nálastungumanni á Hrísateignum. Ég fór til hans fyrir tveimur árum með bólgur í lærinu sem ég náði ekki með nokkru móti úr mér. Það tók hann bara þrjú skipti að láta það hverfa. Mæli með honum.

sunnudagur, apríl 03, 2005

Alhvítt í morgun þegar út var komið. Fór niður í Laugardal á seinni hálftímanum í tíu. Þar var góðpur hóps kominn saman en ég valdi að fara einn vestur í bæ. Ég vildi hlífa hnénu og haga hraðanum eftir eigin forsendum. Mér finnst líka gott að æfa mig í að blanda saman göngu og hlaupum (walk and run) eins og Bandaríkjamenn iðka mikið í lengri hlaupum. Fór alveg vestur að Gróttu og út fyrir golfvöllinn og síðan hefðbundna leið austur úr. Fór síðan upp að stíflu og náði vel yfir 30 km sem er ágætt miðað við að ég hlífði fætinum aðeins. Nú verður að halda vel á spöðunum ef fyrirhuguð markmið eiga að nást.

Ég er búinn að mæla hringina vestur í bæ nokkuð nákvæmlega. Ef maður fer hringinn frá Laugardalnum vestur í bæ og beygir hjá Eiðistorginu, fer svo austur með flugvellinum, Fossvoginn og í gegnum undirgöngin í Elliðaárdalnum og svo sem leið liggur niður í Laugardal aftur gegnum Húsdýragarðinn þá eru það 20 km. Ef farið er vestur á gamlárshlaupsbeygju og síðan sömu leið þá eru það 23 km. Ef farið er vestur á Gróttu og beygt hjá bílastæðinu þá eru það rúmir 25 km. Ef farið er alveg út fyrir golfvöllinn þá eru það um 27 km.

Fréttamennrinir sigruðu á RÚV eins og líkur bentu til. Einn úr hópnum var ráðinn. Allir glaðir nema sumir sem borga þeim kaup með þvinguðum aðgerðum. Það sem ég hef heyrt mest af viti sagt um málið heyrði ég í morgun hjá Ágústi Þ. Árnasyni, verkefnisstjóra hjá HA sem var í spjalli við Margréti Blöndal. Hann talaði þannig sem fyrrverandi fréttamaður að augljóst er að þarna innan dyra er mikill vandi til staðar og hann er ekki einvörðungu bundinn við útvarpsráð og skrifstofu Markúsar eins og umræðan hefur leitast við að gefa til kynna. Ágúst féll ekki í þann pytt að slást í hópinn með fyrrverandi kollegum og bannfæra stjórnendur stofnunarinnar einhliða.

Ég fór að velta fyrir mér hvað stendur á þak við það þegar fréttamenn kalla sig fagfólk í fréttamennsku, öðrum fremri að eigin mati. Felst fagmennskan í því að hafa lesið fréttir af aflabrögðum, góðu eða slæmu veðri og fyrirspurnum þingmanna í utandagskrárumræðu í ákveðinn lágmarkstíma með hljómfagurri röddu. Er röddin undirstaða fagmennskunnar? Gaman væri að vita hvernig þeir fréttamenn RÚV sem hafa haft sig mest í frammi eru menntaðir. Nýr fréttastjóri er sagnfræðingur. Er það fagmenntun í fréttamennsku? Hvað er fagmennska í fréttamennsku? Fjölmiðlafræði gefur ekki réttindi til starfa á fréttastofum en hefur byggt ákveðinn grunn.

Sá í morgun að kona sem heitir Steinunn skrifaði bannfæringarpistil á baksíðu Fréttablaðsins. Hún tók tvö dæmi máli sínu til stuðnings, frekar óheppileg að mínu mati. Hið fyrra var að engum dytti í hug að ráða kennara sem einungis hefði kennt í forföllum í starf skólastjóra, jafnvel þótt hann hefði til þess öll réttindi. Ég spyr hvers vegna ekki? Skólar eru nefnilega dæmi um þjónustustofnanir þar sem starfsmenn vilja of oft ráða hver verður yfirmaður þeirra. Oft á það að vera einn úr hópnum. Að mínu mati er það miklu meiri þörf að skólastjóri sem á að stjórna 1000 manna vinnustað (svo tekið sé dæmi um stærstu skólana) að hann hafi víðtæka stjórnunarreynslu heldur en að hann hafi kennt kristinfræði og dönsku í 20 ár við skólann svo dæmi sé tekið. Samtök kennara vilja hins vegar að kennarar hafi forgang í störf skólastjóra en menn eru æ meir að efast um að það sé rétt stefna. Starfsmannastjóri hjá Eimskip er hjúkrunarfræðingur að mennt með framhaldsnám í stjórnun og mikla stjórnunarreynslu. Hún er hvorki skipstjóri eða með lyftarapróf.
Síðan segir Steinunn að engum dytti í hug að ráða nýútskrifaðan stýrimann sem aldrei hefði migið í saltan sjó sem skipstjóra á stóru skipi. Enginn fær inngöngu í stýrimannaskólann nema hann hafi ákveðna reynslu af störfum á sjó. Enginn lýkur prófi úr efsta bekk stýrimannaskólans nema hann hafi mikla reynslu af störfum á sjó. Það er mjög algengt að nýútskrifaðir nemendur úr Stýrimannakskólanum séu ráðnir skipstjórar á skipum. Þegar ég var fyrir vestan kom það fyrir að skipstjórinn var yngsti maðurinn á bátnum. Þá voru ungum kraftmiklum strákum gefinn sjens sem skipstjórum þegar menn sáu í þeim veiðimannsvon. Öðrum skipverjum datt vitaskuld ekki í hug að taka bátinn herskildi og heimta að einn úr þeirra röðum væri ráðinn sem skipstjóri. Ef þeir voru óánægðir fóru þeir á aðra báta.

Ég geri ekki ráð fyrir að orðlegja þetta fréttastofumál mikið meir, þetta er ekki þráhyggja hjá mér. Mér leiðist hins vegar að lesa og heyra alla þá bölvaða vitleysu sem maður hefur orðið vitni að á undanförnum vikum. Sumu af þessu fólki þarf maður nauðugur að borga laun.

Í morgun hlustaði ég einnig á viðtal við ritstjóra Icelandic Rewieu og einhvern annan mann. Þau töluðu dálítið um að hingaðkoma Fishers myndi draga úr ferðamannastraumi til landsins vegna yfirlýsinga hans og við yrðum að sýna innflytjendum umburðarlyndi. Þau fordæmdu einnig innflytjendalögin. Ég er hlynntur innflytjendalögunum og ég mun sýna innflytjendum umburðarlyndi ef þeir sýna menningu okkar og siðum umburðarlyndi og skilning. Ef ég kæmi til sumra Arabalanda og hagaði mér eins og ég geri hér yrði ég settur í steininn eða jafnvel bara skotinn. Konur sem ganga þar með bera handleggi eru grýttar. Hvar er umburðarlyndið þar? Auðvitað er það ekki til. Þeir gera eðlilega kröfu um að innflutt fólk aðlagi sig að þeim siðum og venjum sem eru fyrir í landinu, annars geta menn bara farið annað. Sama á að gilda hér. Mér fannst merkilegt að ritstjórinn endaði viðtalið á því að hún vonaðist til þess að hingað myndu flytjast heppilegra fólk en rasistinn Fisher. Mér varð á að hugsa, hvar var nú umburðarlyndið fyrir skoðunum annara. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.
Fór út um 8.30 á laugardagsmorgun. Ákvað að fara frekar stutt og taka það rólega til að hlífa hnénu og sjá hvernig staðan væri. Hitti Halldór í Fossvogsbotninum eins og vanalega. Hann ætlaði að gera tvennt, hlaupa í um 4 klst og fara frekar hægt. Honum hefur reynst hið fyrra auðvelt en hann sagði að það væri frekar erfitt að stilla sig niður á að hlaupa hægt, hann sækti svo í að auka hraðann. Ég fór öfugan hring út á Eiðistorg og síðan heim í gegnum laugarnar. Þetta eru sléttir 20 km og passaði alveg fyrir áætlun dagsins. Fann svo að segja ekkert fyrir hnénu enda fór ég varlega. Ég held að þetta sé allt að koma. Parketlögnum verður ýtt á undan sér þar til eftir júnílok ef þær skyldi bera á góma.

Í apríl ætla ég að reyna að hlaupa allt að 500 km. Spurning hvernig það tekst. Ef það gengur upp verð ég búinn að hlaupa í kringum landið í lok mánaðarins frá ársbyrjun. Í maílok stefni ég síðan á að vera kominn austur á firði á öðrum hring. Það verða ekki allt formleg hlaup því Esjugöngur fara að koma inn í ríkari mæli. Einnig þarf löngum hlaupum að fjölga, þótt ég geti verið ánægður með mars, tvö 50 km hlaup auk nokkurra sem voru vel yfir 30 km. Nú þarf ég að hlaupa í 4 - 5 tíma einum tvisvar - þrisvar sinnum. Í lok mánaðarins verður Þingvallahlaupið sem er allavega um 70 km. Þetta tekur tíma en með því að nýtqa kvöldin vel og einnig að vakna æ fyrr á helgum ætti þetta að ganga upp.

Fór í heimsókn í kvöld til mákonu og sambýlismanns hennar. Þau sýndu okkur ásamt fleiri gestum myndir frá ferð sem þau fóru til Suður Ameríku í janúar þar sem þau gengu um Inkaslóðir. Mjög gaman var að fá smá innsýn í hvernig er að litast um þarna og fá nasasjón af því hvernig mannvistarleifar Inkana líta út. Ótrúlegt var að sjá byggingarlist þeirra.

Páfinn dó í kvöld samkvæmt fréttum. Þetta endar þannig fyrir hann eins og aðra. Andlát hans skiptir mig svo sem ekki meira máli en það hefði snortið hann ef ég hefði hrokkið upp af.

Chelsea kláraði enska ttilinn endanlega í dag þar sem Man. Udt. gerði aðeins jafntefli við Blackburn. Gott að sjá að Eiður Smári hafði verið fljótur að jafna sig eftir meiðslin sem gerðu honum ókleift að taka þátt í landsleiknum við Króata!!!

laugardagur, apríl 02, 2005

Hljóp ekki 1. apríl, hvorki í eiginlegri merkingu eða óeiginlegri. Er að jafna mig í hnénu. Ég fékk svokallað parketthné sem maður fær við að leggja parkett. Maður virðist togna rétt fyrir ofan hnéskelina við að liggja mikið á hjánum og rykkja sér á fætur. Þetta er að batna en ég finn samt fyrir því við að ganga upp og niður stiga.

Umtalaður Auðun hætti við að hefja störf í Efstaleytinu. Vitaskuld. Hvernig gat honum yfir höfuð dottið í hug að fara inn í þessa ljónagryfju eftir allt sem á undan var gengið? Nú er útvarpsráði og Markúsi vandi á höndum. Í einkafyrirtæki væri hreinsað út. Jafnvel hjá opinberum stofnunum. Mér er sem ég sæi ef svona ástand kæmi upp á mínum vinnustað. Ef ráða ætti framkvæmdastjóra og starfsmenn vildu fá einn úr eigin hópi (kannski til að geta verið vissir um að geta haldið áfram með siði og venjur sem hafa viðgengist lengi) en annar væri ráðinn. Þá myndu starfsmenn bindast samtökum um að leggja viðkomandi í einelti og gera honum allt til bölvunar sem frekast mætti. Stofnunun værfi óstarfhæf og ekkert að gera annað en að hreinsa út, hvort sem nýráðinn framkvæmdastjóri væri hæfur eða ekki. Það myndi bara koma í ljós.

Ég er á þeirri skoðun að það þurfi að taka til í Efstaleitinu á ýmsan hátt. Þar virðist t.d. viðgangast sjálfhverf umræða sem gerir fréttamat afar einkennilegt á stundum. Það þarf enga snillinga að lesa upp fréttir af því hvort páfinn sé lífs eða liðinn en þegar frétta- og dagskrárgerðarmenn meta hvað er fréttnæmt er margt skrítið á ferðinni. Mér kemur t.d. í hug þetta feministaofstæki sem virðist ríða húsum í RÚV. Bendi á "frétt" sem var flutt þann 31. mars t.d. Eitthvað framsóknarfélag í RvkN ætlaði að halda kallakvöld og nokkrar konur ætluðu að ganga um beina. Þetta þótti fréttamanni RÚV gríðarleg niðurlæging fyrir konur og tók eitt það vitlausasta viðtal sem ég hef heyrt lengi við Kristinn H. Gunnarsson sem fjasaði um að svona gerðu menn ekki í nútíma samfélagi o.s.frv. o.s.frv. Það var nú ekki eins og það hafi átt að bjóða konurnar upp og selja þær hæstbjóðanda. Ég var á kallakvöldi hjá Víking í gærkvöldi. Fínt kvöld með Gísla frá Lundi og Jóa frá Brekku sem góða skemmtikrafta. Þeir eru hvor um sig betur þekkuir undir fullu nafni og starfsheiti en þessi verða að nægja. Þar tóku konur af borðunum og unnu á barnum. Þegar konurnar í klúbbnum hafa sitt konukvöld þá þjóna kallarnir til borðs og vinna á barnum. Allir ánægðir með að hjálpast að á víxl við að skemmta sér. Þessa verkaskiptingu meta einhverjir fréttamenn hjá RÚV sem niðurlægingu fyrir konur og fabúlera um þetta í fréttatímum. Er nema von að maður sé hugsi yfir að vera píndur til að borga þessu liði kaup.

Annað dæmi. Í fyrra skrifaði einhver feministinn til grein í Moggann um afar óhuggulega upplifun sem hún hafði orðið fyrir. Hún hafði lagt sig með útvarpið á. Þegar hún vaknaði fór hún að hlusta á textann í svefnrofunum. Einhver rappari var að flytja lag og í laginu komu fyrir orðin "motherfucker" og "bitch". Mér finnast rapplög leiðinleg og hlusta ekki á þau og því pirra textarnir mig ekki. En það er annað mál. Þessi upplifun þarna í svefnrofunum varð til þess að stúlkan skrifaði grein í Moggann um þessa hræðilegu lífsreynslu sína. So far so good. En daginn eftir er hún kölluð upp í RÚV í dægurmálaútvarpið og þar var fabúlerað heillengi fram og aftur um orðaval rappara út frá feminisku sjónarhorni og hvað þetta hefði verið hræðileg lífsreynsla og ég veit ekki hvað. Maður á eiginlega ekki orð yfir svona löguðu. Fyrir hvað er maður að borga?

Staðan nú er sú eftir 1. apríl að dagskrárgerðar- og fréttamenn RÚV eru sem stendur algerlega sjálfráða í störfum sínum. Þeir hafa í raun rænt RÚV. Þeir geta fellt niður fréttatíma ef þeim sýnist svo án viðurlaga. Þeir geta afflutt staðreyndir með hálfsannleika með því að taka bara viðtöl við þá sem eru sammála þeim s.b.r. viðtölin við Jónatan Þórmundsson og manninn að norðan, Inga eða hvað hann heitir. Þeir geta lagt ákveðna einstaklinga í einelti. Þeir geta notað opinbera stofnun (útvarpið) til að berjast fyrir sínum persónulegu skoðunum. Hvar myndi þetta líðast annarsstaðar? Hvað kemur næst? Það verður spennandi að sjá.

P.S. Ef einhver skyldi lesa þetta þá vil ég taka fram að ég hef aldrei séð nefndan Auðun og vissi ekki að hann væri til þar til fyrir skömmu, hann er ekki skyldur mér eða tengdur, það ég veit erum við ekki í neinu félagi saman, hvorki Framsókn, Víkingi, UMFR36, Félagi 100K eða neinu öðru. Ég er einfaldlega að tala um princip.

föstudagur, apríl 01, 2005

Fór 8 km í dag, fimmtudag, þegar ég kom úr vinnunni. Náði settu marki í mars sem var að fara yfir 400 km. Það er næstlengsti mánuður sem ég hef farið. Nú er 3/5 æfingatímans að baki en helmingur af hlaupamagni. Ef allt gengur upp sem ætlað er þá reyni ég að hlaupa um 1000 km í apríl og maí. Þar koma hins vegar inn Esjugöngur í allmiklu magni svo hæpið er að segja að allt verði hlaup en ég mæli þá bara tímann. Hnéð er að verða í lagi en það er ekki alveg eins og ég vil hafa það. Maður stressast upp af minnstu gárum á vatninu.

Gaman að lesa að það hafa fleiri komist í tengingu við Baskervill hundinn en ég. Þetta er eitt af þeim leikritum sem maður hlustaði á í útvarpinu hér áður fyrr á árunum. Þau eru manni enn í tiltölulega fersku minni. Önnur leikrit sem tína má til voru Ambros í París og Ambros í London, Lorna Dún, Umhverfis jörðina á áttatíu dögum og Hulin augu. Það var hræðilegast. Í því voru menn numdir á brott af ókunnum kröftum og rétt á undan hverju brottnámi heyrðist gríðarlegt borhljóð. Einu sinni man ég eftir við vorum nýlega búin að hlusta á einn þáttinn og vorum að leika okkur uppi á lofti. Við vissum ekki fyrr til en að borhljóðið fór að hvína í eyrunum á okkur. Um stund vorum við hvít af skelfingu þar til einhver áttaði sig á að niðri í eldhúsinu hafði nýkeypt Kitchen Aid hrærivél verið dregin fram því slegið skyldi í köku. Það hvarf sem sagt enginn það kvöldið (nema kannski kakan).

Farsinn í útvarpinu hélt áfram. Markús Örn var bannfærður af starfsfólkinu í hið þriðja sinn í dag. Ef hann sekkur ekki í jörð niður eða springur í loft upp innan skamms þá er ekki mikill kraftur í áhrinsorðum þess. Hlustaði á ótrúlegan pistil í útvarpinu seinni partinn í dag þar sem málatilbúnaði fréttamanna var haldið ákaft til streitu. Hlustaði síðan á G. Pétur á Stöð tvö þar sem hann fullyrti að fréttamenn hefðu aldrei misnotað aðstöðu sína í útvarpinu í þessu máli. Það eru greinilega fleiri ráðnir pólitískt en nefndur Auðun. Það er reyndar sjónarhorn sem þetta fólk ætti að hugsa um að allri þeir sem ráðnir eru með atbeina útvarpsráðs eru pólitískt ráðnir og er ráðning eins hvorki betri eða verri en annarra.

Mín skoðun er hins vegar absulut sú að starfsfólk á ekki að ráða ferðinni í svona máli. Allra síst geta viðkomandi einstaklingar gerst dómarar í sjálf síns sök um hver er fagmaður og hver ekki. Þeir sem eru ósáttir við ákvarðanir stjórnenda hafa einungis um tvennt að velja, sætta sig við gerðan hlut eða hætta og leita sér að annarri vinnu. Ég gef ekki baun fyrir svokallaðan fréttamannaheiður. Það er eins og hvert annað bull í mínum eyrum og get ég fært að því rök ef vill. Ef stjórnendur gera mistök þá kemur það í bakið á þeim síðar en þeir eru með þá ábyrgð að taka ákvarðanir en ekki aðrir. Í Kastljósi voru rakin nokkur dæmi um átök innan útvarpsins þegar starfsfólk var ósátt við yfirmannaráðningar og einhverjir hættu. Hver man eftir því í dag og hverju máli skipti það þótt einhverjir færu út úr útvarpinu? Ekki nokkrum sköpuðum hlut.