laugardagur, apríl 30, 2005
Frídagur í dag. Við Halldór renndum austur á Þingvöll eftir kvöldmat að bera út nesti fyrir morgundaginn. Einnig sömdum við við danskan vert á Nesjavöllum um súpu að fara í pottinn þegar við komum þangað eftir að hafa stikað hringinn. Við leggjum þrír af stað eitthvað fyrir kl. 9.00 en Pétur ætlar ekki lengra en ca eitt maraþon. Það er svona cirka að sumarbústaðahverfinu fyrir austan vatnið. Okkur líst vel á morgundaginn, það verður gott veður og heldur hagstæðar aðstæður. Halldór er reyndur maður á þessum slóðum, hann hefur hlaupið Þingvallahringinn a.m.k. þrisvar. Við mældum hringinn með löglegum Garmin og hann reyndist 65 km. Því verðum við að bæta við 5 km einhversstaðar á leiðinni til að ná 70 km því það er varla farandi fyrir minna fyrst af stað er lagt á annað borð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli