Sami hringur í kvöld eins og fyrri kvöld, 16 km í góðu veðri. Gott veður og nú fer hann víst örugglega að hlýna. Síðusta vika er sú lengsta eða tæplega 140 km. Síðustu 6 vikur eru að jafnaði upp á um 100 km vikan og verða sífellt lengri. Þetta er bara gott en ekki skal selja björninn fyrr en búið er að skjóta hann. Ég þarf að fara upp í 90 M á viku í maí eða milli 140 og 150 km. það er nú ekki mikið að hlaupa það á viku þegar maður stefnir að því að gera það á einum sólarhring (eða þar um kring) A.m.k. tvö löng hlaup upp á 8 - 9 klst eru eftir auk annarra sem styttri eru þar til settu marki er náð. Þetta verður þó allt auðveldara þegar hægt er að fara að hlaupa reglulega í plúsgráðum., jafnvel tveggja stafa tölum.
Fékk email í dag frá íslendingi sem býr í Kaliforníu. Hann hafði verið að kíkja á hlaupasíðuna og rekist á bloggið mitt. Svona er þetta, gaman að heyra frá fólki sem þekkir til aðstæðna þar vestra. Hann þekkir vel til í Squaw og var ekkert að draga úr mikilfengleika fjallanna sem hlaupið er um né þeirri þraut sem hlaupið er.
Hlustaði á dimmraddaðan þingmann rétt áðan sem hóf máls á málefnum innflytjenda í þinginu í dag og fjallaði um það vandamál að andúð gagnvart þeim fer vaxandi. Ástæða þess var, að mati þingmannsins, bæði vankunnátta og fáfræði. úr því er nauðsynlegt að bæta. Skelfing leiðist mér þessi hroki þegar menn segja að ástæða þess að einhverjir séu ekki á sama máli og þeir sjálfir sé annaðhvort fáfræði eða heimska. Til að bæta úr því þurfi að taka menn í sérstaka meðhöndlun en ekki að skoða hvers vega er þessi meiningarmunur. Af hverju ekki að kanna hvers vegna hefur andúð á erlendu fólki aukist hérlendis í stað þess að segja að það verði að fá fólk til að skipta um skoðun í þessu efni með illu eða góðu. Ég hef verið að hlusta á málflutning formanna bresku flokkanna sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir kosningar til þings. Eitt af helstu stefnumálum Tony Blair er að stöðva straum innflytjenda til Bretlands og þrengja mjög reglur fyrir að veita einstaklingum pólitískt hæli. Hvers vegna skyldi þetta verkefni vera eitt af höfuð stefnumálum Tony Blair, hafandi setið við stjórnvölinn í 8 ár? Ætli hann og menn hans séu farnir að sjá það að umburðarlyndisruglið getur leitt þjóðir í ógöngur? Þingmaðurinn dimmraddaði var eitt sinn í sjálfboðavinnu hjá verkamannaflokknum breska í aðdraganda kosninga. Honum er því flokkurinn ekki ókunnur. Skynsamlegt væri hjá honum að kanna hver er ástæða þessarar stefnubreytingar hjá floknum. Hvers vegna bæði Svíar og Danir hafi hert innflytjendalöggjöfina svo stórkostlega hjá sér? Ætli það sé ekki vegna þess að þeir álykti sem svo að það sé betri hálfur skaði en allur.
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli