sunnudagur, apríl 10, 2005

Dagurinn var tekinn snemma í morgun og haldið út úr húsi um kl. 7.30. Ýmislegt var á döfinni og þá er bara að lengja daginn í annan endann. Ég tók 23 km í góðu veðri og hlýju. Ein skúr kom en hún skipti ekki máli. Þetta er því búin að verða fín helgi og það sem mest er um vert, fæturnir til í hvað sem er.

Þegar heim var komið þurfti aðhafa hraðar hendur því úrslitaleikurinn milli Ví8king og FH byrjaði uppi í Mosfellsbæ kl. 11.00. Þetta avr stór stund fyrir bæði lið því þetta var lokaleikurinn á góðri leiktíð. Þessi lið hafa ótvírætt verið bestu lið fjórða flokks kk í vetur. Í innbyrðis viðureignum var einn sigur á hvora hlið og eitt jafntefli. Leikurinn var jafn til að byrja með en síðan sigu FHingar fram úr. Í hálfleik voru þeir þremur mörkum yfir. Víkingar girtu síg í brók og náðu að jafna en FH seig aftur fram úr. Þegar tvær mínútur voru eftir hafði var staðan 18 - 16 og Víkingar fengu vítakast. Öllum til furðu þá dæmdu góðir dómarar leiksins skotréttinn af Víking vegna meintra tafa og FH brunaði upp og skoruðu. leikurinn var búinn. Víkingar geta nokkuð sjálfum sér um kennt því þeir misnotuðu 4 vítaköst. Svona er þetta það vinnur bara annað liðið. Við foreldrar Víkingsstrákanna erum stoltir af þeim, bæði innan vallar sem utan. Þessir strákar verða farnir að láta vita af sér á meistaraflokksstigi eftir 3 - 4 ár sem er ekki langur tími miðað við hve stutt er síðan þeir voru 12 ára gamlir.

Að þessu loknu hjálpaði ég tengdaforeldrunum við flutning og náði í seinni hlutann af honum. Þau eru að minnka við sig. Nú kom ekkert fyrir hnéð.

Um kaffileitið leit ég við á lok leiks b liða 3ja flokks Víkings í knattspyrnu í Reykjavíkurmótinu sem spiluðu við KR. A liðin spiluðu þar á undan. Það var nefnilega spilað þar líka eftir að handboltaleiknum lauk. Þeir foreldrar sem ég hitti á leiknum voru furðu losnir því þeir sögðust ekki hafa oft orðið vitni að öðru eins orðavali og munnsöfnuði sem þeir vesturbæjardrengir létu ganga yfir andstæðingana, dómarann og áhorfendur. Einn Víkingur handleggsbrotnaði í leiknum, mörg gul spjöld litu dagsins ljós og rauð í báðum leikjanna. Svona er þetta stundum.

Ég spjallaði svolítið um daginn um að ég vildi ekki gera einhliða kröfur á íslendinga um að sýna innflytjendum skilning og umburðarlyndi. Það verður að ríkja gagnkvæm virðing í báðar áttir ef dæmið á að ganga upp. Verst þykir mér þegar umburðarlyndisliðið er að básúna þörfina á því að það verði að "upplýsa" þá einstaklinga sem ekki taka gagnrýnilaust undir umburðarlyndiskröfuna. Þetta minnir mig á þegar kommúnisminn í Kína og Rússlandi setti fólk í "endurhæfingu". Ég fylgist nokkuð með þessum málum í Danmörku og Svíþjóð því ég þekki nokkuð vel til í þessum löndum. Bæði þessi samfélög hafa verið stórsköðuð með óraunsærri innflytjendastefnu á undanförnum áratugum. Ég heyrði frásögn nýlega sem ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að sé sönn. Umburðarlyndis- og víðsýnisliðið í Danmörku hafði á einhverjum tíma miklar áhyggjur af innflytjendum frá Súdan. Þeir höfðu ekki samneyti við nokkurn utan hópsins, vildu ekki læra dönsku og voru hinir þvermóðustu í samskiptum. Þetta gekkl ekki að mati félagsráðgjafanna. Haft var samband við stjórnvöld í Súdan um hvernig mætti ráða bót á þessu. Ýmislegt var rætt en loks komu menn sér niður á að halda ráðstefnu um vandamálið milli danskra og súdanskra sérfræðinga. Súdanir gerðu miklar kröfur, heimtuðu diplómatapassa fyrir þáttakendur í ráðstefnunni og vildu hafa með sér ótakmarkaðan farangur. Danir gengu að öllum kröfum þeirra því ráðstefnuna skyldi halda. Leiguvél frá SAS var send eftir hinum erlendu þáttakendum ráðstefnunnar. Flugmönnunum blöskraði farangurinn sem súdanir töldu nauðsynlegt að hafa með sér til eins dags fundar, en sama var, samningur var samningur og mikið lá við. Allt gekk upp og hinir erlendu fyrirlesarar skráðu sig inn á hótel. Daginn eftir mætti danski hluti fyrirlesaranna glaðbeittir til ráðstefnunnar en engir aðrir. Hinir súdönsku embættismenn voru horfnir og til þeirra hefur ekki spurst síðan. Svona var þetta. Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussens komst til valda fyrir fjórum árum og var endurkosin í ár fyrst og fremst vegna þess að hún hafði þor til að horfast í augu við margháttuð vandamál tengd hinni hömlulausu innflytjendastefnu dana á liðnum áratugum og reyna að gera eitthvað til að minnka helsta vandann en skaðinn er að miklu leyti skeður. Til þess eru vítin að varast þau fyrir okkur meðan enn er tími til ef menn bera gæfu til að læra af mistökum nálægra þjóða.

Engin ummæli: