þriðjudagur, apríl 26, 2005
Tók Esjuna í kvöld (mánudagskvöld) svona til að snúa sér í gang eftir hóglífi síðustu daga. Ég finn hvað það er bæði léttara að kraftganga hana upp en þegar ég byrjaði að fara á hana í aprílbyrjun og einnig að hlaupa hana niður. Sömuleiðis fann ég glöggt um síðustu helgi hvað brekkurnar voru léttari nú en þegar maður var að byrja að púla í þeim fyrr í vetur. Það var ágætt að fá smá hvíld, ég tók um 120 km á fjórum dögum í síðustu viku, Nú er hins vegar lokaáfanginn að hefjast og byrjar af alvöru með Þingvallahlaupi á laugardaginn kemur, þann 30. apríl n.k. Þetta er sagt með einhverjum fyrirvara þar sem opinber tilkynning hefur ekki verið gefin út en við Halldór vorum að tala um þessa dagsetningu um daginn. Farið er frá Nesjavöllum kl. 9.00 og hlaupið réttsælis kringum vatnið að Nesjavöllum aftur. Hlaupið tekur 7,5 - 9 klst. Það fer dálítið eftir vegalengd, veðri og fleiru sem skiptir máli á svo löngum túr hve langi maður er á leiðinni. Hafið samband ef áhugi er fyrir að slást í hópinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli